Vikan


Vikan - 02.03.1972, Blaðsíða 21

Vikan - 02.03.1972, Blaðsíða 21
ViS höfðum veika von um að geta ráðið niðurlögum Jonathans og Jacky hafði lofað að hjálpa til. En hvernig myndi hún snúast við, ef líf hans væri í veði? Gátum við treyst því að hún væri ekki ástfangin af honum lengur? — Sein við eigum þá að gefa Leigh? — Já. að sjálfsögðu! Það varð dauðaþögn um stund. Querol var djúpt hugsi og hrukkaði ennið. — Þetta er kannski athugandi, sagði hann að lokum. — En ég er ekki hrifinn af að láta þig fara inn í þessa gjótu í myrkri . . . — Ég get að minnsta kosti reynt það, sagði Jacky. Querol horfði á hana og sið- an á úrið sitt. — Hvenær býst Jonathan við David? Um klukkan ellefu. En það getur orðið nokkrum tím- um fyrr eða síðar. — Þá segjum við klukkan níu til að vera örugg. Nú er klukkan hálf sjö. Þú hefur þá rúma tvo tíma til stefnu. Er það nægur tími? — Já, það held ég. Querol horfði hvasst á hana. — Veiztu nákvæmlega um flóð og fjöru? — Já, ég held að nú sé fjara. Svo sagði hún ennþá ákveðn- ari: ■ — Ég er viss um að nú er fjara! — Þú mátt ekki hætta á neitt, sagði Querol. — Þú verð- ur að vera alveg örugg, ■ ann- ars færðu ekki að reyna þetta. Ertu alveg viss? — Já. Hún stóð upp og ég stóð líka upp og tók ljóskerið. — Þá förum við, sagði ég. Hún horfði á mig. -— Við? — Já, ég fer með þér,- Ég bjóst við mótmælum og andartak var hún hikandi. En svo brosti hún. — Þakka þér fyrir, Ross, ég er fegin ef þú kemur með mér. Það var farið að dimma og mjög kalt, þegar við komum út. Jacky skalf og horfði óró- leg til himins. — Bara að það fari nú ekki að rigna! Við gengum eins hratt og við gátum. Bæði til að halda á okk- ur hita og líka vegna þess að við vissum að við máttum eng- an tíma missa. En það var kannski taugaveiklun, því að við höfðum tvo tíma til stefnu, og ef okkur heppnaðist ekki að ná í peningana, þá gátum við þó alltaf gert það sem við höfð- um 4alað um, að koma að Jona- than aftan frá og reyna að ráða niðurlögum hans. Jacky gekk á undan með ljóskerið. Við gengum alveg í fjöruborðinu, það var miklu auðveldara að ganga þar. Það var mjög hvasst og skýin þutu um himininn, svo að stundum glitti í tunglið milli bólstr- anna. Framundan var vestur- tindurinn. Við urðum að fara svolítið inn á eyna, til að kom- ast í kringum hann og þar var töluvert erfiðara yfirferðar. Klettarnir voru víða sprungn- ir og þar var bæði möl og laus- ir steinar. Nú blasti austurtindurinn við okkur. Ég fór að kannast við mig, því að þarna hafði ég komið að Jacky, þegar ég hélt að hún hefði fallið niður í gjótuna. Hún hlaut að hafa hugsað það sama og ég, því að hún andvarpaði. — Ó, að þú hefðir aldrei komið, Ross, þá hefði allt farið öðruvísi. - - Hvað hefðir þú þá gert? — Ekkert. Ég hefði einfald- lega farið aftur um borð í Yabbie. Og þá hefðum við ekki verið hérna nú. — En þá hefðum við heldur ekki getað hjálpað David, and- mælti ég. — Nei, það er satt. En þá vissi ég ekki þetta með David Við komum að gjótunni og ég heyrði brimsogið, sem ég mundi eftir að hafa heyrt áð- ur. Við horfðum niður í gjót- una. — Það er háfjara, sagði Jacky, — við verðum að flýta okkur. En ég heyrði eitthvað ann- að. Ég lagði við hlustirnar. — Hvað er þetta? Ég heyrði einhverjar drunur langt í fjarska, en hljóðið nálg- aðist. Allt í einu brotnaði hár öldufaldur fyrir neðan okkur og sjórinn streymdi inn í gjót- una. Þetta skeði með ótrúleg- um hraða. Ég sá, mér til skelf- ingar, að gjótan fylltist af sjó. — Það er að koma flóð, sagði ég, — við náum því ekki. Jacky hristi höfuðið. — Það koma svona öldur einstaka sinnum, þótt fjara sé. En það skeður ekki oft. Ný alda brotnaði við gjót- una, en hún var ekki eins stór. Sjórinn náði ekki upp á syll- una, sem mér skildist að við þyrftum að komast að. Ég hik- aði enn. Hafði Jacky á réttu að standa? — Við bíðum eftir fimm öldum ennþá, sagði hún, — svo getum við farið inn í gjót- una, ef þær verða ekki fleiri. Hvers vegna aðeins fimm? Hún brosti dauflega. — Það er happatalan min. Mér fannst ekki rétt mikið öryggi í þessu. Við biðum. Þeg- ar ég hafði talið fimm öldu- falda og fleiri voru ekki sjá- anlegir, sagði ég hikandi: — Jæja? Hvað eigum við að gera? — Við verðum að reyna, sagði Jacky. Hún fór á undan og hélt ljósinu hátt yfir höfði sér. Ég sá varla nokkurn hlut og varð að halda mig við hæla hennar til að vita hvar ég gæti tyllt fótunum. Skyndilega kom ein alda í viðbót og skvetti brim- löðrinu yfir okkur. Við nám- um staðar, en sjórinn náði ekki til okkar og aldan sogaðist út aftur. Við flýttum okkur að komast inn í sjálfa gjótuna. Eg gat ekki séð hve hátt var til lofts en öldusogið bergmálaði óhugnanlega. — Þetta er erfiðasti hjall- inn, sagði Jacky, — og ég verð að viðurkenna að ég er skít- hrædd. Það glitti í kolsvart vatnið, sem aldrei sogaðist út úr gjót- unni og lyktin af rotnu þangi sló fyrir vit okkar. n 9. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.