Vikan - 02.03.1972, Blaðsíða 20
FRAMHALDSSAGA EFTIR
Kona
Við fórum aftur inn í gömlu
kapelluna til að leggja á ráð-
in. Ég virti Jaeky fyrir mér í
leyni. Hún var náföl og átti
greinilega í sálarstríði.
— Ég hefði mátt vita það,
tautaði hún æ ofan í æ. —
Jonathan talaði mikið um Da-
vid í seinni tíð. Ég hefði átt
að vera tortryggin, en ég hugs-
aði aldrei svo langt. Mér var
ekki ljóst að hann væri að
undirbúa eitthvað. Þess vegna
lét ég hann fleka mig til að
hjálpa honum . . .
Ég vildi fá hana ofan af slík-
um hugrenningum. Ég fann
sárt til með henni. — Hvern-
ig atvikaðist þetta slys? spurði
ég, til að leiða huga hennar
frá núlíðandi stund.
— Þeir höfðu komið Cove-
nant fyrir á dráttarvagni, sem
var tengdur bílnum. Jonathan
var að athuga eitthvað milli
bílsins og dráttarvagnsins. Da-
vid sá það ekki. Hann bakkaði
og ók yfir Jonathan.
Hún þagnaði um stund, en
hún gat ekki annað en
hugsað um Jonathan. — Hann
var svo allt öðruvísi, áður en
slysið vildi til. Hann var mjög
líkur David, svo , . . svo heil-
brigður. Hann var alltaf að
gera eitthvað, ákveðinn og
duglegur. Hann hafði geysi-
mikinn áhuga á öllum íþrótt-
um, en sérstaklega öllu sem
að siglingum laut . . . Jona-
than var hærri en David, en
nú, eftir slysið, er eins og hann
hafi orðið svo miklu minni.
Það var eins og hann hrykki
saman . . . En mér var aldrei
Ijóst hve ofsalegt hatur hans
til Davids var. Þeir höfðu ver-
ið mjög samrýmdir og það
voru þeir líka eftir slysið.
Jonathan hjálpaði David við
að útbúa Covenant, bæði hvað
alla varahluti varðaði og eins
með matarbirgðir. Hann veit
nákvæmlega hvaða leið David
siglir. Hún leit upp með tárin
í augunum. — Ég skildi það
ekki fyrr en í gærkvöldi hve
mikið hann hatar bróður sinn.
Mér var ekki ljóst fyrr en þá
að hann ætlaði sér að koma
honum fyrir kattarnef. Hún
andvarpaði. — Hvað getum við
gert?
- Það er nú nokkuð undir
þér komið, sagði Querol. Rödd
hans var kuldaleg og Jacky
virti föður sinn fyrir' sér, þeg-
ar hún spurði:
— Hvað áttu við með því?
— Það fer eftir því hvort þú
ímyndar þér að þú sért ennþá
ástfangin af þessum brjálæð-
ingi. Ef við eigum að koma í
veg fyri'r þetta glæpsamlega
áform, þá verðum við að gera
það með valdi. En ef þér dytti
nú í hug að vara hann við . . .
Jacky laut höfði og svaraði
ekki.
— Nú? Querol var ákveðinn
á svipinn, en þá rauk hún upp.
— Hvernig á ég að vita
hvernig mér verður við? Ég
get ekki ábyrgzt gerðir mínar!
Querol varð ennþá ákveðn-
ari í bragði. Hann leit á okkur
hina:
— Við verðum að koma okk-
ur saman um eitthvað. Við
höfum ekki ráð á að gera
skyssu. Jonathan hefur byssu
og vitinn er kominn í lag, svo
hann sér okkur auðvitað strax
ef við reynum að nálgast hann.
— En vitinn sýnir Ijósmerki,
það slokknar stundum á hon-
um, sagði ég.
Querol lyfti háðslega brún-
um. — Hve langt heldurðu að
við komumst á sex sekúndum?
Mér datt nokkuð í hug. —
En ef við komum að honum
sjávarmegin. hann snýr baki í
fjöruborðið.
— Þú hugsar ekki um að
Leigh stendur uppi á pallinum.
Hann sér til okkar þaðan, jafn-
vel þótt Jonathan verði ekki
var við neitt.
Jacky greip fram í: — En
blindast hann ekki af ljósinu?
Hann stendur fast hjá lampan-
um. Það getur vel verið að
hann sjái alls ekki neitt í kring-
um sig!
— Það getur verið rétt hjá
þér, samsinnti Querol. Það var
eins og hann smitaðist af ákafa
hennar. Þetta er reyndar það
bezta sem okkur hefur komið
í hug! En skyldi Leigh hafa
byssu hjá sér? Þeir hafa kann-
ski fleiri skotvopn, við vitum
það ekki.
— Það skiptir ekki svo miklu
máli, sagði Jacky. — Ég er
með aðra hugmynd. Hlustið
þið nú á mig! Hún hallaði sér
fram.
— Leigh hefur engan áhuga
á því að granda David eða
setja hann út af stefnunni. Það
eina sem hann hefur áhuga á
eru. peningarnir, sem Jonathan
hefur lofað honum. En ef hann
nú fengi sömu upphæð frá
okkur í staðinn? Getum við þá
ekki mútað honum? Hann vill
örugglega komast sem fyrst
burt frá Kananga.
Hún var nú orðin rjóð í kinn-
um og það glampaði í augu
hennar. En Querol leit með
tortryggni á hana. — Ertu að
gera að gamni þínu? Með
hverju ættum við að múta hon-
um? Við höfum enga peninga
hér. Því er nú verr að við viss-
um þetta ekki fyrirfram!
- En við getum boðið hon-
um peninga Jonathans.
-— Jonathans? Þú fékkst hon-
um þá!
— Nei, það gerði ég ekki. Ég
faldi þá! sagði Jacky.
K. R. BUTLER
7. HLUTI
Við störðum allir á hana. —
Jonathan vildi hafa það þann-
ig, sagði hún óþolinmóð. —
Hann þorði ekki að hafa pen-
ingana á sér, því að þá hefðu
þeir kannski ráðizt á hann og
náð af honum peningunum og
gefið skít í það sem þeir höfðu
lofað.
Nú rann upp fyrir mér ljós.
— Jæja, var það þannig!
Það var þá engin slysni, þeg-
ar þú gekkst fram af klettin-
um við gjótuna. Þú hrasaðir
þá ekki, þú varst að fela pen-
ingana?
Hún kinkaði kolli. — Gjót-
an fyllist á flóði, en lengst inni
í henni er sylla svo hátt uppi
að sjórinn nær ekki þangað.
Það er aðeins hægt að komast
þangað um fjöru.
— Hvað er þetta mikið?
spurði Querol.
— Sjö þúsund dollarar.
20 VIKAN 9.TBL.