Vikan - 29.03.1972, Page 33
piltur leit út fyrir að vera um
sextán ára.
— Til að sýna að ég sé ekki
ruglaður, svaraði Gérard og
yppti öxlum. — Hversvegna ert
þú sjálfur hér?
— Nauðgun, sagði ungling-
urinn rólega. Og svo bætti hann
við og það var ekki laust við
stolt í rödd hans: — Endurtek-
ið brot og bílþjófnaður.
— Jæja, sagði Gérard, —
jæja...
Hann vissi ekki hvað hann
átti að segja. Til að dylja vand-
ræði sín, sneri hann sér að öðr-
um pilti.
—- En þú?
— Þetta var myndarlegur
piltur, en ákaflega innilokaður
á svipinn. Hann svaraði engu,
en kjálkavöðvarnir voru á
stöðugri hreyfingu.
Hvað er að þér, sagði ljós-
hærði pilturinn. — Út með
sprokið!
Hinn pilturinn snerist á hæli
og gekk burt, löngum rólegum
skrefum, með hendurnar í vös-
um og olnbogana að síðum.
Ljóshærði pilturinn hló hátt.
— Þessi var næstum því bú-
inn að kála leigubílstjóra, sagði
sá ljóshærði.
Tveir hjúkrunarmenn komu
r.ú út úr aðalbyggingunni og
gengu til Gérards.
— Gérard Leguen?
— Já...
— Við erum komnir að sækja
yður.
Gérard leit á þá. Hann var
svolítið hissa. Höfðu þeir þá
ákveðið að sleppa honum, áður
en álit sálfræðingsins lá fyrir?
Hann fór með mönnunum, en
honum fannst svolítið óþægilegt
að þeir gengu sitt hvorum meg-
in við hann og höfðu greinilega
gætur á hverri hreyfingu hans.
Á hlaðinu beið sjúkrabíll.
Gérard náði í dótið sitt og sett-
ist svo við hlið ökumannsins.
Honum leið ekki vel.
Sjúkrabílnum var svo ekið
frá rannsóknastofunni og út í
sveit. Harðir og óhreinir snjó-
skaflar voru víða á leiðinni.
—• Hvert eruð þið að fara
með mig?
— Til Sainte-Agathe, það er
sjúkrahús.
— Sjúkrahús? Hversvegna á
ég að fara þangað?
— Það er líklega of mikið
sagt að það sé sjúkrahús, sagði
annar hjúkrunarmaðurinn góð-
látlega. Það er eiginlega hvíld-
arheimili.
Svo ók bílstjórinn gegnum
trjágöng og myndarlegt hlið og
hemlaði á hlaði sem var um-
girt háum múrvegg. Hliðinu
var strax læst að baki þeirra.
Sjúkrabílnum var svo ekið hægt
unn að glæsilegri byggingu.
Hjúkrunarmennirnir tóku sér
strax stöðu sitt hvorum megin
við Gérard, þegar þeir stigu út
úr bíinum og gengu með honum
upp þrepin, eftir gljábónuðum
gangi að útskorinni hurð. Ann-
ar hjúkrunarmaðurinn drap á
dyr og ýtti Gérard innfyrir,
þegar dyrnar opnuðust. Svo var
læst að baki honum.
Þetta var glæsilegt herbergi
og ákaflega nýtízkulega búið.
Það var teppi yfir allt gólfið,
lágir hægindastólar, leður,
málmur og plast. Ritarinn virt-
ist líka vera gerð úr leðri,
málmi og plasti.
— Herra Leguen, endurtók
hún, þegar Gérard hafði sagt
til nafns og hún endurtók það
aftur fyrir kuldalegum manni,
sem leit viðutan á Gérard, án
þess að líta beint framan í hann.
— Leguen? sagði hann og
rödd hans gaf til kynna að hann
hefði ýmislegt áhugaverðara að
athuga.
Hann blaðaði í spjaldskrá.
Hann lyfti brúnum og náði í
spjald númer þrjú: rugluð
hugsun.
— Jæja, já ...
Hann sneri sér svo að Gérard,
sem hafði það á tilfinningunni
að hann sæi í gegnum hann. —
Þetta þarf ekki að taka langan
tíma. Þér þurfið aðeins hvíld.
— Ég er ekki þreyttur, sagði
Gérard.
Augnaráð mannsins varð ís-
kalt. Hann kunni því illa að
láta trufla sig.
— Ég er ekki veikur heldur,
sagði Gérard. — Ég hefi ekkert
hér að gera. Sálfræðingurinn
sagði að ég væri fuilkomlega
heill á geði.
— Verið nú rólegur, sagði
maðurinn. Orð hans gerðu Gér-
ard öskuvondan.
— Ég er rólegur.
En það var ekki rétt. Gérard
fann hvernig hjartað hamaðist
í brjósti hans. Þessi staður gerði
hann dauðskelkaðan. Staðurinn
og andlit mannsins. Það var
ailtof reglulegt, alltof rólegt,
alltof sviplaust og ómóttæki-
legt. Andstyggilegt bros var
líka fastmótað á því.
— Það álítur Labourasse
læknir nú ekki, sagði andlitið.
— Ég hefi aldrei hitt neinn
Labourasse lækni!
— Það getur verið, sagði
maðurinn. — En Labourasse
læknir hefir að öllum líkindum
hitt föður yðar. Hann hefir gef-
ið skýrslu um hegðun yðar ...
gagnvart fjölskyldunni.
— En hann hefir aldrei rann-
sakað mig og það er ég sem þér
eruð að loka inni. Það er ekki
reiknað með mér, ég er ekki
álitinn dómbær?
Maðurinn bak við skrifborðið
gretti sig svolítið og það var
ómögulegt að vita hvað þessi
gretta átti að þýða. Hann tók
sér lítinn gullpenna í hönd og
skrifaði eitthvað á pappírsörk.
Sú athöfn varð örlagarík fyrir
Gérard. Það var, sem sé, ekki
hlustað á hann. Það var ekki
hlustað á hann! Honum var ekki
svarað. Honum var afneitað.
Gérard snerist á hæli og gekk
til dyranna. Það var enginn
húnn á hurðinni.
Gérard sneri sér við. Maður-
inn bak við skrifborðið hreyfði
sig ekki og ritarinn lagaði á sér
neglurnar.
— Ég vil komast út, sagði
Gérard. Hann varð öskuvond-
ur, þegar hann heyrði sjálfur
hvernig rödd hans titraði.
Kuldalegi maðurinn þrýsti á
hnapp, það heyrðist urr og
dyrnar opnuðust. Gérard sneri
sér við.
Hjúkrunarmennirnir stóðu í
gættinni. Þeir biðu eftir Gér-
ard.
—i Oh! öskraði Gérard, —
þetta er fyrir neðan allar hellur!
Honum var ekki svarað. Ann-
ar, hjúkrunarmaðurinn tók í
handlegg hans og rödd sagði:
— Herbergi 27. Þeir fylgdu
honum út.
Herbergi númer 27 var þægi-
legt, bjart og búið nýtízku hús-
gögnum. Hjúkrunarkona kom
inn. Hún var ung og lagleg og
í mjög stuttum slopp. Hún leit
miklu frekar út fyrir að vera
þjónustustúlka á grill-bar eða
handsnyrtidama. Hún hélt á
glasi í annarri hendinni og
þrem töflum í hinni.
— Þetta eigið þér að taka
inn, sagði hún.
— Hvað er það?
— Lyf.
— Takið þér það líka?
- Ég er ekki veik.
— Það er ég ekki heldur.
Hjúkrunarkonan leit hikandi
á hann. Gérard leit út fyrir að
geta verið hættulegur. Hún
gekk nokkur skref aftur á bak
og flýtti sér svo út. Hurðin, sem
var ekki með neinu handfangi,
skall að stöfum.
Hún kemur aftur, hugsaði
Gérard. Hún kemur aftur með
liðsauka. Hann sá bókstaflega
rautt. Það var gott að láta reið-
ina fá vald á sér. Hann greip í
rúmgaflinn og skaut rúminu
fram að dyrum ög hann stóð á
öndinni af áreynslu.
Hann heyrði að lykli var
stungið í skráargatið og hann
hélt rúminu fast við dyrnar.
Það brakaði í þeim, en þær
opnuðust ekki.
— Opnið, herra Leguen!
Gérard hló háðslega. Nokkuð
aldurslegri rödd tók nú við af
hinni fyrri, það var líklega rödd
einhverrar eldri og ráðsettari
h j úkrunarkonu.
— Heyrið mig nú, herra Le-
guen... Þér hljótið að sjá að
Framhald á hls. 34.
13. TBL. VIKAN 33