Vikan


Vikan - 25.03.1971, Qupperneq 26

Vikan - 25.03.1971, Qupperneq 26
„Til aS semja balletta þarf aS koma eitthvaS innan frá. Löngun til aS segja eitthvaS . . ." — Við voruin saman i Harkness ballettinum í ein eða 8 ár, og hættum þar á sama tíma í síðastliðnum mai. Ég fór þá til Balanchine, margir dansarar fóru til Ev- rópu og aðrir voru hér og þar í Bandaríkjunum, en hún ákvað að taka sér einskonar frí, það er segja að ráða sig hvergi fast, því það er ákaflega erfitt að byrja á nýjan leik — eða hyrja i nýjum flokki, því maður verð- ur á vissan hátt að hyrja upp á nýtt þegar það gerist. Og þegar ég hef haft tíma hef ég dansað við hana og þó að hún sé eina konan sem ég hef dansað við fyrir utan flokkinn, þá hefur hún að sjálfsögðu dansað við marga aðra karldansara. — Hver semur eða kóreógraferar aðallega fyrir flokk- inn? — Það er náttúrlega fvrst og fremst Balanchine og svo Jerome RoCbbins- Jú, svo er þarna ungur dansari, John Clifford, sem hefur fengið mikil og góð tækifæri til að kóreógral'era, og þó hans verk séu ekki sérstak- lega góð, þá eru þau vel þess virði að vera sýnd. Það þarf ákaflega mikla þjálfun og hæfni til að kóreógraf- era, og í rauninni er það allt annar hlutur en að dansa, svo þó maður sé mjög góður dansari, þarf maður ekki endilega að geta kóreógraferað. Sjálfur hef ég aldrei gert það, nema spor og spor, og satt að segja hef ég aldrei haft neina löngun lil þcjss. Til að semja balletta þarf að koma eitlhvað innan frá, löngun til að segja eitthvað .. . — Jerome Robbins hefur sagt, að þú sért beztiu. Hvernig áhrif hafði það á þig? Helgi hló aftur, eins og hann gerir mikið, og til að hyrja með reyndi hann að snúa spurninguna af sér. — Ég veit ekkert hvort Jerome Rohbins hefur nokkurn tíma sagt þetta, sagði liann, og: — Hver segir að hann hafi sagt þetta? En svo komst hann ekki undan: — Jú, ég sá greinina og maður getur náttúrlega ekki hugsað sér hetra kompliment en að svona maður lýsi 26 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.