Vikan - 02.03.1972, Blaðsíða 43
ánægðir með sjálfa sig. Það var
hann ekki. — Þú æfir alltof
mikið sögðu félagar hans, þú
kemst í ofþjálfun. Ég er of
seinn ennþá, ég verð að æfa
upp hraðann, anzaði Zatopek
brosandi. Og árangurinn varð
stöðugt betri. Zatopek átti bezt
2:01,2 mín. í 800 m um vorið,
en um haustið var bezti tími
hans 1:59 og í 1500 metrunum
tókst honum loks að hlaupa á
4 mínútum og 1 sek. Á meist-
aramótinu í 4x1500 m boðhlaupi
tryggði hann sveit sinni sigur
og fékk millitímann 4 mín. og
2 sek.
Síðasta keppni ársins var hér-
aðskeppni milli Bæheims og
Mæri. Zatopek fann hve styrk-
ur og úthaldsgóður hann var
orðinn og hann var bjartsýnn
fyrir keppnina. Fyrir hlaupið
höfðu þrír hlauparar ákveðið,
að hafa samvinnu um að
klekkja á methafanum Sale.
Þeir hófu hlaupið með miklum
hraða og ætluðu þannig að
brjóta niður viljaþrek methaf-
ans. Áætlun þeirra virtist ætla
að heppnast, Sale missti kjark-
inn og treysti sér ekki til að
vinna upp forskot þeirra. Bæ-
heimsku hlaupararnir voru nú
öruggir með sigurinn, en þeir
höfðu gleymt að reikna með
öðrum hlaupara frá Mæri. Emil
Zatopek hafði ekki gefizt upp.
Hann hafði hlaupið á hælum
Sale, en fór nú fram úr honum
og hóf baráttuna við þremenn-
ingana. Fyrst fór hann fram úr
Cevona og var nú á hælum
hinna tveggja. Þegar tvö hundr-
uð metrar voru í mark, lagði
hann sig allan fram til að auka
hraðann. Og það tókst! Áhorf-
endur voru fyrst orðlausir af
undrun, en síðan komu hrópin
í bylgjum. Fólkið hafði orðið
vitni að því, að ný stjarna var
fædd, ef svo má segja. Áhuga-
menn vonuðust til að nú væri
kominn fram á sjónarsviðið
hlaupari, sem hefði hinn rétta
baráttuanda. Tékkar áttu
marga góða íþróttamenn, sem
oft unnu góð afrek, en þeir voru
misjafnir. Þeir gátu brugðizt
algerlega. Margir þeirra voru
taugaóstyrkir þegar mest lá við
og sumir óttuðust jafnvel
keppinauta sína. Um þessar
mundir var Zatopek 21 árs.
Veturinn 1944 æfði Zatopek
vel eins og áður, en hann varð
fyrir óhappi. Hann meiddi sig
og það sem verra var, hann
eyðilagði annan gaddaskó sinn.
En hvar átti hann að fá skó.
Þetta hljómar e.t.v. ótrúlega,
þar sem hann vann í skóverk-
smiðju. En þetta var skömmu
fyrir stríðslok og mikill skort-
ur var á skóm sem öðru. Um
tíma leit jafnvel út fyrir að
hann yrði að hætta æfingum af
þessum sökum. En Ali og Sale
fengu hann til að skipta um
skoðun og Sale lánaði honum
gamla tennisskó, sem hann gat
a.mk. æft í. Zatopek tók þátt í
námskeiðum og kynntist m.a.
hinum fræga þjálfara Hronem.
Hann gaf Zatopek góð ráð í
sambandi við æfingarnar og
hvatti hann til að reyna við
tékkneska metið í 5000 m hlaupi
sem þá var aðeins 15:14 mín.
Bezti tími hans var 15:38 mín.
Hann hóf að æfa stutta spretti,
til að fá betri hraða. Hinir lang-
hlaupararnir horfðu undrandi á
hann. — Hvað ert þú að gera?
Ætlarðu að snúa þér að styttri
vegalengdum? En Zatopek fór
eigin leiðir. Hann hljóp hægt
og hratt á víxl og félagar hans
sögðu, að hann myndi ekki
halda slíkar æfingar út nema í
eitt ár. Þeir vitnuðu til blaða-
mannanna, sem sögðu að stíll
hans væri slæmur og hann erf-
iðaði of mikið. Hann myndi
ekki halda þetta út lengi. Zato-
pek hélt því hinsvegar fram,
að stíll hlaupara væri einstak-
lingsbundinn. Hann kvaðst
sjálfur þekkja sinn eigin líkama
bezt og vita hvað hann mætti
bióða sér. Um þetta var þjark-
að fram og aftur, en Zatopek
gat verið stífur og hann hélt
áfram uppteknum hætti. Ef æft
er með sama hraða kílómeter
eftir kílómeter er hætt við, að
hraðinn verði ekki nægur, sagði
Zatopek, en hann skiptir jú
miklu máli, hélt Zatopek fram.
Ymsir hlauparar ræddu við
Zatopek um hina nýju aðferð
hans, en enginn trúði á hana.
• Ég veit, að ef ég á að ná
lengra en hinir hlaupararnir
verð ég að æfa öðruvísi. Ég er
ekki viss um að aðferð mín sé
rétt. Bíðið og sjáið, ég er eftir-
væntingarfuilur sjálfur! Og
Zatooek herti stöðugt æfing-
arnar. Hann hljóp 10 sinnum
100 metra, síðan 10 sinnum 200
metra og ioks 10 sinnum 400
metra á misjöfnum hraða. í
júlí tók hann þátt í meistara-
mótinu og hann varð annar í
1500 m hlaupinu, Cevona sigr-
aði. Seinna um sumarið tók
Zatooek þátt í námskeiði og
gat æft daglega. Á einni æfing-
unni hljóp hann 2000 m og
vinur hans tók tímann. Zato-
nek! kallaði vinurinn til hans,
þú hljópst á mettíma, tími þinn
er 5 mín. 36 sek. Segðu engum
frá þessu, sagði Zatopek, ef
þetta er rangt. Hann var ekki
viss um hvað metið var, svo
að hann fletti upp í handbók,
þegar hann kom heim. Jú, þetta
var rétt, metið var 5:38,8 mín
og Hoskovu átti það.
CAT STEVENS
Framháld af bls. 32.
Innan árs hafði Cat Stevens
komizt á vinsældalistana í
Bretlandi og á meginlandi Ev-
rópu með lögin „I Love My
Dog“ og „Matthew and Son“, og
the Tremeloes tóku lag hans,
„Here Comes My Baby“ og
settu það í efsta sæti, ef ég
man rétt. 17 ára gamall var
hann orðinn einskonar undra-
barn og á hraðri leið upp á
tindinn
Til að byrja með lét hann sér
nægja að ferðast um Bretland,
Frakkland og Belgíu en eftir
að hann sendi frá sér sína fyrstu
LP-plötu, fóru Bandaríkja-
menn að taka eftir honum og
plötunni hans, „Mona Bone
Jakon“ (A&M). Þá hafði músík
hans breytzt, var orðin einfald-
ari og opnari, enda hafði hann
þá verið í skugganum í tvö ár:
Cat Stevens hafði verið með
berkla. Fæstir vissu það fyrr
en hann kom aftur af spítalan-
um, og fljótlega eftir það við-
urkenndi hann að það hefðu
ekki eingöngu verið berklar,
heldur hafði hann einnig feng-
ið taugaáfall. Rétt eins og Jam-
es Taylor breyttist hann tölu-
vert, eins og áður er sagt og
hann fór að verða dálítið
hræddur við umhverfi sitt. Það
er greinilegt í til dæmis „Miles
From Nowhere" og einnig í
„Longer Boats“, sem staðfestir
trú hans á fljúgandi diska. Svo
gerir hann lög eins og „Monn-
shadow“, sem sameinar bæði
g’eði og sorgir, ánægjuefni og
ótta. Allt í gegnum lög hans
má greina þá tilfinningu að
likamí hans falli í sundur og
að á hann sé horft af óþekktum
verum. „Ég er að vinna að nýju
lagi um fljúgandi diska,“ segir
hann. „Ég er ekki hræddur við
að ég verði fyrir líkamlegu
áfalli, heldur er það hugurinn
sem ég hræðist. Líkaminn sér
um sig, en ekki hugurinn. Já,
ég er hræddur við að verða
briálaður. Hug manns veit mað-
ur eiginlega ekkert um ... ég
vona samt að ég verði aldrei
briálaður. Ég berst gegn því..“
Fljótlega eftir að Cat kom af
siúkrahúsinu samdi hann lagið
„Lady D’Arbanville", um vin-
konu sína er hét því nafni, en
lagið var samið þegar hún yf-
Hagkaup
AUGLÝSIR
Nýkomin hnésíð vesti úr
„Courtelle jersey". Einlit og
mynstruð, litir í stíl við hinar
vinsælu jerseybuxur okkar.
Sérlega glæsileg buxnasett,
sem klæða konur á öllum
aldri.
rHIIHIMill
hiimimmim(
JMIMIIMIMII
MMIMIiMIIIIM
MMMMIIMIMII]
MMHMIMMIMll
IMIMMMMIMMj
MMMMIMMMir
'MMMIMMMM
'MIMMMMMI
■MIMMIIIll
iMIMHtMMMIMMMIMMMMMlit.
••MIiiimmmmIIMIIMMMMIMMMMMMIMMMMMIIMMMMM
iMMIIIIIIf.
miimiMiiim.
IIIMIMIMIIM.
1IIIIIIIIIMMMI
IIMlllMIIIIIMM
IMMIMIMMMM'
IIIMIIMMIIMM
IMIIIIIIMMIMI
IIMMMMIIMM*
MMMMIIIMI'
IMIMMII'*
Skeifunni 15
irgaf Cat til að gamna sér með
Mick Jagger. Laglínan var,
kaldhæðnislega — og viljandi
eða ekki — mjög áþekkk lagi
Jaggers „Lady Jane“ af After-
math. I textanum bjó Cat henni
hina hinztu hvílu: „Tho’ in your
grave you lie, I’ll always be
with you...“, og lagið lenti í
efsta sæti í 6 löndum.
Cat er viðurkenndur og góð-
ur listamaður, en hann virðist
vera einn þeirra sem ekki þró-
9. TBL. VIKAN 43