Vikan


Vikan - 02.03.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 02.03.1972, Blaðsíða 22
«€ Við fetuðum okkur, skref fyrir skref, inn með klettasyll- unni, sem var mjög mjó og í hvert sinn sem alda skall upp að munnanum, numum við staðar og þrýstum okkur upp að klettinum. En við hefðum ekki þurft þess, því að sjórinn náði aldrei upp að klettaveggn- um, en þetta var samt hroll- vekjandi. - Hve langt eigum við eft- ir? spurði ég. - Ég veit það ekki. Ég var hér að degi til og þá sér mað- ur betur. Hún var mjög andstutt. Hún var jafn hrædd og ég, það var mér ljóst. Ef til vill vissi hún ekki meira en ég um flóð og fjöru á þessum stað. Ég fór að telja skrefin. Ég var kominn upp að ellefu, þeg- ar Jacky sagði: Nú held ég að við séum rétt komin. Nú er farið að halla upp á við. Hún lyfti ljósinu ennþá hærra og ég sá að við vorum komin að botni gjótunnar. Kletturinn var sléttur að ofan og syllan lá í boga upp á brún- ina. Allt í einu varð óhugnan- lega hljótt í gjótunni. Brim- sogið hljóðnaði, rétt eins og þegar skyndilega lygnir und- an stormi. Við stóðum graf- kyrr. Þessi ógnvekjandi þögn var eins og fyrirboði einhverra hamfara. Jacky hvíslaði: — Heyrirðu? Og þá heyrði ég það; sama hljóðið, sömu drunurnar, und- anfari holskeflunnar. — Stökktu! öskraði ég. Jacky tók undir sig stökk. Lióskerið sveiflaðist svo ég sá ekki klettasylluna en hljóp í blindni eftir Jacky. Það drundi eins og í neðanjarðarlest, þeg- ar aldan reið af. Eg heyrði Jacky hrópa: —- Ross! Hún þrýsti sér í örvæntingu upp að klettasyllunni. Hávaðinn var ægilegur og mér fannst ég ekki komast úr sporunum, þótt ég tæki á öllum mínum kröf+um Eg tók undir mig stökk fram að klettasyllunni, en missti fótanna. Eg náði samt haldi á syilunni og gat með miklum erfiðismunum reist mig upp. Ee lá við fætur Jacky, þegar aldan skall á klettinum og há- vaðinn ætlaði að sprengja í mér hlióðhimnurnar. Sælöðr- ið gerbleytti okkur bæði og fossaði niður af klettinum. Það virtist heil eilífð þangað til aldan sogaðist út aftur. Ég lá þarna og saup hveljur og gat ekki komið mér á fæt- ur. Jacky skalf og nötraði, ég fann það, því að ég lá upp við fætur hennar. Að lokum sagði hún vesældarlega: — Við verðum að koma olckur út héðan, við verðum að hafa hraðann á. Það getur komið önnur alda til! — Nei, sagði ég, — það er ómögulegt, það getur ekki kom- ið ein í viðbót! — Ó, guð, hljóðaði hún, — skilurðu þetta ekki? Það er fjara núna. Hvernig heldurðu að það verði þegar flóðið kem- ur? Ég klöngraðist á fætur. Ég fann ekki fyrir ótta, tók hana aðeins í faðminn, til að reyna að róa hana. — Hvar eru peningarnir? spurði ég svo. Mér var reynd- ar alveg sama um þessa pen- inga. Hún svaraði en virtist jafn kærulaus og ég: — Þarna inni. Ég skal sækja þá. Taskan lá lengst inni í gjót- unni. Taskan, sem ekki var með sjúkrakassa, heldur sjö þúsund dollurum. - Fáðu mér ljóskerið, sagði ég. — Þú getur passað pening- ana. Svo það varð ég sem gekk á undan út. Óljósri minningu skaut upp í huga mér, eitthvað um það að öldurnar kæmu níu í röð. í níunda sinn gátufh við átt á hættu ag holskefla steypt- ist yfir okkur. Ég fór að telja í huganum. Þegar ég var kominn upp að fimm, eygði ég gjótuopið og þar með var okkur borgið. Sjötta aldan . . ■ sjöunda . . . áttunda, níunda. Hjartað barð- ist í brjósti mér. En það kom engin holskefla. Við komumst út úr gjótunni og gátum að lokum klifrað upp h klettana, dauðuppgefin. Þar lágum við svo og reyndum að ná andanum. Það var Jacký, sem fyrst settist upp. — Komdu, við verðum að flýta okkur til hinna. — Hve lengi höfum við ver- ið í burtu ? — Fjörutíu mínútur, held ég. En það tekur okkur tutt- ugu mínútur að komast til kap- ellunnar. Við þögðum alla leiðina. Querol mætti okkur í dyrum kapellunnar. — Þið komið fyrr en ég bjóst við, sagði hann. — Kom- ið inn, svo við getum lagt á ráðin. Við settumst öll í kringum ljóskerið, en það eina sem mig langaði til var að leggjast útaf og sofna. Eftir andartak tók ég um hnén og hallaði mér fram. Við hlið mér sat Jacky og kveikti i sígarettu. Ég leit út undan mér og sá að hún skalf. Querol hætti við það sem hann ætlaði að segja og sneri sér að mér: - Hvað er að, Ross? — Ég er bara þreyttur, sagði ég, en brimhljóðið hljómaði ennþá fyrir eyrum mínum. Querol hrukkaði ennið. — Hve lengi þarftu að hvíla þig? — Hve langan tima höfum við til stefnu? Tæplega klukkutíma. Hann leit á úrið. — Klukkuna vantar tuttugu mínútur í átta. Til öryggis getum við sagt klukkan hálf níu. — En hvað eigum við að gera? spurði ég. — Gefast upp. Ég fann að Jacky hrökk við. — Hvað áttu við með því? Hún hallaði sér áfram og leit spyrjandi á föður sinn. — Auðvitað ekki í alvöru, sagði Querol óþolinmóður. — Þið skiljið það líklega. En við skulum þykjast. Við erum öll þreytt, glorhungruð og tveir eru særðir. Við skiljum alls ekki hvað Jonathan ætlast fyr- ir og við kærum okkur ekki um að vita það. Við erum sem- sagt örmagna. Skiljið þið hvað ég á við? ? Ég kinkaði kolli. Hann leit á mig og sagði: — Reyndu að hvíla þig þessa stund, Ross. Þú getur hlustað. Ég teygði úr mér og dreng- urinn spurði: — Viltu ábreið- una, Ross? Hann ætlaði að rétta mér hana. en ég hristi höfuðið. Eg gladdist yfir vel- vilja hans og reyndar þeirra allra. Querol hélt áfram að leggja á ráðin. — Jonathan má ekki finna að honum geti staf- að hætta frá okkur. Hann veit að Leigh skaut á mig og barði drenginn til óbóta. Hann veit kannski líka að Fred sló þig, Ross. Þú getur, að minnsta kosti, látið sem þú sért að lot um kominn. Mooney er nú ekki beint á unglingsárum og hann er algerlega heyrnarlaus. Jacky . . . já, hann heldur líklega að hún elski hann enn- þá, þrátt fyrir allt. Ég sá að Jacky kipraði sig saman, eins og til að verja sig. Querol hélt áfram: ■— Jonathan hefur Leigh á sínu bandi og það getur verið að þeir séu báðir vopnaðir. Hann leit til Jacky. — Það er mikið undir því komði hvort hann getur bjargað sér án þess að nota hækjurnar. Getur hann það? — Nei. En hún hugsaði sig svo um. — Það getur reyndar verið, ef hann þarf að verja líf sitt. Er það það sem þú átt við? — Ég var nú aðallega að hugsa hvort hann getur notað bæði byssuna og hækjurrrar í einu. — Það veit ég ekki, sagði Jacky hikandi. — Nú, þá verðum við að taka því sem að höndum ber. Aðalatriðið er að komast þang- að og fá tækifæri til að múta Leigh. Það kemur í þinn hlut, Jacky. - En hvernig fer ég að því? — Það veit ég ekki. Það þýð- ir ekki að brjóta heilann um það fyrirfram. Þú verður að- eins að vera á verði, þegar tækifærið býðst til að tala við hann. Við sátum þögul um hríð og hugsuðum um þetta fram og aftur. Svo stóð Querol upp og ýtti við Mooney. —- Komdu með mér út að minnismerk, inu, svo ég geti stafað það sem þú átt að gera. Við hin sátum kyrr. Jacky flutti sig nær mér. — Ross ... Það er eitthvað svo ómannlegt að vera að leggja á ráð um að ráða niðurlögum Jonathans, ef til vill myrða hann . . . ? — Elskar þú hann ennþá? spurði ég. Hún svaraði ekki. Eftir stundarkorn sagði hún með lágri rödd: Heldurðu að það geti ekki verið að okkur hafi skjátlazt hvað hann snertir? Nú var það ég sem þagði. Ef hún hélt að minnsta hætta væri á því, þá var það vegna þess að hún vildi trúa því. Querol kom aftur inn með Mooney, sem var hýr í bragði og tuldraði æ ofan í æ: — Framháld á hls. 49. 22 VIKAN 9. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.