Vikan


Vikan - 25.03.1971, Síða 19

Vikan - 25.03.1971, Síða 19
inununn elerkari; en var hennar veiklelki . . . skaðræðisskepnu, munaðarsegg og kvennabósa. En þar með var ekki allt talið: í ofsalegri bræði kom hún því til leiðar að Isa- bella var látin fara úr skólan- um. Nú á tímum myndu sál- fræðingar heimfæra þetta upp á afbrýðisemi. Sjálfri fannst henni hún vera að gera skyldu sína. Til þess að verja heiður sinn, því Osio varð mjög móðgaður, vildi hann hefna sín á þessari skapbráðu nunnu og hann valdi sér að fórnardýri ungan mann, sem sá um lén og eigur henn- ar og var í hennar þjónustu. En unga nunnan var mjög hrif- in af þessum pilti. Hún varð ofsareið og heimt- aði að yfirvöldin létu hann sæta refsingu, en þar sem Osio var hátt settur maður var hann aðeins dæmdur til að falla á kné fyrir henni og biðja hana fyrirgefningar. Nunnan frá Monza naut þess að niður- lægja hann. Hún hafði sigrað óvin sinn. Eftir þetta var Osio tíður gestur í samtalsherbergi klaust- ursins, þar sem hann lét að því liggja að það væri ein- göngu til að gera yfirbót og sýna þakklæti sitt. Bak við tvöfaldar grindur, hlustaði Marianna á orð hans, undir eftirliti gæzlusystur. Hún hafði kallað hann öll- um illum nöfnum, en hann kallaði hana „hjálparhellu sál- ar sinnar“. Hinn reyndi kvennabósi hafði ekki annað í huga en næturævintýri í klaustrinu. Marianna hélt að þessar sam- ræður væru skaðlausar, en hvorugu þeirra var þá ljóst að þau voru að fá ofurást hvort á öðru. Teningunum var kastað. Gian Osio, sem ekki var sér- lega góður bréfritari, fékk prest, Arrigone að nafni, til að skrifa fyrir sig heit ástarbréf. Hann stakk þessum bréfum í ávaxtakörfur og önnur ílát, sem hann færði henni til klaustursins. í fleiri vikur þrá- bað hann hana um að reyna einhver ráð til að hitta sig og tala við sig undir fjögur augu. Svo fór að Gian Osio komst gegnum hlið klaustursins, dul- búinn eins og nunna og það var Marianna sem skaut slag- brandinum frá. „Osio fleygði mér strax til jarðar,“ sagði hún, sjö árum síðar. En systurnar, sem gættu hliðsins voru ekki á sama máli, sögðu eitthvað annað. Þær héldu því fram að hann hefði í fyrstu kysst hana innilega og sýnt henni blíðuhót og síðan hnigu.þau til jarðar í faðmlög- um.... Þetta fyrsta skipti elskaði hann hana þarna í garðinum, síðar fóru þau venjulega inn í klefa hennar. Oft kom hliðsystirin að opnu hliði á morgnana, þótt hún hefði kyrfilega gengið frá því læstu að kvöldi. Oft sáu nunn- Framhald á bls. 47. ÞaS var hinn strangi kardináli, Frederico Borromeo, sem lét múra nunnuna inni og þaS var líka hann, sem náSaSi hana eftir 14 ár. Marianna de Leyva lézt 17. janúar áriS 1650. 12. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.