Vikan


Vikan - 25.03.1971, Side 20

Vikan - 25.03.1971, Side 20
Ótnar Valdimarsson heyra !1* má VIÐ SVIKUM OKKl'R Á PLÖTU Graeme Edge, trommuleikari hljómsveitarinnar Moody Blues rekur hér sögu þeirra, sem er hin skemmtilegasta. Moody Blues, eins og þeir voru fyrir rúmum 6 árum síðan, í janúar 1965. Frá vinslri er: Mike Pinder, Clint Warwick, Creame Edge, Ray Thomas og Denny Laine. Vandamál popphljómsveita í dag er að fylgjast með og fylgja eftir. Maður er kannski heppinn með eitt gott lag og þá gjörbreytist heimurinn í einu vetfangi. Þá er maður efst á öldutoppinum. En það er eins og brimreið (surfing). Maður verður að halda jafnvægi eða að maður hrapar og dettur Það er akkúrat það sem kom fyrir okkur. Við vorum á toppn um og gættum ekki að okkur. Það er áfall sem maður gleym- ir ekki. Það byrjaði allt árið 1964, þegar poppið var að byrja. Merseyaldan gekk yfir og feit- ir menn með vindla (umboðs- menn) gerðu sig breiða um allt. Þá bjó ég í Birmingham og þar óðu slíkir menn um og þóttust ætla að skapa nýja Bítla. Þeir höfðu það af að setja einar 6 eða 7 hljómsveitir þarna áplötu og það var nóg til þess að mik- il hreyfing kom á hljómsveit- irnar. Þá var ég í hljómsveit með gítarleikara og söngvara, sem hét Denny Lane, og við vorum aðallega með efni eins og „Cott- on Fields“ og svoleiðis. Og í annarri hljómsveit um það leyti voru þeir Ray Thomas, Mike Pinder og John Lodge. Við sameinuðumst í eina hljómsveit og kölluðum okkur „The M & B Five“, eftir bjór- verksmiðjunni frægu Mitchells & Butlers, í þeirri von að þeir myndu nota okkur eitthvað til að auglýsa okkur. Þeir gerðu það vitaskuld ekki og við vor- um eins og gefur að skilja hundóánægðir með nafnið. Þegar svo var komið töldum við okkur svo gott sem búna að vera, því satt að segja fanst okkur við of gamlir fyrir popp- ið. f þá daga gat maður ekki verið mikið meira en 22 ára, og okkur kom ekkert annað til hugar en að við værum á nið- urleið. Sú framtíð sem við sá- um okkur til handa var að við yrðum feitir, leiðinlegir og bjórþambandi „session“-menn. En þá komumst við í kynni við náunga sem vann fyrir Ridgepride, en það var fyrir- tæki sem var í einhverjum samböndum við Brian Epstein, sem þá var umboðsmaður Bítl- anna. Þeir tóku okkur, sendu okkur til rakara og breyttu nafni okkar til Moody Blues. Þeir vildu að við færum til London, en Johnny, bassaleik- arinn, gat ekki farið því hann var við nám. Þess í stað feng- um við, þar til Johnny var bú- inn í skólanum, Clint Walr- wick. Svo spiluðum við „Go Now“ inn á plötu og hún varð númer 1. Allt í einu lá heimurinn flat- ur fyrir fótum okkar og við vorum stjörnur. Auðvitað steig það okkur til höfuðs — og það beinustu leið. Og við lifðum það upp. Næt- urklúbbar, vín, kvenfólk, allt það sem við héldum að stjörn- ur ættu að hafa. Við sendum frá okkur nokkrar plötur í við- bót, en engin þeirra gerðilukku og smátt og smátt sukkum við á ný. Við vorum eitt af þessum „einnar-plötu-undrum“. Flestir „vinir“ okkar hurfu smátt og smátt og við urðum örlítið bitrir — en líka vitrari. Denny Laine hætti í hljóm- sveitinni; fannst við halda aft- ur af sér og á endanum hætti hljómsveitin Moody Blues að vera til. Þá setti ég trommusettið mitt á bakið og pantaði mér far með ferjunni til Frakklands. Hinir höfðu samþykkt að ég fengi að halda nafninu — þeim var nákvæmlega sama. Áætlun mín var að fara til Parísar, ráða með mér fjóra lágt borgaða franska músíkanta og ferðast um meginlandið. Nafn hljóm- sveitarinnar var ennþá sæmi- lega stórt þar, og ég sá að ég gæti grætt dálaglegast skilding áður en fólk gerði sér grein fyrír að það var að kaupa svikna vöru. En þá sagðist Ray vilja koma með mér, þar sem hann hefði ekkert annað að gera og áður en ég vissi af hafði Mike sagt upp í hljómsveitinni sem hann hafði verið kominn í og vildi koma með líka. Þetta fór auðvitað með þessa stórkostlegu hugmynd mína um að græða á fávísum megin- landsbúum, því það yrði held- ur lítið sem kæmi í minn hlut eftir að ég hafði skipt ágóðan- um 1 að minnsta kosti þrjá hluta. En, mér var ljós sú stað- reynd að þarna var kjami í góða hljómsveit. Og svo náðum við í Johnny, sem var búinn í skóla og kom- inn aftur út í hljómsveita- bransann — með lélegri hljóm- sveit. Hann var til í að vera með, og þá vantaði okkur bara gítarleikara sem gat sungið. Einhverjum datt í hug að setja auglýsingu í músíkblað og við völdum Justin Hayward út úr að minnsta kosti 50 umsækj- endum. f 12 mánuði þvældumst við um í sömu tvíhnepptu fötun- um og sungum „Go Now“ og fleiri útjöskuð og leiðinleg lög. Yfirleitt vorum við á slæmum 20 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.