Vikan


Vikan - 27.01.1972, Side 14

Vikan - 27.01.1972, Side 14
Að missa eitthvað veldur sársauka og það voru ekki að- eins sjúklingar hans sem urðu fyrir því... Hannah læknir fór að hugsa um börnin sín. Þau voru hamingjusöm og hraust, þau nutu ástríkis og höfðu alla möguleika til að þroskast á eðlilegan hátt. Bráð- um kæmi að því að þau þyrftu að standa á eigin fótum? Börn- in hans voru hamingjusömustu mannverur, sem hann þekkti. Hann sá fyrir sér ljóm- andi ásjónur þeirra og brosti með sjálfum sér. Nú fann hann hve mikið hann hafði saknað þeirra og hann hlakkaði til að koma heim. Hann hlakkaði til að þrýsta þeim að sér og kyssa þau. Á þessu augnabliki fann hann hve innilegt samband þeirra hjónanna var og hann sneri sér við til að virða hana fyrir sér. Hún sat svo hokin í stóra, svarta stólnum, enni hennar var fullt af áhyggjuhrukkum og augun dökk af angist. Hún var í ljósblá\im dragtarkjól, en minnti helzt á syrgjandi, svart- klædda ekkju. Þegar sú hugsun flaug i hug hans, varð hann sjálfur fullur angistar. Hann flýtti sér til hennar og tók blíðlega um axl- ir hennar. Don Kellog stóð vjð sund- laugina í garði Hannah lækn- is. Klukkan var þrjú síðdegis og sundlaugin var full. Hann kallaði til telpnanna, sem voru að leik neðar í garðin- um, rétti þeim hendurnar og leiddi þær upp á loft í húsinu. Svo fylgdi hann þeim mn á her- bergi sín. — Nú eigið þið að hvíla ykk- ur um stund, helzt að sofna, þvi að svo leikum við síðasta leik- inn á eftir. Þær brostu til hans í aðdáun, flissuðu svolítið og skriðu svo upp í rúmin. Hann kyssti þær á ennin og læsti svo dyrunum að utanverðu og stakk lyklun- um í vasa sinn. Það kom að þeim síðar, þótt honum væri ekki vel ljóst hvað hann ætlaði að gera við þær. En hann var viss með að finna einhver ráð, þegar þar að kæmi. Það sem varð að ganga fyrir öllu var að sjá fyrir Nicky, litla syni lækn- isins... Nicky stóð við gluggann í herbergi sinu. Hann var eirðar- laus og hristi klinkkúlurnar i vasa sínum. Hái, ljóshærði maðurinn kom inn í herbergið og gekk til hans. — Nú kemur þú með mér, Nicholas, sagði hann hátiðlega. — Það er svolítið sem við þurf- um að gera í sameiningu, þú og ég. .. Drengurinn var hræddur, en hann vissi að það þýddi ekki að malda í móinn. Hann fylgdi manninum eftir niður stigann. Honum var ljóst að nú var kom- ið að þvi sem hann hafði kvið- ið mest fyrir. Samskipti hans og mannsins sem svaf i rúmi föður hans og notaði líka náttföt pabba. Og nú sá hann að mað- urinn var líka í jakka, sem fað- ir hans átti, mjúkum ullarjakka, sem móðir hans hafði gefið hon- um í jólagjöf. Þetta var falleg- ur jakki, mjúkur og hlýr við- komu, — það var svo gott að faðma pabba, þegar hann var í þessum jakka... Hvar var pabbi nú? Nicky var bæði hræddur og reiður. Hann tölti á eftir mann- inum og hugleiddi hvað hann myndi gera. Hann óskaði þess innilega að foreldrar hans hefðu ekki farið í þessa ferð, að mamma hans væri heima, svo hann gæti faðmað hana og kysst og fundið góða ilmýin af henni, gleymt því sem skeð hafði, gleymt því að Heidi var lokuð inni í herberginu sinu í dag. Hann vissi að dyrnar voru læstar, hann hafði reynt að opna þær um morguninn og hann hafði líka heyrt eitthvert dauft, einkennilegt hljóð þar innan frá, það var líkast daufu hljóði í sjónvarpinu, eins og þegar tekið er fyrir munninn á fólki, svo það geti ekki talað eða hrópað á hjálp — hvað hét það nú? Hann mundi ekki nafn- ið á þvi, sem sett var í munn- inn á þessu fólki. Hvað skyldi maðurinn vera að hugsa? Maðurinn leiddi drenginn að sundlauginni. Sundlaugin var full og vatnið streymdi stöðugt í hana. Vatnið var hræðilega kalt og hroll- vekjandi. Litli drengurinn fór að skjálfa. Maðurinn leit eitthvað svo sultarlega á hann. Augnaráð hans var kuldalegt og spyrjandi. Hann sá að drengurinn var skjálfandi. Þá var eins og hann slakaði á. Hann brosti rólegur, þegar hann sá hræðslu drengs- ins. Svo leiddi hann drenginn al- veg að laugarbarminum. — Nú skaltu sýna mér hvað þú getur, sagði hann. — Ef þú átt við að ég eigi að synda, þá kann ég ekki að synda, ég hefi aldrei lært það, 14 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.