Vikan


Vikan - 02.03.1972, Blaðsíða 41

Vikan - 02.03.1972, Blaðsíða 41
pek vakti enga sérstaka athygli. Árið 1942 tók hann í fyrsta sinn þátt í tékkneska meistaramót- inu. Á þessu móti komu fram margir nýir íþróttamenn, sem áttu eftir að gera garðinn fræg- ar.n. Ný kynslóð var að taka við af þeim gömlu. Keppnin í 1500 m’ hlaupinu var geysi- skemmtileg, Ali sigraði, en Zatopek varð fimmti á 4 mín. 13,9 sek. Ellefti varð Cevona, sá sem varð fjórði í 1500 m hlaupi á Olympíuleikunum í London 1948. — Hvert ætlar þú í sumar- fríinu? Ég ætla að taka þátt í nokkrum mótum. Ég ætla að hlaupa. Það var yfirmaður Zatopeks í verksmiðjunum, sem hafði spurt hann þessarar spurningar. Hann horfði á Zato- pek með fyrirlitningu. Þvíyk tímasóun eða eitthvað á þá leið, mátti lesa úr svip hans. Zatopek leiddist þetta og fannst hörmu- legt, að yfirmaður hans skyldi ekki skilja tilfinningar hans, en við því var ekkert að gera. Æfingarnar voru erfiðar, en árangurinn kom hægt en mark- visst. Hann tók þátt í víða- vangshlaupi vorið 1943, svo- kijlluðu Vitkovis-hlaupi og sigraði, en meðal þátttakenda var Sale. Fólkið fagnaði honum ákaft, en engir höfðu hugmynd um þau óþægindi og vonbrigði, sem hann hafði orðið fyrir skömmu fyrir hlaupið. Fólkið vissi ekki, að Zatopek vann erf- iða og óheilbrigða vinnu og yf- irrpaður hans gerði allt til að auðmýkja hann. Eftir sigurinn vildu allir gefa honum góð ráð, bæði hlaupar- ar og aðrir. En Zatopek fór sín- ar eigin leiðir, hann hljóp fyrst og fremst ánægjunnar vegna, en ekki vegna sigursins. — Tilkynntu ekki þátttöku þína í 1500 metra hlaupið, sögðu félagar hans við hann, fyrir eitt mótið. Sale sigrar þig. Zato- pek brosti aðeins og gekk á höndum á grasflötinni. — Af hverju ekki, er eitthvað rangt við það? Hann hljóp og gerði sitt bezta. Hann varð fjórði, hlaut tímann 4 mínútur og 7,4 sek. Sale sigraði, en Zatopek vann Ali. Zatopek fór heim til Zlin og æfði betur en nokkru sinni. Fé- lagar hans sem enn voru betri en hann, tóku lífinu með ró, þeir lágu í leti og voru ánægð- ir með sjálfa sig. Hann hugsaði með sér: Ef ég set mér ávallt nýtt takmark að keppa að, og er gagnrýninn á sjálfan mig, kemur árangurinn. Stórhlaup- ararnir eru oft hættulega þarf á mjúkum klæönaöi aö halda þvf að húð ungbarna er viðkvæm og þolir illa hrjúfa ertingu. Plús mýkingarefni losar sundur trefjar hvers konar vefnaðar og prjÓna- efna, svo að þau verða lífmeiri, léttari, mýkri og hlýrri en ella. Bætið Plús í síðasta skolvatnið og reynið muninn. mýkingarefni mýkir, léttir, lyftir, eyðir rafmagni og auðveldar strauningu. aminum aldri

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.