Vikan


Vikan - 29.04.1971, Side 48

Vikan - 29.04.1971, Side 48
Settur úr landsliðinu Verður „Satan“ líflátinn Upphaflega var búizt við að réttarhöldin yfir Charles Man- son myndu taka um 3 mánuði, en honum tókst — með aðstoð áhangenda sinna — að fram- lengja þau í nær heilt ár. A þessum tíma var mikið skrifað um réttarhöldin og margar myndir birtar af þessum sturl- aða manni. Þegar réttarhöldin hófust, skömmu eftir handtöku hans, var Manson síðhærður og líktist helzt spámanni, enda nefndi hann sig þá Skrattann í einu orði og Krist í því næsta. Lengi vel hallaði hann sér að síðarnefnda nafninu, en nú hefur hann alveg snúið við því bakinu og kallar sig einfald- lega Djöfulinn. í samræmi við það hefur hann látið klippa hár sitt og sagði nýlega að hann væri með stutt hár vegna þess að hann væri Djöfullinn og sá ágæti maður hefði alltaf verið með stutt hár. Sam- kvæmt myndum var veslings maðurinn þó ólíkt gæfulegri með allt hárið; svona nakinn virðist djöfulskapur hans mun greinilegri. En nú er spurningin hvort Manson verður líflátinn ásamt þremur meðsekum kvinnum sínum, þeim Susan Atkins, Pat Krenwinkel og Leslie van Houten. Engri dauðarefsingu hefur verið fullnægt í Banda- ríkjunum síðan þann 2. júní árið 1967, þegar morðingi að nafni Louis Monge var drep- inn í gasklefanum í ríkisfang- elsi í Colorado. í dag bíða auk þeirra fjögurra 620 fangar dauða síns í fangelsum víðs vegar um Bandaríkin, en dauða- refsing er í gildi í 41 ríki; að- eins 9 hafa afnumið þá fornu reglu: auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. ☆ geturöu botnað? Enn er fremur dræm þátttaka í páskafyrripörtunum, en reyndar ekki langur tími, síðan þeim var hleypt af stokkunum. Við ítrekum þá enn, en þeir hljóðuðu svo: Ymsir stunda úfinn sjó, en aðrir kellu sína. Geirfugl vildu gjarnan kaupa, góðir, sannir Islendingar. Leikmaðurinn frægi úr West Ham og um leið fyrirliði brezka landsliðsins í knattspyrnu, Bob- by Moore, var nýlega settur í þriggja leikja keppnisbann vegna þess að hann sást á næt- urklúbb í Blackpool daginn fyrir mikilvægan leik. Og ekki nóg með það, heldur setti ein- valdurinn, Sir Alf Ramsey, hann út úr landsliðinu þegar 16 leikmenn voru valdir til að fara til Möltu til að leika í Evrópubikarleik. Moore kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir 9 árum, 1962, og hefur leikið 85 landsleiki. ☆ Nixon hættur að nota brilljantín Þeir sem taka virkan þátt í samkvæmislífinu í Washington eru í fýlu og hafa verið það síðan Ríkharður Nixon varð forseti þess lands. Er hann álitinn ákaflega leiðinlegur maður að sögn, enda tæplega skilyrði fyrir menn að vera skemmtilegir til að vera góðir forsetar. En það sem átt er við með fýlunni er að það eru ekki oft haldin partý í Hvíta hús- inu í þessari forsetatíð — þó svo að blaðafulltrúi forsetans haldi því fram að Nixon-hjón- in hafi haft um 13.000 gesti til hádegisverðar síðan þau fluttu inn. Þá er því líka haldið fram að partý Nixons, þau fáu sem haldin eru, séu ákaflega leið- inleg og hafi aldeilis verið meira gaman á þeim tíma sem Kennedy og Johnson voru for- setar. En Nixon er að yngja sig upp, hefur fengið sér nýjan skraddara og nýjan rakara, sem hefur látið forsetanum vaxa sér stutta barta og er hættur að nota brilljantín. Kragahornin á jökkum hans hafa verið breikkuð og bind- in sömuleiðis um leið og þau hafa verið gerð skraut- legri. Eina sögu lásum við nýlega í mjög virtu bandarísku blaði, og stöndumst ekki freistinguna að láta hana fylgja með. Það skeði einhvers staðar að lög- regluþjónn á mótorhjóli, sem var í fylgd með bílalest for- setans, datt og hlaut opið fót- brot. Forsetinn vildi sýna nær- gætni og lét því stöðva bifreið sína og laut yfir manninn til að tala lítið eitt við hann. Fyrst spurði hann um líðan hans og þar fram eftir götunum en þeg- ar það var búið vissi hann greinilega ekkert hvað hann átti að segja næst, því hann spurði eftir töluverða þögn: „Hvernig kanntu við starfið?“! ☆ 48 VIKAN 17. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.