Vikan


Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 28

Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 28
FRAMHALDSSAGA EFTIR LENU WINTHER TÖLFTI HLUTI - SÖGULOK Smátt og smátt tók allt að ganga sinn vanagang á daginn. Hún var orðin róleg á yfirborðinu. Hún saumaði og prjónaði á barnið, en gerði það meir af skyldurækni en ánægju. Hún fann til sektar sinnar og óttaöist, að forsjónin mundi sjá til þess, að hún yrði að gjalda fyrir það, sem hún hafði gert... Börje Richardsson hafði legið í gröf sinni í næstum heilan mán- uíi, en samt var Mikaela enn miður sín vegna slyssins og hafði engan veginn jafnað sig eftir það. Hún hafði ekki slasazt neitt sem heitið gat; aðeins hlotið nokkrar skrámur og mar. Og ekkert hafði heldur komið fyrir barnið hennar. Hins vegar taldi hún sig ekki geta litið framan ! nokkurn mann, ekki einu sinni Ingvar og því síður móður hans. Hún lokaði sig inni og vildi ekki tala við neinn. Það var ekki fyrr en Lajla kom, sem hún fékkst til að tala um það, sem gerzt hafði og lá henni svo þungt á hjarta. Lajla var alltaf svo róleg og skilningsrík. Hún hafði skynjað allt frá fyrstu tíð, að eitthvað hafði gerzt í lífi Mika- elu áður fyrr, sem Börje vissi um, en hún reyndi sjálf að gleyma. Við Lajlu sagði hún: — Þetta var mér að kenna. Ef ég hefði hegðað mér eins og ég átti að gera .... Ef ég hefði sjálf reynt að hjálpa honum, , Ef ég hefði getað stöðvað blóðrás- ina upp á eigin spýtur, þá hefði hann ef til vill dáið.... — Þú gazt ekki gert meira en þú gerðir, sagði Lajla hughreyst- andi. — Fribergs, sá sem kom í bílnum fyrstur á slysstaðinn, furð- aði sig á því, að þú skyldir kom- ast upp á veginn, hvað þá að þér skyldi takast að ganga alla þessa leið. Og þú gleymir því, elsku Mikaela, að Börje ók alltaf mjög hratt og kæruleysislega. Hann hefði átt að aka miklu hægar, sérstaklega með tilliti til hálkunn- ar á veginum. Engum datt í hug að halda því fram, að þú eigir neina sök á því, sem gerðist. Þetta var dagsatt, sem Lajla sagði. Enginn varpaði hinni minnstu sök á Mikaelu, ekki einu sinni Ellen, sem enn var yfirkom- in af sorg vegna fráfalls manns hennar. Börje hafði verið henni allt, og hún syrgði hann takmarka- laust. En þegar hún fékk að vita, að Mikaela ætti von á barni, fyllt- ist hún nýjum þrótti. Öðru hverju fékk hún þó enn grátköst, en nú var það af því, að Börje mundi aldrei fá að sjá fyrsta barnabarn sitt. Ingvar bað hana um að tala ekki um slysið við Mikaelu. Hann var hræddur um, að það mundi skaða barnið, sem Mikaela átti von á. En Ellen datt ekki í hug að ásaka tengdadóttur sína fyrir neitt. Þvert á móti minntist hún oft á, hversu mikið hún dáðist að henni fyrir hugrekki hennar og dugn- að; að hún skyldi ein leggja af stað til að sækja hjálp, þótt allt væri orðið um seinan, þegar hún loksins barst. — En ég hefði getað reynt að binda sjálf strax um handlegg hans, sagði Mikaela eitt sinn. —■ Ef til vill hafa önnur meiðsli hans ekki verið hættuleg. Börje væri enn á lífi, ef ég hefði gert það, sem ég átti að gera. Þetta var það næsta, sem Mika- ela komst í því að viðurkenna sína sök á óhappinu. — Hvernig gazt þú vitað, hvað þú ættir að gera, elsku barn, sagði Ellen. — Auk þess fær enginn fköpum ráðið. Þegar stundin kem- ur, eru okkur allar bjargir bann- aðar. Ekki verður feigum forðað, segir máltækið. Og ekki má gleyma því, að þú fékkst mjög slæmt taugaáfall. Ingvar var á sama máli. Hann sagði það aftur og aftur, en samt fann hann, að hvorki orð hans né móður hans virtust hafa nein áhrif á Mikaelu. Hún virtist vera sannfærð um sök sina. Hún hlust- aði á þau og brosti ofurlítið til þeirra. En andlit hennar var gjör- breytt og sömuleiðis hegðun öll. Svipurinn var framandi og hún var jafnan þögul, — eins og lok- uð bók. Hún átti erfitt með að sofa á næturnar. Ingvar bað lækn- inn um svefnpillur handa henni, en hún vildi ekki taka þær. Hún gat ekki talað við neinn um það, sem gerzt hafði í raun og veru. Og hún gat heldur ekki sagt nein- um frá ástæðunni fyrir svefnleys- sínu; að hún þorði ekki að sofna af ótta við slæma drauma. Mar- tröð slæmrar samvizku elti hana. En það var aðeins á næturn- ar Smátt og smátt tók allt að ganga sinn vanagang á daginn. Hún var orðin róleg á yfirborð- inu, þótt enn væri hún fálátari en hún var áður. Hún saumaði og prjónaði á barnið, en gerði það meir af skyldurækni en ánægju. Ellen var miklu ánægð- ari yfir því sem hún prjónaði og saumaði á litla barnið en Mika- ela sjálf. Ekki einu sinni innrétt- ingarnar á nýja húsinu megnuðu að vekja þann áhuga hjá henni, sem hún hafði vænzt. Hún fann til sektar sinnar og óttaðist, að forsjónin mundi sjá til þess, að hún yrði að gjalda þess, sem hún hafði gert. Samt reyndi hún eftir mætti að gera sitt bezta til þess að Ingvar yrði ekki fyrir vonbrigðum. Lajla hjálpaði henni að kaupa húsgögn í nýja húsið, sem nú var senn fullbúið. Hún lagði mesta áherzlu á að gera barnaherbergið vel úr garði, hafa það bjart, litrikt og skemmtilegt. Lajla varð þó vör við, að viðhorf hennar til barns- ins var ekki eins og það átti að vera. Hún gat ekki merkt i fari hennar ósvikna gleði hinnar verð- andi móður. Hún reyndi ofur var- lega að ræða um þetta við hana: — Ertu hrædd, spurði hún. — Hefur einhver gert þig óttaslegna með sögusögnum um fósturlát eða eitthvað í þá áttina? Er það eitt- hvað slíkt, sem liggur á þér eins og mara? — Nei, ég er ekki hrædd, svar- aði Mikaela, án þess að líta fram- an ír Lajlt/. — Ég finn, að það er eitthvað rem er að. On ef þú ert hrædd, bá er það ekkert óveniulegt. Slíkt hendir oft konur, sérstakleoa þeg- ar þær eina von á fvr'ta barninu sínu. En nú er það ekki nærri eins erfitt oq var í aamla daoa. Nú er hæat að svæfa konur, ef illa gengur. — Oa begar éq vakna úr ?væf- inaf'nni. hvað sé éa bá? spurði AAikaela snöaat. Siðan andvarp- Framhcild á bls. 48. 28 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.