Vikan


Vikan - 29.04.1971, Síða 46

Vikan - 29.04.1971, Síða 46
Notið INNOXA og njótið lífsins Sérfræðingar hjá INNOXA eru sífellt að Jeita að nýjungum, sem gætu aukið sjálfstraust og vellíðan allra kvenna. Þetta hefur ávallt sett INNOXA vörur feti framar f gæðum. Ein þessara nýjunga er AMALENE. Amalene er jurtaefni, — sérstakt rakaefni fyrir húðina. Amalene er aðeins x INNOXA vörum. Það er ekki éinungis Amalene, sem gerir INNOXA snyrtivörur eftirsóknarverðar. INNOXA er gætt þeim eiginleikum, að konur sem nota INNOXA njóta lífsins. Betri meðmæli eru ekki til. Clean Face: Krem í stað sápu. Tender touch: Græðandi næringarkrem. Tissue Cream: Kælandi krem fyrir þurra húð. Skin Balm: Varnarkrem gegn veðri og vindum. One & All: Mýkjandi handáburður. Kynnist úrvalinu hjá INNOXA. INNOXA Eykur yndisþokkann. hæfilegri fjarlægð. Svo fór hann á annað veitingahús og sat þar lengi; vissi ekki hvað gera skyldi. Að lokum ók hann heim. Mér er skapi næst að trúa honum, en á hinn bóg- inn.... En á hinn bóginn gæti hann hafa logið. Á hinn bóginn hafði hann sagt lögreglunni aðra sögu. — En Mike hefði aldrei skilið skammbyssuna mína eft- ir, sagði ég. — Honum hefði hlotið að vera ljóst, að það mundi leiða gruninn að mér. —• Þar er ég á sama máli, en lögreglan virðist á annarri skoðun. Við ókum út úr miðborg- inni inn í hverfi með gömlum húsum og mjóum götum. — ÍSg var búinn að mæla mér mót við Brannigan hér, sagði Bill þegar leigubíllinn stanzaði fyrir framan þýzkt kaffihús. Við fórum inn og settumst við borð innst. John pantaði kaffi. — Pat, sagði hann. — Hefur þú hugsað út í að verið getur að morðinginn hafi markvisst reynt að láta gruninn falla á Þig? — Hvernig þá? — Mér sýnist allt benda til þess, sagði hann. — John var skotinn með skammbyssunni þinni. Þú varst stödd í húsinu. En enginn vissi að þú ætlaðir til Johns . . . að minnsta kosti hefur enginn viðurkennt að hafa vitað það. Og svo þetta sem gerðist í nótt. Hann leit á mig. — Það má ekki endurtaka sig, Pat. Ef þú ert í hættu.... Hann þagnaði, og munnurinn varð að mjóu striki. — Hvers vegna skyldi ég vera í hættu? spurði ég. •— Enginn getur hagnazt á því að myrða mig. En einhver hafði reynt það samt sem áður. Þjónustustúlka kom með kaffið. — Hverjir vissu að þú ætl- aðir til Johns? — Enginn, sagði ég. — Eve- rett og Rosie vissu að ég hafði töskurnar með útbúnaðinum í þvottaherberginu, og þau hafa kannski minnzt á það við John. — Hvað um Mike? — Hann hlýtur að hafa séð að ég hafði ekki með mér tösk- urnar, þegar hann sótti mig á stöðvarvagninum eftir að ég hafði klippt Harpo. Bill . . . getur það hafa verið Jimmy? — Það held ég ekki. Þegar allt kemur til alls hafði hann enga ástæðu til þess. Ef hann hafði áhuga á peningunum, hefði hann getað kvænzt Su- gar. Hjónabönd verða að telj- ast áhættuminni en morð. Og hefði hann verið verulega illa blankur, hefði John hjálpað honum. Það gerði hann alltaf. — Kannski hann hafi neitað í þetta sinn. Eg hafði þaulhugs- að málið um nóttina. — Kann- ski Sugar hafi látið hann hafa lykil að íbúðinni þegar þau voru trúlofuð. Hann gat hafa læst sig inni og... . Bill tók um hönd hennar og þrýsti þétt. — Drekktu nú kaffið þitt, Pat. Ekkert alvar- legt gerðist, og svona nokkuð skal ekki koma fyrir aftur. Ég rétti úr mér. — Bill! Heldur þú að Jimmy hafi get- að verið afbrýðisamur gagn- vart John? Hann varð undrandi á svip. — Vegna Sugar, áttu við? — Hann var mikið með Su- gar . . . jafnvel eftir að þau slitu trúlofuninni. Kannski hefur hann viljað fá hana aft- ur, en að hún hafi tekið John framyfir? —- E'g held ekki að afbrýði hafi verið ástæðan, sagði Bill hægt. Það leiddi huga minn að öðrum möguleika. — Hvað um manninn hennar? hrökk upp úr mér. — Mann Edith Sales, á ég við? Hann hugsaði sig um. —- Nei, mér finnst það ósennilegt, en að vísu vitum við ekkert um herra Sales. Hann leit upp og veifaði. — Og þarna kemur Brannigan. Brannigan virtist dálítið óstyrkur, en hann settist, þáði bjór og lýsti sig viljugan að svara spurningum Bills. — É'g skal segja alveg eins og er, Ransome læknir. Ég hef séð ungfrú Bennet margoft... án þess að hún hafi vitað, og ég held ekki að hún hafi myrt hann. Hún hefur allar likur á móti sér. Enginn annar var í húsinu, en. . . . Hann drakk drjúgan teyg af freyðandi vökvanum í glasinu, sem sett var fyrir hann. — Hvernig fenguð þér Wil- kinson til að sleppa ungfrú Bennet eftir að hann hafði handtekið hana? spurði Bill. — Hvað sögðuð þér við hann? Brannigan þurrkaði sér um munninn. — Það var það, sem ég hafði hugsað mér að segja yður. Einhver hringdi nefni- lega til mín rétt áður en ég lagði af stað í eftirlitsferðina og bað mig að láta ekki bregð- ast að líta inn hjá Ransome um níuleytið. Og það gerði ég, og þá var hún þar, og Ransome skotinn. Ég sagði yfirlögreglu- þjóninum frá hringingunni. 46 VIKAN 17. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.