Vikan


Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 19
Af bílum frá Adam Opel AG í V.-Þýzkalandi er líklega helzt þörf á að kynna Manta, sem er 2ja dyra sport-fólksbíll og Ascona, sem er fólksbíll fáanlegur 2ja—4ra dyra og station og er hann heldur stærri en Kadett en minni en Rekord. Vélar f Manta eru tvaer, 1584cc (79 hö og 92 hö) og 1897cc (102 hö) og er uppgefin eyðsla 8—9 I @ 100 km. Manta er útbúinn með tvöföldu bremsukerfi eins og aðrir bílar frá Opel, en auk þess diskahemlum við framhjól. Ascona hefur einnig 1584cc vél (79 hö og 92 hö), svo og tvöfalt bremsu- kerfi með diskum við framhjól. Auk framantaldra afbrigða býður Opel einnig fram Kadett, sem er minnstur, Rekord, Admiral og Diplomat. Umboðsm.: S. í. S. véladeild, Ármúla 3. MAZDA Á þessu ári mun þriðja japanska bílategundin (af ellefu) bætast á Islenzkan markað. Er það Mazda, en Mazda-verksmiðjurnar eru eink- um þekktar fyrir framleiðslu á Wankel-Rotary mótorum, og mun lík- lega fyrsti Wankel mótorinn birtast íslendingum í þessari tegund. Wankel vélin verður fáanleg í tveimur stærðum: 491cc (110 hö) og 573cc (130 hö). Hámarkshraði er óvenjumikill á bílum með þessum vélum eða 180 og 190 km/klst. Einnig sést vel hve aflnýtingin er mikil miðað við sprengirými, en Rotary vél með sprengirými 491cc á að jafnast á við „venjulega" vél 1964cc. Mazda bifreiðir munu fást hér í sjö meginafbrigðum og verður Wankel-Rotary vélin f þremur. Hinar vélarnar eru 1272cc (78—81 hö), 1586cc (104 hö) og 1796cc (105 hö). Mazda er framleiddur af Toyo Kogyo Co. Ltd. f Hiroshima Japan, sem endurreist var 1945 eftir strfðslok. Allir Mazda bílar hafa tvöfalt bremsukerfi með diskum við framhjól. Verð: Mazda 1300 ca. kr. 245.000,- Mazda R100 ca. kr. 330.000,-* Mazda 616 ca. kr. 305.000,- Mazda 00 o co ca. kr. 275.000,- Mazda RX-3 ca. kr. 360.000,-* Mazda RX-2 ca. kr. 385.000,-* Mazda 1800 ca. kr. 345.000,- Umboðsm.: Bílaborg hf., Hverfisgötu 76. * Rotary vél. 4. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.