Vikan - 29.03.1972, Síða 18
CAROLE KING:
TOPPLÖG í
FJÖLDA -
FRAMLEIÐSLU
Lítillega drepið á feril og tónlist konunnar sem
lagt hefur heiminn að fótum sér.
Það var ekki svo lítið veður
gert út af því þegar sænska
„leikkonan“ Britt Ekland kom
hingað fyrir tilviljun, er ein-
hver óprúttinn fýr hvíslaði því
að TWA að sprengja væri í
einni flugvél þeirra. fslenzkir
blaða- og fréttamenn þustu út
á flugvöll'og mynduðu Britt í
bák og fyrir og flestir tóku
fram að maðurinn sem með
henni var á myndunum héti
Lou Adler og væri amerískur
„framleiðandi". Þrátt fyrir að
Britt Ekland hafi falleg brjóst
(eins og sést í myndinni „The
Night They Raided Minsky‘s“).
þá er hún nauðaómerkileg leik-
kona, en aftur á móti verður
ekki sagt um Lou Adler að
hahn sé hauðaómerkilegur. Rétt
er, að hann er kvikmyndafram-
leiðandi, og fékk til dæmis ein
mynda hans, sú fyrsta ef ég
man rétt (Brewster McCloud),
nokkuð góða dómá. Það sem
Lou Adler er þó fyrst og fremst
þekktur fyrir — og virtur að
sama skapi — er stjórn hans á
hljómplötuupptökum (record
production). Hann hefur átt
stóran þátt i velgengni fólks
eins og þeirra ' Jan & Dean,
Mama's & Papa's, Neil Sedaka
og að ógleymdri Carole King.
Adler hefur verið persónuleg-
ur vinur Carole í mörg ár, og
það var hann sem stjórnaði
upptökunni á plötunum henn-
ar, „Writer", „Tapestry" og svo
þeirri nýjustu, „Carole King
Music“.
Engan þarf að undra, að
Adler hefur hina mestu trú á
Carole King — sá sem hefur
það ekki hlýtur að vera eitt-
hvað bilaður á efri hæðinni —
og sagði hann til dæmis nýlega
um „Music“, að Carole hafi
alltaf verið fær um að semja
fyrir aðra lög, sem færu ör-
ugglega í eitt af efstu sætum
vinsældalistans, og þar sem hún
hafi þurft 12 góð lög (follow-
ups) til að fylgja „Tapestry“
eftir, hafi hún samið þau og
kallað einu nafni „Carole King
Music“. (Kannski er þetta dá-
lítið þvælt, en við vonum að
það skiljist).
Carole er lítið fyrir að veita
viðtöl og hefur m. a. neitað
bæði Time og Newsweek um
forystugreinar. „Henni finnst
hreinlega ekki borga sig að
vera að útskýra allt mögulegt
fyrir fólki,“ sagði Adler í við-
tali á fyrra ári. „Hún vill lifa
sínu eigin persónulega lífi þeg-
ar hún er ekki við upþtöku
eða á hljómleikum og þá er
engin ástæða fyrir hana að
vera að útskýra líf sitt. Tón-
list hennar er auðskilin og það
þarf ekki að blanda henni sam-
an við persónulegt líf hennar."
Carole King er búin að vera
í „bransanum“ í rúman ára-
tug. Til að byrja með var hún
hluti af Goffin/King-tónskálda-
dúettinum, en Gerry Goffin var
eiginmaður Carole í mörg ár og
gat við hana tvö börn. Fyrsta
lagið sem þau gerðu og sleikti
toppinn á vinsældalistunum var
„Will You Still Love Me To-
morrow?" með the Shirelles.
Þá voru þau Gerry í vinnu hjá
fyrirtæki sem út,vegaði söngv-
urum og hljómsveitum lög og
reyndar var Lou Adler for-
stjóri þess fyrirtækis. Þurftu
þua Carole og Gerry að syngja
og leika inn á svokallaðar
„demo-plötur“, en það eru
eins konar prufuplötur, sýnis-
horn af því sem listamennirn-
ir gera. Eru þessar „dernos"
svo sendar til hljómplötufyrir-
tækja, er síðan taka ákvörðun
um hvort eigi að gefa plötuna
út og í þessum tilfellum hver
eigi að syngja. Eitt laganna
sem þau Carole og Gerry
sömdu heitir „It Might As Well
Rain Until September" og var
það upphaflega ætlað Bobby
Vee. Þegar allt kom til alls
kærði Vee sig ekki um lagið
og þá söng Carole það sjálf.
Það var árið 1964 og lagið
komst á „top-20“ í Bandaríkj-
unum. Auk þeirra tveggja laga
sem nú eru upptalin, má nefna
eftir Goffin/King „Locomotion"
fyrir Little Eva, „Go Away
Little Girl“ fyrir Steve Lawr-
ence, „Take Good Care Of My
Baby“ fyrir Bobby Vee, „I‘m
Into Something Good“ fyrir
Herman's Hermits, „Natural
Woman" fyrir Arethu Franklin,
„Goin‘ Back“ fyrir Byrds (síð-
ar einnig flutt af Dusty Spring-
field) og fleiri og fleiri.
Það var ekki fyrr en í kring-
um ‘67 að Carole fór að mæta
í stúdíóin til þess beinlínis að
taka upp sjálfa sig. Þá hafði
hún stofnað hljómsveit, The
City, ásamt Danny Kootch og
Charles Larkey, sem nú er eig-
inmaður hennar og hefur ný-
verið eignazt með henni barn,
rétt eins og skýrt var frá í 10.
tbl. þessa árs. The City gerði
eina LP-plötu, sem seldist mjög
lítið þá, enda voru allir hálf-
máttlausir af hrifningu yfir
Cream, Hendrix og fleirum á
þeirri línu, en síðan hefur fólk
fengið smekk fyrir tónlist Car-
ole King og er platan nú safn-..
gripur — og verður ekki end-
urútgefin. Meðal laganna á
þessari plötu eru lög eins og
„Hi-De-Ho“, sem var á BS &
T 3 og „I Wasn't Born To
Follow“, sem margir hafa tek-
ið til flutnings.
The City kom hvergi fram
opinberlega og gerði ekkert
nema þessa einu plötu, en með-
limir hljómsveitarinnar hafa
svo sannarlega látið að sér
kveða. Um Carole vita allir en
þeir Danny Kootch og Charlie
Larkey hafa báðir verið í Jo
Mama og auk þess mikið með
James Taylor bæði á plötum og
hljómleikum. Carole lék með
Taylor á „Sweet Baby James“
og hann endurgalt henni með
því að hjálpa henni við fyrstu
sólóplötuna hennar, „Writer“
og eins á „Tapestry“. „Það er
gott að vinna með James,“ var
einhvers staðar haft eftir henni.
„Balði sem manni og músí-
kant.“ Og væntanlega líkar
James þokkalega við Carole,
hann tók eitt laga hennar eins
og við munum, „You‘ve got a
friend" og setti það á Mud
Slide Slim . . .
Framhald á bls. 28.
18 VIKAN 13.TBL.