Vikan - 02.03.1972, Blaðsíða 5
Vitum ekki hvað við
eigum að gera
Kæri Póstur!
Eins og svo margir, þá er ég í
vanda stödd. Þannig er mál með
vexti að ég er með strák á föstu
og erum við búin að vera sam-
an í fjóra mánuði. En nú er hann
farinn úr bænum að vinna og nú
er ég búin að vera með vini
hans, og ég er farin að fá áhuga
á honum og hann á mér, en við
vitum ekki hvað við eigum að
gera.
Góði Póstur, hvernig á ég að
segja stráknum (sem ekki er í
bænum) frá þessu. DD.
P.S. Hvernig er stafsetningin og
hvað sérðu úr skriftinni?
Ef við skiljum það rétt að þú
viljir vera laus allra mála við
þann elskhugann, sem er í vinnu
utanbæjar, er bezt fyrir þig að
gera hreint fyrir þínum dyrum
strax, skrifa honum og segja
honum upp. Og sértu hrædd við
að særa hann, ættirðu að hugga
þig við að ótrúlegt er að hann
sjái lengi eftir kvenmanni, sem
stekkur í fangið á vini hans svo
að segja jafnskjótt og hann snýr
við henni baki.
Stafsetningin er góð, en þú ert
fullspör á kommur og stóra
stafi. Skriftin er ekki snotur og
erfitt að lesa nokkuð úr henni.
Hljómsveitin Gunk
Kæri Póstur!
I blaði núna um daginn var
verið að spyrja um hljómsveit-
ina Gunk. Ég ætla að skrifa það
sem ég veit um hana.
Söngvarinn heitir Omar Oskars-
son, heima í Goðatúni 22 Garða-
hreppi og er tuttugu ára, í Kenn-
araskólanum.
Bassaleikarinn heitir Ingólfur
Steinar Margeirsson, heima Faxa-
túni 11, Garðahreppi, varð tutt-
ugu ára mánudaginn 7. ágúst.
(Trúlofaður).
Gítarleikarinn heitir Sverrir,
heima Aratúni, Garðahreppi, er
átján eða nítján ára.
Grímur trommuleikarinn er nú (
Tilveru en sagt er að hann ætli
aftur í Gunk og ég held að hann
eigi ennþá heima á Skúlagöt-
unni.
Rótarinn hjá þeim heitir Jón
Ingi, meira veit ég ekki um
hljómsveitina en vona að þetta
komi að gagni, ég ætla einnig
að biðja þig um að birta ekki
nafnið undir heldur bara
Áskrifandi.
Munstur í hringjum
Kæra Vika!
Ég væri mjög þakklátur ef þið
gætuð svalað forvitni minni og
gefið mér svar við hvaða sál-
rænu flækjum sú manneskja býr
yfir, sem teiknar hringi, útfyllta
með ýmiss konar munstri í tíma
og ótíma. Ég hef miklar áhyggj-
ur af henni. Vona að bréfið lendi
ekki í ruslakörfunni.
Takk fyrirfram. Forvitinn.
_________
ú==i
Manneskjan er sennilega haldin
mikilli innilokunarkennd, á erf-
itt með að tjá sig, en býr engu
að síður yfir verulegum hæfi-
leikum. Ef hún liður vegna þessa
ástands, ætti hún að reyna sem
mest að leita sambands við ann-
að fólk, og góðir vinir hennar,
ef hún á einhverja, ættu að gera
sitt bezta til að hjálpa henni til
þess.
Þorum ekki að segja
þeim það
Kæri Póstur!
Við erum hérna tvær sem erum
alvarlega ástfangnar af tveimur
strákum. En við þorum ekki að
segja þeim það. Getur þú ráð-
lagt okkur hvað við eigum að
segja við þá, og hvernig við eig-
um að komast að orði við þá?
Tvær kjarklausar.
f=Í=}
Þurfið þið endilega að segja
þeim það? Getið þið ekki ein-
faldlega talað við þá án þess að
vera að röfla um ást og þess
háttar, bara reynt að vera
skemmtilegar og fírugar? Þá
skulum við sjá hvort þetta kem-
ur ekki.
MATREIÐSLUBÖK VIKUNNAR
---------------------KLIPPIÐ HÉR----------------
I Vinsamlegast sendið mér möppu undir MATREIÐSLU
I BÓK VIKUNNAR. Greiðsla sem er 130 krónur, fylgir
I með í ávísun/póstávísun (strikið yfir það sem ekki
1 á við). Ef hægt er óska ég eftir, að mappan verði í
bláum/ljósbláum/rauðum lit. (Strikið yfir það sem
1 ekki á við). n
Q
o.
Zj Nafn
............................................
Heimili
----------------------KLIPPIÐ HÉR
Afköst: 4,5 kg.
Tvær hitastillingar.
Útblástursbarka má tengja við þurrkarann.
Yfir 20 ára reynsla bérlendis.
Varabluta- ög viðgerðaþjónusta.
VERÐ KR. 24.540,—.
ooCfczi
Lougavegi 178 Simi 38000
ENGLISH ELECTRIC
ÞURRKARAR
9. TBL. VIKAN 5
KLIPPIÐ HÉR