Vikan


Vikan - 27.01.1972, Qupperneq 37

Vikan - 27.01.1972, Qupperneq 37
m KRISTJÁNSSON H.F. UMBOJIIfl SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 FRAMTÍÐIN ER FORD-CORTÍNA. Cortínan frá Ford sló i gegn um leið og hún birtist á bllamarkaði heimsins. Nú birtist ný Cortina, bíll áttunda áratugsins — endurnýjuð frá grunni. Hjá Ford vinna 3S00 sérfræðingar að slikri endur- sköpun, en það bezta er þó, að eftir allt saman verða menn að endurskoða hugmyndir sínar um hvað hægt sé að fá fyrir peningana. Fjölskyldan fær sinn óskabil og sannir sportmenn vagn sem sameinar lipurð, fegurð og kraft. CORTINA1972 arbúningi í heilan mánuð. Vísindamenn og stjórnmála- menn um víða veröld skrifuðu um hann minningargreinar og fluttu minningarræður, þar sem þeir röktu hinn ótrúlega lífs- feril hans. Fulltrúar franska þjóðþings- ins samþykktu í einu hljóði að bera sorgarbúning í 3 daga í minningu hans. Mirabó greifi sagði, er hann flutti tillöguna: „Fram að þessu hafa þjóðir heims aðeins klæðst sorgar- klæðum, við andlát konunga sinna. Hitt væri réttara að láta sorg sína í ljós, þegar velgerð- armenn mannkyns falla frá.“ En ef til vill er grafskriftin, sem Benjamín Franklin samdi sjálfur, bezta táknið um sér- stæðan persónuleika þessa af- burðamanns. Hún hljóðar svo: Líkami Benjamíns Franklins prentara. Líkt og kápa gamallar bók- ar hefur innihald hans verið rifið burt, svipt letri sínu og gyllingu. Hér liggur hann sem fæða fyrir orma. En verkið mun ekki glatast til fullnustu. < Það mun, líkt og hann trúði alla tíð, koma út einu sinni enn — í nýrri og fullkomnari útgáfu — leiðrétt og endurbætt _af höf- undinum." AUSTFJARÐAR- ÞOKAN Framhald af bls. 17. átti við kolluna, sem var skral- tóm. „Jahá, ætlar á fyllirí á Vopnafirði, helvítis blókin, þar gloppaðist sannleikurinn einu sinni óafvitandi út úr þér, en þér verður nú ekki kápan úr því klæðinu, karl minn. Hvar hefur þú kútinn?“ spurði kerl- ingin og illskan sauð í henni. „Kútinn? Það eru ekki kút- ar, það verða bara nokkrar saltkjötshálftunnur, sem við tökum á dekk.“ „Láttu ekki eins og fífl, Jón,“ öskraði kerlingin, „segðu mér strax hvar brennivínskúturinn er.“ „Ha, já, — hann,“ sagði Jón og þóttist nú fyrst orðinn hræddur Við hvað hann hafði hleypt upp í kerlingunni. „Hann er heima í kjallara, elskan mín, ég faldi hann undir óhreinu flíkunum, ég hélt, sem sé, að þú myndir ekki þvo fyrr. en rétt fyrir jólin.“ „Enn lýgur þú, þú ert með kútinn hér um borð. En þú ferð ekki á fyllirí í þessum túr, því nú fer ég með þér,“ hreytti kerlingin út úr sér, svo reif hún opinn stýrisgluggann og kallaði til okkar: „Kastið þið lausu, strákar, því nú förum við.“ Jæja, lagsmaður, mér brá nú heldur, þar höfðum við fengið nýjan skipstjóra. Henni var sem sé ekki nóg að komman- dera í landi, nú átti að reyna sjóinn líka. Já, við köstuðum lausu og svo var siglt út fjörð- inn. Þegar út í fjarðarmynnið kom var nokkur ylgja og svo skellti hann allt í einu yfir okkur sótsvartri Austfjarða- þoku. Ég fór inn í stýrishús og bjóst til að taka við stýrinu, en í því skellti karlinn húfunni sinni yfir kompásinn og skip- aði mér niður í káetu, sagði mér að hugsa um kerlinguna sína, hún væri nýfarin niður, ælandi og skælandi og liði víst ekki sem bezt. Ekki veit ég hve lengi ég var niðri, því eft~ ir að kerlingin var sofnuð á öðrum bekknum og ég hafði breitt yfir hana pokadruslur og gömul segl, dottaði ég sjálf- ur fram á borðið. Ég vaknaði við að karlinn kallaði niður í káetugatið: „Komdu upp, Tóti, og gerðu fast.“ Ég hentist upp um gatið og út á dekk. Enn var sama sót- svarta þokan, samt grillti ég í bryggjustúf rétt fyrir framan bátinn og þegar rennt var að honum, settum við fast. Ekki var þetta Vopnafjörður, svo mikið var víst, en ekki þekkti ég mig þarna og tel ég mig þó þekkja hvern krók og kima á Austfjörðum. Ég grillti í kofa- garm fyrir ofan bryggjuna, ætlaði að ganga á land og at- huga þetta, en karlinn veitti því víst eftirtekt, því hann öskraði út um stýrisgluggann: „Enginn fer hér í land, haldið þið ykkur um borð, hunds- spottin.“ Var það nú kjaftur, engu líkara en að karlinn.hefði smit- azt og tekið pestina kerlin'gar- innar, sem sé illskuna. Ég hefði kannske ekki átt að hugsa svona, því í þessu kom kerlingin skríðandi út á dekk- ið. Var nú mesta reisnin farin af henni, sennilega búin að æla illskúgallinu, enda var hún nú föl og tekin og hin alúðlegasta er hún spurði okkur hvort við værum bara komnir alla leið til Vopnafjarðar. Ég ætlaði að fara að svara henni, að ég væri nú ekki viss um það, þegar karlinn gall við: „Já, góða mín, við eruno Framhald á bls. 40. 4. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.