Vikan


Vikan - 25.03.1971, Qupperneq 31

Vikan - 25.03.1971, Qupperneq 31
CURT GOETZ Síðari hluti — Hún gat horft þannig á mig, að ég varð gersamlega vamarlaus. Og ef það dugði ekki, beitti hún blygðunarlaust öllum brögðum. Ofan á það bættist, að greif- inn af Hohenturm kom rúll- andi inn í salinn. Ég gerði hann að hamingjusamasta manni á jörðu, er ég kynnti hann fyrir Tatjönu. Gullhamr- arnir sem hann jós yfir Tatjönu komu svo beint frá hjartanu, að þessi veraldarvani aðalsL maður stamaði eins og biluð grammófonplata. Þegar hann fullvisgaði hana um, að hann hafi aldrei áður orðið eins djúpt, aldrei áður eins djúpt, aldrei áður eins djúpt snortinn eins og af An-, An-, Andantino hennar, þá fylltust augu Tat- jönu af tárum. Ekki af við- lcvæmni, herra minn, heldur af niðurbældum hlátri, því hún var skepna. Þegar hún sýndi fallegu spékoppana sína og bauð honum að setjast við borðið okkar, hefði hann ef- laust stokkið upp úr hjóla- stólnum sínum af hrifningu, ef hann hefði ekki verið mátt- laus frá mitti og niður á tær. Hann pantaði strax kampa- vín og hóf samræður á frönsku við Alexöndru. En augu hans hvíldu alltaf á Tatjönu. Það fór því miður ekki framhjá mér, herra minn, að litla Kleo- patra mín var sér þess vel með- vitandi, hvílík áhrif hún hafði á hann. „Um hvað eruð þér að hugsa?“ spurði hún mig allt í einu. Ég gat ekki sagt henni um hvað ég hefði verið að hugsa rétt í þessu. Ég hafði ver- ið að hugsa um það, að ef ég ætti mér ekki þegar hamingju- samt hjónaband og tvær dæt- ur, hefði ég sennilega kvænzt móður hennar til þess að eign- ast hana sem dóttur. Þó ekki væri nema til að geta flengt hana þegar hún hagaði sér gagnvart veslings gömlum mönnum eins og kisa í búðar- glugga. Að ég nú ekki tali um, hversu aðlaðandi hún var þessi Alexandra, sem hafði alið Tat- jönu þessa fyrir þrettán árum síðan. „Um hvað voruð þér að hugsa?“ endurtók Tatjana. „Að ég ætti að flengja þig.“ Það kom sigurglampi í augu hennar, þegar hún beygði höf- uðið aftur að greifanum, sem hvíslaði henni eitthvað í eyra. Eftir kvöldverðinn lék hljóm- sveitin danslög. É'g dansaði hægan vals við Tatjönu, sem sveif eins og andi í örmum mínum. t,Ef einhver gerir eitthvað sem er eiginlega ekki alveg heiðarlegt fyrir einhvern, þá hlýtur þessum að þykja mjög vænt um hinn, er ekki svo?“ spurði hún. „Það skyldi maður ætla,“ sagði ég. Nú fannst mér þessi andi ekki lengur vera alveg eins svifléttur í örmum mín- um. Klukkan var orðin margt Og farið að dofna yfir stemmning- unni, þegar greifinn bauð okk- ur að halda áfram í sínum hí- býlum. „Ekki nema ég megi taka með mér cellóið," sagði Tat- jana. Allir lýstu miklum fögnuði. Við risum úr sætum og sóttum celló Tatjönu. Greifinn hafði vistarvreur í herbergjasamstæðu, og hann var fyrirtaks gestgjafi. Hann brunaði í hjólastól sínum ur einu herbergi í annað með ofsahraða. „Heillandi — hún er heill- andi . . .“ hvíslaði hann að mér í hvert skipti sem hann brun- aði framhjá mér. Tatjana stóð við flygilinn og hagræddi nótum sínum. Þegar ég gekk til hennar, vísaði hún mér með fingrinum á grein í dagblaðinu B. Z. sem lá þar: „Snemma í morgun fundu starfsmenn Bolle-mjólkur- stöðvarinnar lík af pilti í lysti- garðinum í Sudwest Korso. -— Andlát hans mun hafa borið að a. m. k. tíu klukkustundum áð- ur. Dánarorsök er talin vera hjartaslag.“ Á meðan hún lét mig lesa, fór hún yfir til Dr. Schmidt. Þau beygðu sig yfir nóturnar og ræddu saman skamma stund. Tatjana hóf leik sinn. Og með fyrsta hljómnum gerði hún stofuna að kirkju. Það var það furðanlega við þessa telpu: Þetta áhrifavald. Henni tókst strax að hafa mann þar sem hún vildi. Ekki eftir svo og svo marga takta eða mínútur. Rétt sem snöggvast lauk Tat- jana upp augunum og leit framan í mig. Ég kinkaði kolli. Ég hafði skilið, að þetta átti að vera sálumessa fyrir litla sáluga vin hennar. Þegar verkinu lauk, þorði enginn að klappa. Síðan lék hún Ave Maria eftir Schubert, og að lokum — til þess að hita upp fingurna, eins og hún sagði — Tarantellu eftir Popper. í trillu-kaflanum mistókst henni ein trillan. í staðinn komu fram spékopparnir, og hún hneigði höfuðið lítillega, en það var miklu meira heillandi heldur en ef trillan hefði tek- izt. „Og nú verð ég að fara að sofa.“ Mæðgurnar kvöddu. Þar sem þær bjuggu þar á hótelinu, af- þökkuðu þær að fá fylgd. Við karlmennirnir sátum eftir og drukkum eina flösku af kampa- víni. Þegar ég var kominn út á götu og leitaði að bíllykli mínum í kápuvasanum, fann ég miða. Ég las hann undir götu- ljósi: „Ekki daðra við mömmu — Tatjana.“ Morguninn eftir fór ég snemma á ströndina og stakk mér í Eystrasaltið. Síðan lagð- ist ég á sandinn framan við körfustólinn minn og lét sólina þurrka mig. Ég var með lokuð augu. Ég veit ekki hve lengi ég hafði mókt þarna þegar eitthvað, sem ég skynjaði óljóst, fékk mig til að ljúka upp aug- unum. En þá horfði ég inn í músagrá augu Tatjönu. Hún lá andspænis mér á mag- anum í sandinum, og ég veit ekki hve lengi hún var búin að liggja og horfa á mig. Hún var risin upp við dogg og studdi sig við olnbogana með andlitið milli lófanna. Við horfðumst í augu um stund án þess að mæla orð. „Hvar er mamma þín?“ spurði ég. „í sjónum. Hvers vegna?“ „Því mig langar til að daðra við hana.“ 12. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.