Vikan


Vikan - 29.03.1972, Page 16

Vikan - 29.03.1972, Page 16
ÚLFKONAN FRÁ JOSSEUN Ég leit í sömu áttina og hann og sá þá sjón, sem geröi mig steinhissa. Einmitt á sama blettinum þaðan sem úlfa- hópurinn hafði horfið inn í skóginn fyrir nokkrum mínútum, kom há og grannvaxin stúlka út úr skóginum... ÖRSTUTT FRAMHALDSSAGA EFTIR ARLTON EDDIE - FYRSTI HLUTI —• Listin er löng en ævin stutt — og ég er orðinn glorsoltinn eins og úlfurinn í sögunni. Ef þú ætlar að húka lengur hérna í myrkrinu uppi á brekkunni, ætti ég að reyna að ná mér í tjald, eða eitt- hvað, svo að við getum setzt hér að fyrir fullt og allt. Ég hefði getað sparað mér þessi ónot, því að þau íéllu á eyru, sem voru dauf — að minnsta kosti í bili, Alan Grantham gerði sér ekki einusinni það ómak að líta í áttina til mín. Ég sá hann óljóst, þar sem hann sat þarna í kjarrinu, kengbog- inn yfir teiknibrettið sitt, og tók ekki eftir neinu nema hinum dýrðlegu litum sólar- lagsins, sem hann var að reyna að ná á léreftið, sem fyrir framan hann var, með taugaóstyrkum en þó fimlegum pensil- strokum. Svona listamannshrifning getur svo sem verið fullgóð, og ég get sjálfur orðið nógu hrifinn, á viðeigandi stað og stundu — en ég er bara hræddur um, að ég sé ekki rétt vel lagaður til að gleyma mér í hrifn- ingu af fögru landslagi, eftir langan og þreytandi dfig undir beru lofti. Jafnvel landslagsmálari, sem er að brjótast áfram, þarf einstöku sinnum að eta, og ég var bæði hungraður og þreyttur. Við Alan höfðum verið lagðir af stað til litlu krár- innar, þar sem við héldum til, þegar félagi minn hafði komið auga á keilulaga turn- ana þrjá á fjarlægri Josselinhöllinni, sem bar fallega við gulrauða sólarlagsbirtuna. Það var ekki úr að aka — hann- varð að taka upp dótið sitt aftur og gera uppkast af þessu, tafarlaust. Ég hafði látið þetta gott heita, í þeirri trú, að hann ætlaði aðeins að mála nokkr- ar lauslegar strokur. En þegar sólarlagslit- irnir urðu sterkari, hafði Alan orðið æ niðursokknari í verk sitt og útfært frum- drættina æ meir — og ég hafði orðið enn soltnari og tekið að geta mér til um, hvað við mundum fá til kvöldverðar hjá krár- konunni okkar. Auk þess var fimm Jcíló- metra leið til krárinnar og forugu stíg- arnir voru ekkert skemmtilegir að ganga þá í myrkri. Skapið í mér var rétt í þann veginn að springa, þegar ég sló úr pípunni minni við steininn, sem ég sat á og svo reis ég á fætur. — Ætlarðu að koma heim? öskraði ég, svo að bergmálaði frá hæðunum þarna í kring. í þetta sinn lét hann svo lítið að líta við. — Eftir mínútu, sagði hann. — Ég er alveg að verða búinn. — Þér er ekki alvara! sagði ég háðslega. — En blessaður, hraðaðu ekki þessari dá- samlegu mynd þinni of mikið, af eintómri nærgætni við mig! Hversvegna ekki doka í nokkrar mínútur enn? Þá geturðu skellt á hana nokkrum stjörnum og einu tungli og kallað hana svo ,,Næturljóð“. Vinur minn stöðvaði allt frekara glens af minni hálfu, með því að þerra af spjaldinu sinu og penslunum og stinga hvorutveggja í málverkakassann sinn. Eftir nokkrar sekúndur var hann kominn til mín á mjóa stíginn og hélt á votu málverkinu í hendinni. — Þú telur ekki eftir töfina þegar þú sérð þessa mynd, sagði hann hlæjandi og sjálfsöruggur og hóf myndina á loft handa mér að skoða. —i Ég vil heldur hrósa klessunum þín- um við dagsbirtu, sagði ég stuttaralega. — Ég er hvorki köttur né ugla, og sé þvi ekki vel í myrkri — og það minnir mig reyndar á hitt, að við þurfum á allri okkar sjón að halda, til þess að rata aftur til Josselin. Nóttin verður áreiðanlega dimm eins og kýrvömb, þegar þetta bless- aða sólarlag þitt er horfið fyrir fullt og allt. Okkur væri betra að bregða fyrir okkur löppinni, svo að hún frú Boussac fari ekki að senda út hjálparsveit af hræðslu við, að við höfum lent í klónum á Ankou, dauðaguðirtum, sem er almennt i talinn vera á ferli um hæðirnar og skóg- ana á næturþeli. — Eða láta mannætuhópinn éta okkur, sagði Alan og kinkaði kolli brosandi. Mér fannst þetta orð hálf-óhugnanlegt, enda hafði ég aldrei heyrt það fyrr. Ég spurði Alan. hvað það þýddi, en hann

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.