Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 15
FRAMHALDSGREIN
Seytjánda desember 1968 var Barböru,
tvítugri dóttur Flórída-auðkýfingsins
Roberts Mackle rænt og hún grafin
lifandi í þröngri viðarkistu. Jafnskjótt
og ræningjarnir höfðu Kaft samband
við fjölskylduna ákvað Robert Mackle
að borga lausnarféð, hálfa milljón
dollara. Hann fékk FBI í lið með sér
og skildi peningana eftir í ferðatösku
á tilteknum stað. Nokkrum klukku-
stundum siðar var taskan horfin, og
Mackle hélt að allt hefði gengið að
óskum. En þá fékk FBI tilkynningu
frá lögreglunni á staðnum: tveir lög-
regluþjónar í eftirlitsferð höfðu fund-
ið töskuna og tekið hana með sér til
lögreglustöð varinnar!
Víða í Bandaríkjunum er talsverður
rígur milli FBI, alríkislögreglunnar,
og lögreglunnar á hverjum stað. Sam-
starf þeirra er oft klént. Þannig varð
það í Miami í því máli, sem hér segir
frá. Þegar Robert Mackle um morg-
uninn nítjánda desember skildi ferða-
töskuna með lausnarfénu eftir við múr-
vegginn lága, sem lokaði Fair Isle
Street, var það með vitund og vilja
FBl. En FBI hafði ekki látið lögregl-
una á staðnum vita að fyrirhugað vœri
að ganga að kröfum rœningjans. Og
það hirðuleysi hefði getað haft örlaga-
rík áhrif.
Klukkan þrettán mínútur fyrir fjög-
ur að morgni fékk Robert Mackle til-
kynningu um hvar hann skyldi skilja
peningana eftir og hann ók tafarlaust
út á aðalveg eitt. Um það leyti var
Paul Self lögregluþjónn að drekka
kaffi í nœturkaffihúsi við sama veg.
Þegar hann var búinn úr bollanum,
hélt hann áfram eftirlitsferð sinni og
ók suður eftir aðalveginum. Þegar hann
kom auga á bíl, sem lagt hafði verið
á Fair Isle Street, dokaði hann við og
leit á hann.
Þetta var blár stöðvarvagn, módel
1966. Enginn var í honum og dyrnar
voru lœstar. Baksætið var fullt af föt-
um og töskum. Self leit á skráningar-
númerið: P 72098 Massachusetts 1968.
Self vissi ekki að FBI vissi að mann-
rœningjarnir voru á bláum stöðvar-
vagni með Massachusetts-númeri,
framleiddum erlendis. Hann vissi yfir-
höfuð ekkert um þetta sérstaka mann-
rán nema það, sem hann hafði heyrt í
útvarpinu og lesið í blöðunum. En það
var ótrúlegt að gestur í einhverri af
villunum umhverfis færi að leggja bíl
sínum í Fair Isle Street. Self akvað að
ganga úr skugga um hver bileigandinn
væri og bað um liðstyrk frá stöðinni
gegnum senditœki bílsins síns. Svo ók
hann til vegarins að brúnni, sem ligg-
ur yfir á Fair Isle, og beið. Þar hafði
hann Volvo-bílinn stöðugt innan sjón-
múls.
Þegar klukkuna vantaði tuttugu og
fimm mínútur í fimm hafði Robert
Mackle loksins fundið staðinn. þar sem
hann átti að skilja peningana eftir.
Mannrœninginn hafði sagt að hann
skyldi hafa til marks blikkandi vasa-
Ijós, en nú sáust engin slík Ijósmerki.
Robert Mackle óttaðist nú að hann
hefði komið of seint. En hann skildi
töskuna eftir hjá múrnum, og á heim-
leiðinni bað hann til Guðs að rœning-
inn kœmi aftur og nœði í töskuna.
Þegar klukkuna vantaði nítján min-
útur í fimm hringdi mannrœninginn
heim til Mackles og spurði hversvegna
Mackle hefði ekki komið með pening-
ana. Hann var fullvissaður um að
Mackle hefði lagt af stað með þá.
Á meðan hafði William Sweeney lög-
regluþjónn komið lil móts við Self við
veginn að brúnni. Sweeney taldi lík-
legast að einhver ástfangin skötuhjú
vœru á bílnum og að þeim vœri því
óhætt að bíða átekta. Nokkrar mínút-
ur yfir fimm sáu þeir manneskju Jcoma
gangandi i um hundrað og fimmtíu
metra fjarlœgð frá sér í stefnu á Volvó-
inn.
Þeir ákváðu að kynna sér mann
þennan nánar og stigu inn í bíla sína.
I þeirri svipan kom Self auga á aðra
manneskju, sem kom á ská yfir veginn
í áttina að Volvonum. Hún var á
milli hundrað og fimmtíu og tvö hundr-
uð metra frá þeim og hélt á einhverju.
Sélf gaf Sweeney merki um að gefa
.þessari manneskju gætur en einbeitti
sér sjálfur að hinni fyrri.
Sweeney snaraðist út úr bílnum og
gekk í áttina til ,,síns“ manns. En áður
hafði hann talað inn í senditækið: —
Þetta er 961. Ég veiti eftirför hvítum
manni fótgangandi.
Þegar hann kom út úr bllnum, tók
sá sem hann stefndi á eftir honum og
tók á sprett í áttina að South Miami
Avenue. Sweeney sá hann hlaupa út á
Southwest Road og beint að hálfs ann-
ars meters hárri stálþráðagirðingu, sem
var við rætur brattrar brekku. Bakvið
girðinguna tók við stígur upp að sex
akreina vegi.
Sweeney kom að girðingunni í sömu
svÍDan og maðurinn var kominn yfir
og {ekinn á sprett að nýju.
— Stanz! æpti Sweeney. — Stanzaðu
eða ég skýt!
Maðurinn sneri sér hægt við og
Sweeney hélt að hann ætlaði að gefast
udd. En svo sá hann að maðurinn var
með byssu. Án þess að miða hleypti
Sweeney af tveimur skotum og kast-
aði sér síðan flötum. Flóttamaðurinn
svaraði ekki í sömu mynt. Þegar
Sweeney stóð unp var hann horfinn.
Sweeney gekk aftur til bíls síns og
ók tilbaka að Vo'vonum. í skininu frá
billjósunum kom hann allt í einu auga
IKLOM
RÆNING7A
3. HLUTI
á tvær töskur, sem lágu á grasivaxinni
ræmunni milli akreinanna. Það var
kvenveski og venjuleg ferðataska.
Hann opnaði veskið fyrst. í því voru
sundfitjar, köfunargríma, sundgler-
augu, málband úr stáli og tvær raf-
hlöður í vasaljós. Á veskinu stóð hvít-
um bókstöfum nafnið Ruth Eisemann.
Sweeney opnaði ferðatöskuna. Hún
reyndist troðfull af dollaraseðlum.
Stundarkorni síðar kom Self lög-
regluþjónn einnig á vettvang. Hann
hafði einnig misst af manneskju þeirri
er hann elti.
Klukkan var orðin meira en sex um
morguninn þegar þeir Sweeney og Self
komu með ferðatöskuna á lögreglu-
stöðina í Miami. Þeir voru hinir
hreyknustu.
Þegar hér var komið hafði Barbara
Mackle legið í fimmtíu klukkustundir,
yfir tvo sólarhringa, í þröngri kistu
hálfan meter í jörðu niðri einhvers-
staðar fyrir utan Atlanta í Georgíu.
Mikinn hluta þess tíma hafði hún orðið
að þreyja í myrkri, þar eð lampinn
hennar var útbrunninn.
,,Ég hugsaði aftur um að deyja.
Þrisvar eða fjórum sinnum hugsaði ég:
Þetta verður þá líkkistan mín. Síðan
hugleiddi ég hver myndi finna mig og
hve langt liði þangað til. Kannski yrði
það einhver bóndinn. Eða éinhver sem
ætlaði að byggja hérna hús. Eftir tíu
ár? Eða tuttugu?
Þegar mér leið hvað verst sagði ég
hátt við sjálfa mig: Ég bind enda á
þetta strax. Fyrst ég á að deyja hér
hvort eð er, vil ég fá það afstaðið. Svo
tók ég viftuna úr sambandi. Það yrði
hlýtt og kæfandi og innan skamms
gæti ég ekki dregið andann.
En svo herti ég mig upp. — Eitthvað
hlýtur að gerast. Pabbi borgar. Og hann
hefur einhver ráð með að finna mig.
Ég tók viftuna hvað eftir annað úr
sambandi. Þyturinn í henni pirraði
mig. Þegar ég hafði hana ekki í sam-
bandi varð loftið í kistunni þungt og
. kæfandi. Ég man að ég hugsaði nokkr-
um sinnum sem svo: þetta er átórgott,
nú sofna ég. Þannig líður tíminn fljót-
ast. Það. var gott og ég faan að mér
varð hlýrra. Ég er viss um að mér rann
í brjóst, en hve lengi veit ég ekki.
En þegar ég vaknaði hugsaði ég: En
ef ég nú sofna fyrir alvöru með viftuna
úr sambandi, hvernig kemst þá loftið
inn? Ég kafna þá kannski í svefni. Svo
Framhald á bls. 47.