Vikan


Vikan - 25.03.1971, Qupperneq 38

Vikan - 25.03.1971, Qupperneq 38
„Ég hef beðið góðan Guð að taka mig til sín, ef þú eigir ekki barnið,“ sagði hún. Þá faðmaði ég hana að mér eins fast og ég gat án þess að kremja hana, og talaði við hana: „Guð er algóður og alvitur. í góðleika sínum myndi hann ekki hlusta á þessa vitlausu bæn þína. Því að í alvizku sinni veit hann, að ég muni elska barnið þitt eins og eitt- hvað sem er heilagt. Því að það yrði þó alltaf þitt barn. Það gætirðu ekki svarið fyrir. Og hann veit líka að þú mund- ir elska það. Því að enda þótt ég ætti það ekki, þá hefði til- koma þess orðið þess valdandi að við kynntumst. Er það ekki nóg ástæða til að hægt sé að elska það?“ Þá lagði Tatjana armana um hálsinn á mér, en þeir voru ennþá ískaldir af næturloftinu. Með oddi annars brjóstsins snart hún hjarta mitt. Það var merki þess, að hún vildi hverfa til mín. Hlífið mér við að fara út í nákvæmar lýsingar á því, sem síðar gerðist. Morguninn eftir var Tatjana komin með óráð, svo að við gátum ekki haldið áfram ferð- inni. Um hádegið vissi ég, að það var lungnabólga. Um kvöld- ið sendum við eftir öðrum lækni. Og um morguninn eftir presti. Hann lét okkur takast í hendur og gaf okkur saman. Eg setti hringinn á fingurinn og hélt í litlu hönd hennar þar til ég fann, að hún var orðin köld. Þá leið yfir mig. Hann gat ekki haldið áfram. Hundurinn minn, Winnetou, hafði lagt hausinn á hné gests- ins míns og mændi á mig, hvort mér dytti ekkert í hug til þess að hughreysta hann. Nei, mér datt ekkert í hug. „Ég hef látið ösku Tatjönu í Memorial Park,“ hélt sögumað- ur minn áfram, „og hef ákveð- ið að ösku minni skuli verða blandað saman við hennar að mér dauðum. Kostnaðurinn við bálför mína er þegar greiddur. Eg hef gengið frá öllu í erfða- skrá minni. Það eina sem ég bið yður um, herra minn, er að þér sjáið um að síðasta ósk mín verði framkvæmd ná- kvæmlega.... “ „Já, það var þá ekki fleira, herra minn.“ Tveim vikum síðar fékk ég bréf: „Kæri vinur. Læknirinn hefur lofað mér því, að ég muni deyja í byrj- un næstu viku. Loksins! Að ég skuli ekki fyrir löngu síðan hafa svipt mig lífi stafar af því, að ég er ekki viss um að sjálfsmorðingjar komist á þann sama stað þar sem ástmey mín er. Tólf ára sjálfsafneitun er langur tíma, herra minn, en nú eru ekki einu sinni tólf dagar eftir. Verið þér því viðbúinn að láta setja syndugar leifar mínar í hreinsandi logann. Ég hefði gjarnan viljað heyra aftur Andante Bachs. Viljið þér leika það fyrir mig við þetta tækifæri. Þér þurfið ekki að fyrirverða yður. Það mun eng- inn heyra til yðar nema ég og Tatjana. Þér verðið einn við- staddur þessa litlu hátíð sem útfararfélagið sér um og ég hef þegar borgað. Daginn eftir ætl- ið þér að vera svo góður að blanda ösku okkar saman og setja krukkuna aftur á sinn stað. Lifið heill, kæri vinur. Og Guð launi yður skilning yðar á flónsku minni. Yðar hamingjusami Boris M.“ Á miðvikudaginn í vikunni á eftir lézt Boris Michailo- witsch Leventieff. Laugardaginn eftir átti sér stað þessi óvenjulega athöfn. Bekkirnir voru tómir, en kist- an var fallega skreytt. Ég lék Andante Bachs. Ég gerði feilnótu á sama stað og ég er vanur. Og ef Tatjana hefði heyrt það, myndi hún sennilega hafa hlegið sínum litla, djúpa, dillandi hlátri.... Síðan þrýsti ég á hnappinn eins og mér hafði verið sagt. Kistan fór af stað. Hlið brennsluofns- ins opnuðust eins og tveir armar. Daginn eftir kom ég til að blanda saman öskunni. Starfs- maður við bálstofuna aðstoðaði mig. f kapellunni rétt hjá hófst orgelleikur. En hljómurinn sem barst hingað var svo daufur, að erf- itt var að greina hvort verið væri að leika fyrir jarðarför eða brúðkaup. Það var sunnudagsmorgunn. ☆ Mlft PERSÖNULEGA ALIT,.. Framhald af hls. 21. Zeppelin. Annars finnst mér að þú ættir að fá fleiri þýddar greinar um Led Zeppelin (en ekki persónulegt álit) í þátt- inn. Og alls ekki troða Trúbrot í hann viku eftir viku (þó að þeir séu fínir), því ég vona að þú hafir þó vit til þess að vita að allir hafa ekki eins smekk og þú. Platan LZ 3 er alveg stórfín og ég er alls ekki ein um það álit. Það eru aðeins þessir sem þykjast vera „miklir“ sem eru svo miklir fábjánar að hafa ekki vit á lögunum á LZ 3! BLESS! Mjög óánægður lesandi og Led Zeppelin að- dáandi). P.S. Nafn mitt skiptir von- andi engu máli enda vil ég ekki persónulegt álit þitt á bréfinu. Eins og lesendur hafa vænt- anlega gert sér grein fyrir þá er súpan hér að framan bréf sem mér barst 1. marz síðast- liðinn. Strax vil ég taka fram, varðandi „pé-essið“ að nafnið skiptir mig ekki nokkru máli, en sú staðreynd að bréfritari (sem er eftir öllu að dæma kvenvera) ritar nafnlaus bréf, segir manni nægilega mikið um viðkomandi. Þá vil ég líka að það sé strax ljóst, að ég er langt í frá svekktur yfir þessu bréfi. Margt í því á við rök að styðj- ast, eins o’g til dæmis fullyrð- ingar dömunnar um Trúbrot, mitt persónulega álit og fleira. En einhvern veginn kemst ég ekki hjá því að fá á tilfinning- una að þetta sé hennar per- sónulega álit — þó hún sé ef til vill ekki ein um þær skoð- anir. Nokkrir hlutir þarfnast skýr- inga frá minni hendi og er sennilega gæfulegast að byrja á byrjuninni. Mér finnst per- sónulega „Led Zeppelin III" ekkert sérlega leiðinleg plata en mér finnst hún ekkert ofsa- lega skemmtileg. Það sem mér finnst að henni yfirhöfuð er að hún er (að mínum dómi) „yf- irpródúseruð", það er að segja: Hún er ekki ekta; of mikið er um tæknibrellur í upptökunni. Þá er gott að það komi fram að umrædd setning var ekki í greininni um Zappa „þegar hún barst mér (þér) í hend- ur“. Greinina skrifaði ég nefni- lega sjálfur, en hafði að vísu viðtalið, sem hnýtt var í end- ann, eftir nokkrum erlendum blöðum og magazínum. Þannig vinn ég mest allt það erlenda efni sem er í þættinum: safna upplýsingum úr öllum áttum og reyni svo að greina matinn frá moðinu. Ég veit það fullvel að það er töluvert um mínar persónu- legu skoðanir í þessum þætti og ég hef ekki hugsað mér að leggja það niður. Þetta er það blaðamennskuform sem ég hef trú á, þegar greint er frá hlut- um eins og þeim sem um ræð- ir, en fólk verður vitaskuld að gera sér grein fyrir því að þetta er mín persónulega skoð- un og mín persónulega skoðun þarf alls ekki alltaf að vera rétt. Lesendur mínir hljóta að gera sér grein fyrir því enda ætlast ég alls ekki til að allt sem ég segi sé gleypt og gilt tekið; það þætti mér slæmt. En varðandi títtnefnda setn- ingu í 8. tbl., þá tel ég nú að hún hafi á vissan hátt náð til- gangi sínum: Ég fékk einhver lífsmerki frá lesendum, og nú veit ég að allavega er til ein stelpa sem les þáttinn. Kinks fannst mér lélegir og „hefðu þeir bara neitáð að koma hingað“ hefði mér verið alveg nákvæmlega sama. Hafi einhverjir jákvæðir hlutir ver- jð gerðir af Kinks þegar þeir voru hér í haust, þá fóru þeir alveg fram hjá mér — og sjálf- sagt fleirum. Það sem ég skrifa skrifa ég frá mínum sjónarhóli en ekki einhvers annars, og má ég til dæmis spyrja þig: Hvernig þætti þér að ég skrif- aði svokallaða „hljómplötu- gagnrýni" eftir forskrift frá ömmu þinni? Varðandi það að ég troði Trúbroti í þáttinn „viku eftir viku“, þá langar mig að segja þetta: Það hefur alltaf verið markmiðið hjá mér að greina frá því sem merkast er hverju sinni. Um það verð ég sjálf- sagt að dæma sjálfur en allar uppástungur eru mjög vel þegnar. Nú hafa nær allir ís- lenzkir hljómlistarmenn viður- kennt að Trúbrot hefur haft gífurleg áhrif á það sem er að ske hér í poppinu og því tel ég að mér beri skylda til að fylgjast náið með þeim. Hitt er svo annað hvort mat mitt er alltaf rétt og vil ég ekkert fullyrða um það. En hefði ég ekki „vit til að vita að allir hafa ekki sama smekk“ og ég, þá léti ég mér ekki detta í hug annað en að vera með greinar um Bob Dylan og Spike Jones. Annars þætti mér ákaflega vænt um að heyra frá fleiri lesendum og skulu allar uppá- stungur teknar til athugunar. P.S. Þetta bréf er birt orð- rétt, en helztu stafsetningar" villumar eru leiðréttar! ☆ 38 VIKAN 12.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.