Vikan


Vikan - 27.01.1972, Qupperneq 22

Vikan - 27.01.1972, Qupperneq 22
V VW 411 E vw VW 1300 Um Volkswagen þarf víst ekki margt að segja, það þekkja hann allir, nema þá helzt nýliðana 411E og K70. Sá fyrrnefndi hefur 1679cc vél (85 hö), en hinn 1605 cc (88 hö) vél. Þrjár útgáfur eru af 411E (2ja dyra, 4ra dyra og station), en aðeins ein (4ra dyra) af K70. 41 1E er með hefðbundnu VW drifi (vél og drifhjól að aftan), en K70 hefur framhjóladrif og vél að framan. Þeir hafa eins og aðrir bílar frá VW tvöfalt bremsukerfi, en einnig diskahemla við framhjól (einnig á 1302S og 1600). Eyðslan mun vera nálægt 10 I @ 100 km hjá þessum nýliðum. — Að venju eru litlar breytingar á litla bílnum, mest áberandi er stærri afturrúða og fleiri rifur á vélar- hlíf, sem veitir betri kælingu, og má búast við áframhaldandi vin- sældum hans hér sem annars staðar í heiminum. Verð: VW 1200 kr. 235.200,- VW 1300 kr. 255.900,- VW 1302 kr. 266.400,- VW 1302S kr. 277.100,- VW 1600A kr. 330.700,- VW 1600TL kr. 357.100,- VW 41 1E ca. kr. 405.000,— VW K70 ca. kr. 465.000,— Umboðsm.: Hekla hf., Laugavegi 170—172. Trabant Trabanl hefur ekki fengizt fluttur út frá heimalandi sínu Austur- 'Þýzkalandi síðan 1969, en nú mun í deiglunni endurkoma hans hingað á íslenzkan markað. Utlitið á Trabant hefur ekki tekið nein- um breytingum á þessum tíma, en hann hefur notið góðs af ýmsum tæknibreytingum, svo sem fullkomnari kúplingu o. fl. Trabant hef- ur 2ja cyl. tvígengisvél 595cc (30 hö), sem eyðir 7—9 I @ 100 km og hefur hámarkshraða um 100 km/klst. Verð: Áætl. ca. kr. 160.000,— Umboðsm.: Ingvar Helgason, Sogavegi 6. TRABANT 601 DE LUXE DAF 55 Daf Variomatic frá Hollandi er fluttur hingað í þremur útgáfum, sem heita 33, 44 og 55. Það sem mesta athygli vekur við þennan bíl er beltadrifið eða skiptingin, sem veitir ótakmarkað sjálfvirkt snúningshraðaval á milli vélar og hjóla frá 15,44:1 til 3,87:1, ( stað fastra gíra. Daf bílar eru allir tveggja dyra, vélar í þeim tveggja cyl. 746cc (32 hö), tveggja cyl. 844cc (40 hö) og fjögurra cyl. 1 108cc (50 hö), og eyða þær 6—9 I @ 100 km. Verð: Daf 33 kr. 232.000,- Daf 44 kr. 252.000,- Daf 55 kr. 280.000,- Umboðsm.: Drangar hf., Sætúni 8. 22 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.