Vikan - 02.03.1972, Blaðsíða 12
NÝ FRAMHALDSSAGA EFTIR PIERRE DUCHESNE
Ást hennar var afbrot
31. ágúst árið 1969 svipti kennslukonan Gabri-
elle Russier sig lífi með því að skrúfa frá gas-
krönunum. 10. júlí hafði verið kvcðinn upp dóm-
ur og hún dæmd i fangelsi og sekt fyrir það að
verða ástfangin af nemanda sínum Christian
Rossi, sem var 18 ára.
Börn hennar tvö voru tekin af henni. Christian
fór á geðveikrahæli . . .
Þessi ástarsaga og harmleikurinn sem fylgdi á
eftir, skipti Frökkum í tvær fylkingar og Pom-
pidou ásakaði sjálfan sig og frönsku þjóðina
fyrir að vera völd að dauða Gabriellu.
Nú hafa komið út bréf, sem hún skrifáði i fang-
elsinu. Pierre Duchense hefur skrifað Skáldsögu.
sem styðst við þennan sorgaratburð og nýlega
hefur Metro-Goldwyn-Myer sent frá sér kvik-
mynd, sem André Cayatte hefur gert um þetta
efni. Annie Girajrdot leikur Daniéle, eins og
Gabrielle er kölluð i myndinni og Bruno Pradei
leikur Gérard, en það er nafn Christians í mynd-
inni. Myndirnar sem fylgja eru teknár úr kvik-
myndinni.
Það eina sem hún óskaði var að vera frjáls
til að elska þann mann sem hún hafði valið,
en þrá hennar eftir frelsi og sannleika endaði
í skelfilegum harmleik...
— Hvernig hefir þú skemmt
þér í sumar? Vel?
Ja, þú ættir að sjá hana, hún
skrffar mér á hverjum degi.
Og það var mikið talað og
hlegið.
Nemendurnir stóðu í smá-
hópum í skólagarðinum. Svo
hljómaði bjallan. Hávaðinn
hljóðnaði og hóparnir flykktust
að dyrunum, sem lágu inn á
skólagangana. Þegar nemend-
urnir voru komnir inn í
kennslustofumar heyrðist ekki
annar hávaði en skrapið í stól-
fótunum.
Stúlka gekk inn. Hún nam
hikandi staðar í gættinni. Hún
var ný, það fór ekki á milli
mála. Hún var stuttklippt, ó-
máluð og feimnisleg. Piltarnir
voru vandræðalegir en því
hrokafyllra varð augnatillit
þeirra. Stúlkurnar voru fljótar
að sjá að hún bar enga skart-
gripi og var í ódýrum kjól.
Þrír piltar komu inn á eftir
henni og stjökuðu ósjálfrátt
við henni með skólatöskum sín-
um. Hún gekk hröðum skrefum
upp að kennaraborðinu og lagði
tösku sína á borðið.
Það varð dauðaþögn. Nem-
endurnir horfðu á hana og vissu
ekki hvernig þeir áttu að bregð-
ast við þessu. Flestir voru
seztir, en stóðu ósjálfrátt upp
sem snöggvast. Það varð hálf-
gerð vandræðaþögn. Gerard leit
forvitnislega á þessa furðulegu
kennslukonu. í stað þess að
horfa út um gluggann og bíða
þess að alger þögn kæmist á,
horfði hún brosandi á nemend-
ur sína. Svo leit hún niður og
fór að gramsa í töskunni sinni.
Eiginlega áður en þögn var
komin á, var hún komin út í
stofúna, gekk á milli bekkja-
raðanna og úthlutaði rúðustrik-
uðúirl, ljósbláum pappaspjöld-
um, sem nemendur áttu að
skrifa nöfn sín á.
Fyrsta röð — önnur, bros
Danielle var orðið nokkuð
þreytulegt, — þriðja og þá var
hún komin að endavegg stof-
unnar og hallaði sér upp að
honum, eins og til að ná and-
anum. Hún sá nú aðeins
hnakkasvip nemendanna. Þau
sátu álút yfir spjöldunum og
skrifuðu. Henni leið svolítið
skár, þegar hún þurfti ekki að
horfa í þessi þrjátíu pör augna,
sem horfðu á hana, ýmist með
forvitni eða hroka. Hún lokaði
augunum, en opnaði þau strax
aftúr, vegna þess að hún hafði
á tilfinningunni að einhver væri
að horfa á sig. Það reyndist
rétt; einn nemenda hafði snúið
sér við og horfði á hana — og
svo annar. Það var bezt að taka
á sig rögg, áður en allur bekk-
urinn sneri sig úr hálsliðunum,
Þau horfðu hvort á annaS i speglinum. Tvær ungar manneskjur, sem
nutu forboSinnar ástar . . .
12 VIKAN 9. TBl.