Vikan - 02.12.1971, Síða 25
austur af Færeyjum. Þegar loks
golaði, kom hann enn á vestan,
en nú ákvað Einar að fara til
Þórshafnar og taka matvæli til
viðbótar. Þeir slöguðu upp und-
ir eyjarnar og tólf tímum eftir
að hvessti, grillti I suðurodda
Nólseyjar. Þeir fækkuðu segl-
um og tóku suðurslag, unz kom-
ið var undir Sandey. Þá var lagt
yfir og stefna tekin í sundið
milli Straumeyjar og Nólseyjar
og siglt með bakborðshálsi. Þeir
náðu inn í sundið og slöguðu
sig áfram inn til Þórshafnar og
lögðust þar, yztir skipa. Þótt
veðrið væri slæmt, kom von
bráðar bátur frá Nólsey mann-
aður sjö mönnum. Þar var kom-
inn hafnsögumaður og vildi
taka Eos inn á höfnina I Þórs-
höfn. Einar taldi það varla vog-
andi í slíku veðri, einkum þar
sem skipið væri þungt í vöfum.
Lóðsinn frá Nólsey sagðist nú
halda, að hann væri vanur að
meðhöndla hvaða skip sem væri
og mundi eiga létt með að koma
Eos inn. Þeir léttu og settu upp
segl. Þeir voru komnir inn und-
ir höfnina, þegar skipið neitaði
vendingu og sló í baksegl.
Gamli Eos fékkst ekki yfir stag
hvernig sem að var farið. Með-
an á þessu stóð hafði enn hvesst,
og þeir urðu að leggjast á ný,
en nú nokkru utar en áður.
Vegna roksins komust lóðsinn
og menn hans ekki til Nólseyj-
ar og héldu kyrru fyrir um borð
í Eos yfir nóttina. Daginn eftir
var veður betra og þeir á Eos
fóru í land á skipsbátnum og
sóttu vistir. Um kvöldið var
akkeri létt og haldið af stað í
austan kalda. Öll segl voru sett
um og siglt suður með Straums-
ey. Einar ákvað að sigla sundið
milli Straumseyjar og Sandeyj-
ar, og allt gekk vel í fyrstu, en
í miðju sundinu lygndi, og nú
tók austurfallið skipið og bar
það austur fyrir eyjarnar.
Lognið hélzt og straumurinn
bar Eos fram og aftur um sund-
in; inn á milli Sandeyjar og
Stóra Dímons og aftur út á haf;
inn milli Dímonanna og enn
síðar inn á milli Litla Dímons
og Suðureyjar. Þar munaði litlu
að skipið lenti upp á klettum,
en þegar verst leit út rann á
suðaustan gola og nú biðu þeir
á Eos ekki boðanna; tjölduðu
hverju segli, og hættunni var
bægt frá. Nú mátti segja, að
Eos heí'ði fengið óskabyr. Golu
beint á eftir sem óx er frá leið.
Brátt var kominn stormur og
hann í það hvassasta sem skip
og full segl þoldu. En þeir voru
orðnir þreyttir á logni og and-
byr og létu seglin standa. Á
þessari siglingu náði gamli Eos
methraða í þessari ferð. Hann
loggaði níu mílur á klukku-
stund. Þeim skilaði því vel
áfram þessi dægrin. Svo lygndi
og áður en varði skall á norð-
austan hvassviðri. Þeir settu
upp stormsegl og slögðu á móti
því veðrið var beint í hnífilinn.
Loks sáu þeir ísland. Þótt sum-
ar væri. var landsýnin kalsaleg.
Rokmökkur yfir landinu og
kembdi suður af jöklunum. En
áfram slagaði Eos og um síðir
gekk norðanáttln niður, og þeir
lágu einn dag í logni í Eyja-
fjallasjónum. Síðan rann á byr,
það kaldaði af austri og Einar
retti stefnuna vestur um með
Stórhöfða á stjórnborða. Aust-
anáttin hélzt gegnum húllið og
fyrir Reykjanes og Miðnes. Eos
slagaði fyrir Garðskaga og inn
Bugtina. Og inn á Hafnarfjarð-
arhöfn sigldi Eos aðfaranótt 31.
ágúst, nákvæmlega 40 sólar-
hringum eftir að skipið lagði af
stað frá Halmstad.
Strax eftir komu skipsins
hófst afferming. Megninu af
timbrinu var skipað upp í Hafn-
arfirði, enda eign Jóhannesar
Reykdal. Hálfri annarri viku
síðar var skipinu siglt til
Reykjavíkur og þar var skipað
upp 90 standördum af timbri,
sem timburverzlunin Björk átti.
Síðan aftur til Hafnarfjarðar,
þar sem Eos var settur upp í
sand til botnhreinsunar. Þá kom
í ljós hvað olli gangtregðu
skipsins á heimleiðinni. Neðan
á botni þess var auk allskyns
sjávargróðurs mikið af stórum
skeljum, aðallega krækling.
Hafnfirðingar, sem stunduðu
róðra, hirtu kræklinginn og
hann entist þeim í beitu í lang-
an tíma. Margir komu um borð
og skoðuðu skipið. Einn danski
hásetinn átti hvitar kanínur,
sem hann gaf Þórarni syni Jó-
hannesar Reykdal.
Nokkru eftir þetta var skips-
höfnin afskráð og Einar Jónas-
son lét þar með af skipsstjórn.
Skipinu var lagt við akkeri á
Hafnarfjarðarhöfn og unnið við
lagfæringar og viðgerðir.
Nokkru síðar var nýr skipstjóri
ráðinn á Eos. Hann hét Davíð
Gíslason, Barðstrendingur að
ætt og uppruna. Davíð hafði
verið skútumaður frá unglings-
aldfi og þaulvanur seglskipa-
maður. Hann útskrifaðist úr
Stýrimannaskóla íslands 1915.
1. stýrimaður var skráður Björn
Árnason frá Móum, 2. stýrimað-
ur var Gerhart Poulsen. Hann
var danskur að þjóðerni; hafði
verið stýrimaður á danskri
skútu sem var í Grænlands-
siglingum. Er skútan lá úti á
Patreksfirði en skipstjórinn í
landi og Poulsen stýrimaður á
vakt, kom togari og sigldi á
skútuna aftanverða og braut
hekkið verulega. Togarinn hélt
á braut við svo búið, og þar
sem skyggni var slæmt náðist
hvorki nafn hans né númer.
Þetta líkaði skipstjóra svo illa,
að hann rak Foulsen í land.
Gerhart Poulsen var 24 ára,
glæsimenni og afbragðs sjó-
maður. Hann átti sextant og
kíki og fleiri góða gripi, sem á
þeim tímum voru fáséðir.
Á heimieiðinni til fslands
hafði komið í ljós, að fremsta
mastrið í Eos var lélegt. Við
nánari athugun kom í Ijós, að
undirmastrið var ónýtt. Nú
voru góð ráð dýr. Tveir menn
sem ráku seglaverkstæði í
Reykjavík voru fengnir til og
með þeim ungur maður, Óskar
S. Ólafsson. Hann hafði undan-
farin tvö ár verið á björgunar-
skioinu Geir. Nokkru áður hafði
seglskipið Ása, eign Duus-verzl-
unar, strandað við Miðnes.
Stórmastrið úr strandinu var nú
fengið og reyndist það vel not-
hæft. Meðan á þessari vinnu
stóð, voru fleiri menn ráðnir á
Eos: Jón S. Ólafsson, Ólafur P.
Ólafsson frá Akranesi, Kristján
Gíslason og Guðjón Finnboga-
son. Hanh var Vestfirðingur og
þaulvanur seglskipamaður;
hafði verið á skútum og síðar
í siglingum með Dönum. Hann
var 22 ára. Óskar S. Ólafsson
var 20 ára og Sigurður Marías-
son, matsveinn frá ísafirði, var
26 ára. Allt voru þetta ungir
menn og vaskir. Meðan á bún-
aði Eos til siglingar stóð, var
stofnað hlutafélag um skipið.
Það var stofnað 2. janúar 1920
og bar nafn skipsins. Stjórnar-
formaður I félaginu var Lárus
Fjelsted, en meðal eigenda voru
Geir Thorsteinson, Zimsen og
Jóhannes Reykdal, sem sá um
rekstur skipsins og var aðal-
eigandi.
Meðan vinna við Eos fór fram
lá skipið útá Hafnarfirði. Þar
sem ekki fékkst flutningur í
það til útlanda, var ákveðið að
taka seglfestu og það þá fært
að bryggjunni. Nú var tekið til
við að aka hraungrýti úr Hafn-
arfjarðarhrauni um borð. Nýja
mastrið var komið á sinn stað
og reiði var settur upp og
strengdur; rár heistar og segl-
um slegið undir. Um miðjan
janúar 1920 mátti heita, að
skipið væri ferðbúið og ákveðið
að það sigldi til Halmstad til
þess að sækja timburfarm.
Mánudaginn 19. janúar var
Eos ferðbúinn. Um kl. 17.00
voru landfestar leystar. Vél-
bátur hafði verið fenginn til
þess að draga skipið út úr höfn-
inni. Skipshöfnin var önnum
kafin. Hæg norðanátt var á;
þægilegur byr í upphafi ferðar.
Við baujuna sleppti báturinn
dráttartauginni, flest segl voru
komin upp og Eos seig nú fyrir
hægum byr vestur flóann. Allt
gekk vel £ byrjun.
Leiðið hélzt fyrir Garðskaga
og Reykjanes og skipið fór vel
undir. Fengu þeir góðan byr
gæti ferðin til Sviþjóðar orðið
fljót á léttu skipi og hreinu £
botninn. Mannaíbúðimar voru
frammi i Eos, heldur þröngar
og gamaldags. Eldhús var á þil-
fari aftan við fremsta mastrið.
Káeta skipstjóra og stýrimanna
var aftur í. Skipið var borðhátt,
þar sem aðeins seglfesta var i
lestunum. Aftur á var vind-
myllán tengd aðallensidælunni.
Hún myndi spara mikla vinnu
og erfiði. Daginn eftir að þeir
.lögðu frá landi, 20 janúar sáu
skipverjar á Eos að veðrabrigði
voru í vændum. Davíð skin-
stjóri lét rifa segl og ganga frá
Framhald á bls. 94.
48. TBL. VIKAN 25