Vikan


Vikan - 25.03.1971, Side 25

Vikan - 25.03.1971, Side 25
„íslenzkur ballet er á mjög lágu stigi og ástandið hefur versnað undan- farin ár." „Ég kemst i örlítil vandræði þegar ég þarf allt í einu að fara að hugsa um ballet á íslenzku." mig mikið lengur, þá tekur það mig of langan tíma að vinna mig upp aftur. — En hvað æfir þú oft í viku? — Yfirleitt daglega nema hvað að einn dag i viku reyni ég að taka mér frí. Það er stundum sem ég æfi um helgar, og við sýnum yfirleitt um helgar í New York, en á þessu er ekki svo fasl form; atriðið er að við æfum helzt daglega, og sömu sögu er að segja um hina 80 dansarana. — Nú vinnur þú fyrir einn mesta kóreógraf í heimi, Balanchine: Hvernig maður er þetta og hvernig er að vinna fgrir hann? — Ég er nú ekki búinn að vera með New York City Ballet svo lengi, að ég þekki Balanchine vel persónu- lega, en liann er algjör stjórnandi og ræður öllu sem flokkurinn gerir. Það er yfirleitt svo í halletflokkum, að stjórnandinn Iiefur sér aðstoðarfólk sem sér um að leysa úr daglegum vandamálum og þess háttar; í staðinn sér stjórnandinn um að útvega flokknum ný verkefni og kóreógraferar, eða semur balletta. Balanchine gerir þetla allt. Hann ræður öllu og það er sama hvaða vafaatriði kemur upp, liann tekur ákvörðun og enginn annar. — Balanchine hefur sagt að ballet sé kona. Við hvað átti hann? Hclgi hló við. — Já, hann sagði það og liingað til lief- ur hanii aðallega samið balletta fyrir konuna. Það sem hann átti við var, að ballet væri fyrst og fremst list fyrir konuna, en nú hefur orðið einhver breyting á þessum viðliorfum hans, þvi hann er að gera meira úr karl- dönsurunum sem hann er með. Nú erum við til dæmis þrir nýir í flokknum, það er ég, ungur strákur frá Kon- unglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og annar frá Parisaróperunni, og mér hefur virzt það þannig, að ekki einungis hann, heldur og þeir sem skrifa um ballet, hafa fengið meiri áhuga á karldönsurunum i flokknum. Ef lil vill hefur ástæðan verið sú, að hann liefur aldrei haft nægilega góða karldansara, en það er staðreynd að þeir verða hetri og betri í New York City Ballet. En nú er sem sagt eitthvað að ske og ég gæti nefnt sem dæmi, að á æfingum hefur hann yfirleitt skipt hópnum í tvennt, karlar og konur i háðum hópum, en nú er hayn farinn að æfa karldansarana sér og það hefur hann aldrei gert áður. — Hvert er þá hlutfallið í flokknum? Eru fleiri kon- ur en karlar? Ilelgi ráðfærði sig við Marlene, konu sína, og komust þau að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að hlutfallið væri nokkuð jafnt. Þó væru kannski 10 fleiri konur af 82 dönsurum. — Nú er meðdansari þinn, Elisabeth Carroll, ekki föst við New York City Ballet; hvernig stendur þá á, að þið vinnið svona mikið saman? Á meðan blaðamaður Vikunnar var að tala við Helga fvlgdust þau Þessi mynd var tekin af þeim á meðan á viðtalinu stóð á heimili móður mæðgin með og Kristinn litli hermdi eftir Ijósmyndaranum. Helga og stjúpföður. 12. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.