Vikan


Vikan - 27.01.1972, Qupperneq 33

Vikan - 27.01.1972, Qupperneq 33
V Frekar lítið hefur verið flutt inn af BMW, þrátt fyrir það að hér er eflaust um afbragðsbíla að raeða. Þeir eru byggðir ( Munchen, V.- Þýzkalandi af Bayerische Motoren Werke. Þeir eru aðallega fluttir hingað í fjórum afbrigðum, 1602, 2002, 1800 og 2000. Vélar eru allar 4 cyl. 1573cc (96 hö), 1990cc (113 hö), 1766cc (102 hö) og loks 1990cc (113 hö), taldar upp í sömu röð og afbrigðin. Eyðslan er um 10 1 @ 100 km. Allir hafa þeir diskahemla að framan og tvöfalt bremsukerfi. BMW hefur fjögurra gíra alsamhaefðan gírkassa, en gegn aukakostnaði er möguleiki á fimm gírum eða sjálfskiptingu. Verð: 1602 ca. kr. 420.000,- 2002 ca. kr. 450.000,- 1800 ca. kr. 535.000,- 2000 ca. kr. 545.000,— Umboðsm.: Kristinn Guðnason, Klapparstig 27. BMW RENAULT 16 RENAULT Renault býður nú fram tvö ný afbrigði, sem nefnast 15 og 17 og eru bæði tveggja dyra hraðbakar (fastback) byggðir ofan á undir- vagn úr Renault 12. Þessir nýliðar frá Renault munu ætlaðir sem mótleikur gegn Opel Manta, Ford Capri og öðrum slíkum sport- fólksbilum. Renault er eina bílaverksmiðja Frakklands, sem fram- leiðir yfir eina milljón bíla á ári, og jafnframt sú sem framleiðir flesta framhjóladrifsbíla í heimi, og eru þessi nýju afbrigði því að sjálfsögðu framhjóládrifin. Þau nota vélar úr R12 og Rló, eða 1289cc (68 hö) og 1565cc (102 hö) og eru með fjögurra gíra al- samhæfðum gírkassa, en fáanleg sjálfskipting og fimm gíra kassi gegn aukakostnaði. Renault bifreiðir eru allar með diskahemla við framhjól utan R4. Verð: R4 ca. kr. 221.000,- R6 ca. kr. 261.000,- R12 ca. kr. 315.000,- R16 ca. kr. 353.000,- R15 ca. kr. 370.000,- R17 ca. kr. 440.000,- Umboðsm.: Kristinn Guðnason, Klapparstíg 27. RENAULT 17 4. TBl. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.