Vikan


Vikan - 02.12.1971, Síða 95

Vikan - 02.12.1971, Síða 95
Til jiólagfafa K enwootf uppþvottavélin gerir yður Ijóst i aitt skipti fyrir öll að uppþvottavél er ekki lúxus, heldur nauðsyn og mikil heimilishjálp, sem lóttir húsmóðurinni loiðin- legasta og timafrekasta eldhúsvorkið. Kenwood uppþvottavilin tokur fullkominn borðbúnað fyrir 6. Kenwood upp- þvottavélina er hœgt að staðsotja i hvaða eldhúsi sem er: Fristandandi, byggða eða festa upp á vogg. JKenwood er og verður óskadraumur allra húsmaðra. —' gerir allt nema að elda. enwood Kenwood Chef cr allt annaS og miklu meira en venjuleg hrœrivél Engin önnur hrœrivél býður upp á jafn marga kosti og jafn mörp hjálpartaeki, sem tengd eru beint á vélina með einu handtaki. Kenwood Chef hrærivélinni fylgir: skál, hrærari, hnoðari, sleikja og mynriskreytt leiðbeiningabók Atik þess eru fáanleg m.a.: grænmetis- og ávaxtakvórn, hakkavél, kartöfluhýðari, grænmotis- og ávaxtarifjérn, riósahnifur, baunahnifur og afhýðari, þrýstisigti. safapressa, kaffikvörn og hraðgeng ávaxta- losar yður við allt erfiðið Engar erfiðar' stöður við rekstri. Kenwood strau- straúborðið. Þér setjist vélin er með 61 cm valsi, við Kenwood strauvélina fótstýrð og þér getið slappið af og látið hana pressað buxur, stífað vinna allt erfiðið. — Ken- skyrtur og gengið frá wood strauvélin er auð- öllum þvotti eins og full- vcld í notkun og ódýr i korninn fagmaður. Yður eru frjálsar hendur við val og vinnu. HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Simi 21240 hafði ásamt fleiri togaraskip- stjórum ákveðið að halda sjó þótt hann væri hvass í stað þess að leita í var undir Eyjar. Eftir að suðvestan stormurinn skall á, hafði skipverji á vakt séð neyðarmerki frá skipi ískyggi- lega nærri landi. Nielsen skip- stjóri hélt strax á staðinn og kom að Eos um kl. 6.00 að morgni. Ennþá var dimmt og Nielsen ákvað að sjá hverju fram yndi. Hann hugleiddi möguleikann á að fara til Vest- mannaeyja og láta vita um, hvernig komið væri. Hann vissi einnig að björgunarskipið Geir var þar í höfn. Við nánari at- hugun sá hann, að slíkt var ekki mögulegt. Barkskipið yrði komið upp í brimgarðinn, aður en hann væri hálfnaður til Eyja. Hann treysti sér hinsveg- ar ekki til að taka skipið í tog í slíku veðri. Eina vonin var ef hægt væri að bjarga mönnun- um. Skipsbáturinn á Eos hafði brotnað í ofviðrinu. Þegar bjart var orðið sigldi Mary A. John- son inn fyrir Eos og hafði bark- inn til kuls. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Það var vissulega uppörvandi fyrir þá á Eos að hafa togarann þarna rétt hjá. Nú var ekkert annað að gera en bíða þess sem verða vildi og að birti. Guðjón fór niður og lét í sjópoka sinn allt sem hann hafði meðferðis af fötum; hélt síðan á pokanum upp á þilfar. Þegar togarinn sigldi til hlés, tóku þeir á barkskipinu blikk- dunk, bundu í hann línu og köstuðu fyrir borð. Stormurinn hreif dunkinn, og skipsmenn á Mary A. Johnson náðu honum auðveldlega. Þeir hnýttu kaðli í línuna, sem þeir á Eos drógu aftur um borð. Lífbátur togar- ans stóð á afturþilfarinu. Hann var nú sjósettur, og þeir á Eos byrjuðu að draga hann að skip- inu. Hér varð að fara að öllu með gát. Enn var stórsjór og skipið kastaðist til og frá. Brotnaði báturinn var lítil von um björgun. Á meðan á þessu stóð hafði togarinn siglt til kuls við barkskipið og togaramenn reyndu að lægja öldurnar með því að hella olíu í sjóinn. Þeir á Eos lögðu kaðalstiga út á síð- una og drógu bátinn þar að. Skipið valt mjög, en mennirnir fóru um borð í bátinn hver af öðrum, síðastur Davíð Gíslason skipstjóri. En allt í einu sá skin- stjóri, að dagbók skipsins hafði orðið eftir um borð. Guðjón Finnbogason snaraðist í kaðal- stigann, sem ennþá hékk út af lunningunni. Hann komst um borð, náði í dagbókina og komst aftur í bátinn. Óskar skar á íangalínuna og nú réru þeir áleiðis að togaranum, sem aft- ur hafði fært sig til hlés. Þegar þeir voru að leggja frá, tók Eos mikla veltu sem nærri hafði hvolft bátnum. En hér fór bet- ur en á horfðist og þeir komust um síðir klakklaust að togaran- um, þar sem margar styrkar hendur tóku á móti þeim. Þeir húkkuðu í bátinn og hífðu hann upp á lunninguna. Sjópokinn með fötunum hans Guðjóns lá í kjalsoginu og nú vóg hann salt á þóftu. Guðjón stökk til og tókst að grípa hann á síðustu stundu. En ekki voru allir svona heppnir. Flestir aðrjr töpuðu öllu sínu. Þeirra á meðal var Poulsen stýrimaður. Hann tap- aði öllum sínum góðu munum. Þeim var vel tekið um borð í togaranum Mary A. Johnson. Rétt eftir að mennirnir fóru frá borði tók Eos niðri og þeir sáu rár brotna og hrynja niður. Ðavíð skipstjóra var mikið í mun að fara ekki af staðnum ef svo ólíklega skyldi vilja til, að hann breytti um vindátt og hægt yrði að bjarga skipinu. En örlögin höfðu ekki ákveðið barkskipinu Eos lengri lífdaga og um kl. 16.00 um daginn barst hann upp í brimgarðinn, þar sem hinn ógnvekjandi hramm- ur holskeflanna molaði þetta gamla en sterkbyggða skip. Þegar svo var komið sáu þeir um borð í togaranum, að til- gangslaust var að bíða og Niel- sen skipstjóri setti á ferð fyrir Reykjanes og til Reykjavíkur. Drengirnir á Eyrarbakka og Stokkseyri stóðu úti og horfðu til hafs. Þeir þreyttust ekki á að horfa á holskeflurnar velta að landi, brimið spýtast um hleina og flúðir og að hlusta á brimhljóðið, grimmúðugt en mikilfenglegt. Stundum sáust skip fyrir utan brimgarðinn. Þeir vissu að hverjum sem bær- ist inn í þann darraðardans var dauði og tortíming búin. Síð- degis fimmtudaginn 22. janúar bar nokkuð nýrra við. Þeir sáu hvar seglskip, sýnilega mikið laskað var skammt undan brim- garðinum. Brátt vissi hvert mannbarn á þessum stöðum af skipinu. Nú stóðu fleiri en drengirnir úti og horfðu til hafs. 48. TBL. VIKAN 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.