Vikan - 25.03.1971, Side 22
Chelsham jarl hélt áfram að
segja frá systur sinni. — Þeg-
ar barnið var þriggja ára, lézt
Margaret og Tremayne, sem
sjálfur var sjúkur, ákvað að
koma barninu heim til Eng-
lands og fá hana fjölskyldu
sinni til umönnunar. Hann hélt
að meðan Cromwell hefði völd-
in, myndi ég ekki voga mér að
koma heim til Englands. Gullni
pardusinn brosti háðslega. —
Þar skjátlaðist honum.
— Þér fylgduð honum eftir?
Damaris stóð á öndinni.
— Já, ég vildi ekki að syst-
urdóttir mín væri alin upp hjá
puritönum og uppreisnarmönn-
um. Tremayne fór til Plymouth
og reið í norður í áttina til
Bideford og ég var á hælum
hans. Ég náði honum rétt hjá
Tavistock. Jarlinn fitlaði við
knipplingana á ermunum. Rödd
hans var hálf hikandi. — Ég
man að það var í lægð við stór-
an læk. Hestur hans hafði fall-
ið niður af þreytu og fleygt
honum af baki. Hann háls-
brotnaði.
Það varð dauðaþögn, þegar
kalda röddin þagnaði. A.ð lok-
um sagði Regina, óvenjulega
hávær: — En barnið?
Jarlinn leit á hana. — Barn-
ið var horfið, ungfrú Regina.
— É’g leitaði bæði þá og síðar
þegar ég kom heim til Eng-
lands með konunginum, en ég
fann hana ekki. Eg dró þá
ályktun að Tremayne hefði
komið dóttur sinni fyrir hjá
einhverju skyldfólki og svo
hugsað sér að sækja hana síð-
ar, þegar hann hefði hrist mig
af sér. Það varð andartaks
þögn, svo bætti hann við: —
Það var von mín að hann hefði
komið telpunni á góðan stað.
Nú er ég viss um að hann
gerði það.
Damaris skildi ekkert ennþá.
— Þetta er átakanleg saga,
herra minn, en það skýrir nú
ekki hvernig þessi næla komst
í eigu móður minnar.
Hann virti hana fyrir sér
með dularfullum svip. — Mér
var sagt að systir mín hefði
borið þessa nælu, þegar hún
flúði. Það er ekkert eðlilegra
en að hún hafi gengið í arf til
dóttur hennar og að hún hefði
verið fest í föt telpunnar, þeg-
ar hún var flutt til Englands,
eða finnst yður það ekki?
Damaris starði á hann og
bak við undrunina mátti greina
hræðslu. Hvað var það sem
Martin Farrancourt hafði sagt
rétt áður? „Segðu henni allan
sannleikann, Ralph, hún á rétt
á því!“ Hvað átti hann við með
því að segja að hún ætti rétt
á því? En svo flaug minning
frá æskuárunum í Plymouth í
gegnum huga hennar og það
var eins og hún heyrði Josiah
Barrow segja glaðlega við Kit:
„Það var daginn sem við hitt-
umst í Tavistock."
Hún sagði hratt, eins og til
að reka á brott þennan vax-
andi ótta: — Móðir mín átti
þessa nælu. Hún var í skart-
gripaskríninu hennar.
Chelsham sagði ekkert en
kinkaði aðeins kolli. Hún föln-
aði og hallaði sér aftur á bak
í stólnum. Regina stóð fyrir
aftan hana og hún greip um
hönd Jocelyns, málið tók á sig
einhvern ógnvekjandi blæ, en
rétt í því heyrðist hófadynur
nálgast húsið.
Martin stóð upp og gekk að
stólnum, sem Damaris sat í.
Hann lagði höndina blíðlega á
öxl hennar. — Barnið mitt, það
er ekki nokkrum vafa bundið.
Mér var þetta ljóst um leið og
ég sá þig, þá fannst mér ég
sjá systur mína ljóslifandi.
— Nei, hrópaði hún. —
Nei, það er ekki satt! Kit
myndi aldrei skrökva að mér!
Nei!
Nú heyrðust skrefin fyrir ut-
an nálgast og Kit stóð í dyrun-
um. Hann var þreytulegur og
náfölur og alls ekki neitt lík-
ur sigurvegara. ' Þegar hann
nam staðar á þröskuldinum,
hvíldu augu jarlsins rannsak-
andi á honum.
— Ég býst við að þér séuð
Brandon skipstjóri, sagði hann
lágt og það var greinilegt að
Kit hrökk við. — Leyfið mér
að kynna mig, ég er Ralph
Farrancourt, jarl af Chelsham.
Þessi kynning var óþörf, Kit
þekkti strax kaldan og hroka-
fullan svip jarlsins og röddina,
þótt hann hefði aðeins einu
sinni heyrt hana. Hann sá hvar
Damaris stóð, náföl. og titrandi
og honum varð ljóst að hann
hafði beðið of lengi með að
segja henni frá uppruna henn-
ar. Hjarta hans sló óþægilega
ört og hann þvingaði sjálfan
sig til að líta undan og gekk
hægum skrefum inn í stofuna.
— Það er mér mikill heiður,
herra minn, sagði hann með
hljómlausri rödd, kinkaði kolli
til Reginu og Jocelyn og reyndi
að draga það á langinn að líta
aftur á Damaris. Hún hafði
hvorki hreyft sig eða sagt
nokkurt orð, síðan hann kom
inn. Hann hugsaði til þess með
hryggð í huga að þetta væri í
fyrsta sinn, sem hún kæmi ekki
á móti honum með útbreiddan
faðminn. Þetta fullvissaði hann.
meira en nokkuð annað, um þá
gjá, sem nú var að myndast á
milli þeirra.
— Kit! Orðin komu að lok-
um, eins og ósjálfrátt. — Þeir
segja að þú.... Lengra komst
hún ekki, því að Chelsham tók
fram í fyrir henni.
— Brandon skipstjóri, ég
held að þér getið getið yður til
um það hvað hér hefur farið
fram. Málið hefur aðallega
fengið sannleiksgildi vegna
brjóstnælu, sem smíðuð var
eftir skjaldarmerki ættar minn-
ar, nælu, sem líklega er í yðar
vörzlu.
Kit hlustaði á hann, án þess
að taka fram í fyrir honum.
Hann reyndi að ná valdi á til-
finningum sínum, en árangurs-
laust. Honum fannst höfuð sitt
dofið, eins og eftir högg og
hann gat ekki hugsað um neitt
annað en Damaris og sorgina
sem skein úr augum hennar.
— Þetta er næla sem Mar-
garet systir mín átti, hélt hann
áfram með sinni tilfinninga-
lausu rödd, — og nælan gekk
í arf til dóttur hennar. Það
barn hvarf í Englandi fyrir
fimmtán árum síðan, Brandon
skipstjóri, en ég held að nú sé
það fundið.
Þegar hann lauk við setn-
inguna, leit Kit upp og augu
þeirra mættust. Augu aðals-
mannsins voru sigri hrósandi
og Kit sá að sú barátta, sem
hann hafði búið sig undir, var
töpuð áður en hún hófst. Hann
stakk höndinni hægt í brjóst-
vasann og tók næluna upp úr
honum og lagði hana á borðið
við hliðina á jarlinum. Með því
viðúrkenndi hann ósigur sinn.
Jarlinn stóð upp og leit á
Framhald á bls. 43.
22 VIKAN 12. TBL.