Vikan


Vikan - 27.01.1972, Page 32

Vikan - 27.01.1972, Page 32
I CHRYSLER 160 CHRYSLER PLYMOUTH DUSTER SIMCA 1100 SPECIAL Af amerískri Chrysler framleiðslu er helzt von til þess að okkur hér á landi birtist Dart frá Dodge og Duster frá Plymouth. Á báðum eru aðeins smávaegilegar breytingar frá siðasta ári, einungis örlítil and- litsbreyting, ef svo má segja. Töluvert hefur verið gert af því að fá hingað Chrysler bíla frá árinu áður, og munu þeir hafa fengizt hingað gegn verulegum afslætti, þar eð þeir falla víst mjög ! verði bílarnir í USA, strax og nýja ár- gerðin er komin á markaðinn. Af þeim voru í fyrra mest áberandi Dart GTS 340, sem voru af árgerð 1969. Sem venja er í amerískum bílum er hægt að fá í Dart og Duster vélar, sem standast hvers manns kröfur hvað hestorku snertir, eða frá 6 cyl. 198 ci (3249cc — 125 hö), upp ! 8 cyl. 340 ci (5562cc — 275 hö). Eyðslan með 6 cyl. vélunum mun vera ca. 11 — 15 I @ 100 km. Hægt er að fá gír- kassa hvort sem er 3ja, 4ra gira eða sjálfskiptan, með skipti ! gólfi eða við stýri. Verð: Dart frá ca. kr. 500.000,- Duster frá ca. kr. 485.000,- Umboðsm.: Vökull hf.. , Hringbraut 121. Frá Chrysler mun liklega helzt verða áberandi franskur Chrysler þ. e. 160, 160 GT og 180, en þeir hafa þegar skipað sér sess á íslandi. En auk þeirra mun birtast hér Simca, sem einnig er franskur Chrysler. Chrysler 160 og 180 eru báðir 4ra dyra og 5 manna, og að mestu óbreyttir frá siðasta ári. Vél er 1639cc (93 hö) ! 160, en 1812cc (115 hö) í 160 GT og 180. Eyðsla 10—14 I @ 100 km. Diskahemlar eru við framhjól á 160, en við öll hjól á 160 GT og 180. Mörg afbrigði eru framleidd af Simca, en helzt mun verða fluttur inn Simca 1 100 í S, LS og GLS útgáfum, bæði 2ja—4ra dyra og station. Þó Simca sé ef til vill ekki eins glæsilegur og stóri bróðir, þá er verðið mun hagstæðara, sem gæti orðið til þess að hann slái stóra bróður við í sölu. Vélar í Simca 1 100 eru þversum framan til, 1 1 18cc (70 hö) og 1204cc (83 hö) og eru framhjólin drifhjól. Eyðslan mun vera nálægt 9-10 1 @ 100 við framhjól. km. Simca er útbúin með diskahemlum Verð: 160 ca. kr. 360.000,- 160 GT ca. kr. 375.000,- 180 ca. kr. 390.000,- 1100 LS ca. kr. 258.000,- 1100 GLS ca. kr. 280.000,- 1100 S ca. kr. 295.000,- Umboðsm.: Vökull hf., Hringbraut 121. 32 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.