Vikan


Vikan - 25.03.1971, Page 46

Vikan - 25.03.1971, Page 46
Komið og skoðið úrvalið frá SOMMER Somvyl veggklæðníng, áferðar- falleg, endingargóð, hentar alls staðar. Taplflex gólfdúkur, sterkur, þaégilegur að ganga á. LITAVER Grensásvegi 22-24 símar 30280, 32262 Tapisom gólfteppi, einlit og mynztruð. Tapisom S-1000 og S-300 I Ibúðir, Tapisom Super 600 í skrifstofur, stigahús, skóla og veitingahús. Sommer teppin hafa alþjóðlegt vottorð um endingu. ÓTRÚLEGA STERK Síðan hafði hann ekki sýnt sig. Það hvarflaði að Reginu hvort Damaris hefði tekið eftir fjarveru hans, en hún gat al- drei merkt það og Regina þorði ekki að spyrja. Sjálf vissi Damaris ekki hvað hún hugsaði. Það var líkast því að hún lifði í einhverjum óraunverulegum heimi. Lífið gekk sinn vanagang í kringum hana, en hún tók engan þátt í því, og stundum fannst henni að það hefði verið góð lausn ef hún hefði fengið að deyja sjálf. Framhald í næsta blaði. FÚLK þyrstir ( AÐ SJA ■ ■. Framhald af bIs. 27. ur nú en áður, og það bendir til þess, að þeir sjái meira, skilji meira, og geri oftar og meiri samanburð. Ballet er í stöðugri framför, tækninni fleygir fram í honum sem öðru, og ég hef tekið eftir, að unglingar sem eru í skólan- um hjá Balanchine, hafa náð því sem við, á mínum aldri, kepptum að. Þau hafa náð þeirri tækni sem var okkar tak- mark í eina tíð og þó þau hafi ekki náð fullum þroska er allt hitt fyrir hendi. Ein aðaldans- mærin hjá Balanchine er til dæmis stúlka. sem ég hef mik- ið dansað við, aðeins 17 ára gömul, og þó hún sé þetta ung, þá sér maður svo greinilega, að þetta liggur svo vel fyrir henni, að það er nær ótrúlegt. —• Ég hjó eftir því áðan aS þú sagSir aS fleiri og fleiri vœru farnir að ,jkilja“ ballet. Geta þaö ekki allir? — Jú, sjálfsagt geta það all- ir, en það er spurning um hvort fólk gerir það. Ég veit til dæm- is ekki hversu margir eru í á- horfendasal sem gera sér grein fyrir því hversu mikil vinna er lögð í eitt lítið stökk, en eftir því sem fólk sér oftar ballet geri það sér betur grein fyrir því hvað er gott og hvað er ekki gott. Nú, svo eru fleiri en ballet- dansarar farnir að leggja stund á ballet. Bæði leikfimi- og skautafólk lærir nú ballet, víða um heim, til að fá fallegri hreyfingar, og gott dæmi um þetta er bandaríska skauta- drottningin Peggy Flemming. Hún hefur óvenjulega fallegar hreyfingar, sem stafar af því að hún æfir ballet. — Hvernig fannst þér mót- tökurnar hér heima þegar þú hafðir dansað hér? BœSi hjá almenningi, leikhúsgestum, og blaSadómum? — Mér fundust móttökurnar sérstaklega góðar. — Betri en þú bjóst við? — Ja, ég vissi eiginlega ekki við hverju ég átti að búast. Ég hef ekki dansað hér heima síð- an ég var strákur og í rauninni hugsaði ég lítið út í það hvernig móttökur ég fengi. En ég varð afskaplega ánægður með þær þegar þar að kom, og það sama er að segja um mótdansara minn, Elisabeth Carroll, hún var mjög hrifin og þótti þetta sérstaklega góðar móttökur. Nú, ég hef ekki séð alla blaðadóma, en hef verið að lesa þetta í dag, og... ja, jú jú, það er náttúr- lega ekki alltaf hægt að gera svo öllum líki. — Á hvaSa stigi finnst þér íslenzkur ballet, eftir þaS sem þú hefur séS af því sem var á sýningunum með þér? — Hann er á lágu stigi... — Mjög lágu? Hann hikaði: — Já, sagði hann svo, — mjög lágu. — Og hverju er um að kenna? — Ég held að það sé aðalat- riðið að hafa góða kennara, og ég er sannfærður um að ástand- ið var mun betra á meðan Bi- sted var hér. Ég er ekki ein- ungis sannfærður, heldur veit ég það. Það var dálítil þögn. Þessi síðustu orð voru sögð af mikl- um alvöruþunga og við vorum báðir að hugleiða þau. En svo tók Helgi aftur til máls: — í sambandi við það sem við vorum að tala um áðan, þetta með aukningu áhorfenda, þá held ég að þetta sé langt í frá að vera tízkufyrirbrigði. Eins og heimurinn er í dag — i öllum blöðum les maður um stríð og hörmungar og í út- varpi og sjónvarpi dynur þetta yfir mann stöðugt — þá held ég að fólk finni hjá sér æ meiri þörf til að fara í leikhús til að sjá eitthvað fallegt. Fólk getur slappað af og notið þess sem er fyrir augað og um leið kemst það út úr þessu daglega lífi sem er svo yfirhlaðið og spennt. — Nú hefur sá franski Bé- jart, sem er talinn einhver fremsti balletmeistari vorra daga, sagt að hann vilji vekja fólk til umhugsunar um þjóð- félagsleg vandamál, að fólk fan reitt út af sýningu hjá sér. Þú ert á álgjörlega öndverðum meiSi. — Já, alveg örugglega. Mér finnst orðið svo mikið um það að maður sé gerður reiður vegna nútímavandamála, að maður getur lika fengið. of mik- ið af því, því þá er hætt við að maður vilji ekki hlusta á það nokkurn tíma. Ef ég fer í leik- hús eða bíó, þá vil ég ekki fara til annars en að skemmta mér, to be entertained. Ef ég á að fara til að sjá það sem ég sé daglega á götunni og les um í blöðunum... til hvers? — Béjart hefur meira að segja sagt að hann vilji „sjokk- era“ fólk. — Já, ég sá sýningu hjá hon- um ekki alls fyrir löngu, því vitaskuld er mikið talað um hann, og ég hafði ekki séð flokkinn hans áður, og ef ég á að segja alveg eins og er, þá finnst mér hann ekki neitt sér- stakur. Béjart er að vísu númer eitt í Evrópu, en miðað við allt það sem hægt er að sjá í New York er hann tæplega í takt við tímann. Hann er framarlega í nútímaballet, en það eru marg- ir vestanhafs framar honum, þótt það sé kannski ekki í Ev- rópu. New York City Ballet er álit- inn bezti ballet í Bandarikjun- um og berst um efsta sæti heims við þann sovézka Bolshoi. í New York kemur ekki nema einn ballet til greina, ef einhver seg- ir við annart að hann ætli „á balletinn í kvöld“ þá er það New York City Ballet. Eins og fram hefur komið þá er stjórnandi hans George Balanchine, af rússneskum ættum og álitinn mesti balletmeistari nútímans. Wall Street Journal lýsti þvi nýlega yfir að frægð ballettsins væru fyrst og fremst Balan- chine að þakka og við spurðum Helga hvort hann væri sam- mála: — Já, algjörlega. Kóreógrafía 46 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.