Vikan - 29.03.1972, Side 34
ÁST HENNAR VAR
AFBROT
Framhald. af bls. 33.
ef þér viljið ekki lofa okkur að
sinna yður, þá hafa þeir á réttu
að standa, sem álíta yður sjúk-
an. Ef þér leyfið okkur að sinna
yður með góðu, þá lofa ég því
að allt verður betra ...
Fjandinn hafi það, hugsaði
Gérard reiðilega. Ég vil komast
út héðan.
Hann ýtti rúminu frá, svo
hægt væri að opna. Eldri hjúkr-
unarkonan kom inn og leit í
kringum sig með viðurkenn-
ingarsvip.
— Já, þetta er betra.
Hún rétti Gérard töflurnar og
vatnsglasið. Hún horfði rólega
á hann meðan hann kyngdi töfl-
unum. Bak við hjúkrunarkon-
una sá hann hjúkrunarmennina
tvo. Þeir voru á verði. Þegar
Gérard hafði kyngt töflunum,
lagði hann sig ofan á rúmið með
lokuð augu. Hjúkrunarkonan
horfði á hann og hristi höfuðið
og gekk út. Fyrstu dagarnir
voru alltaf erfiðir, en það tókst
nú alltaf að róa sjúklingana.
Daniéle var sleppt úr fang--
elsinu og fyrsta hugsun hennar
var hvað gert hefði verið við
Gérard. Enginn vissi hvar hann
var. Bekkjarsystkin hans hjálp-
uðu henni með að hringja í all-
ar áttir, meðal annars á mörg
hvíldarheimili. Þau fengu alls-
staðar neikvæð svör.
— Reynum í Sainte-Agathe,
sagði Térese og skaut bréfmiða
yfir borðið. Þau voru saman
komin á veitingahúsi.
Daniéle hringdi þangað.
f hinni glæsilegu skrifstofu
yfirlæknisins var það ritarinn
sem tók símann.
— Hvíldarheimilið Sainte-
Agathe, sagði hún og var lík-
ust flugþernu.
Hún hlustaði. — Herra Le-
guen, endurtók hún. — Bíðið
andartak.
Hún sneri sér að lækninum,
sem hristi höfuðið.
— Halló, sagði ritarinn, —
mér þykir það leitt, en hér er
enginn með því nafni.
Unga fólkið á veitingahúsinu
gat lesið svarið úr svip Dani-
éle. Hún var mjög þreytuleg.
— Þakka yður fyrir.
Hún lagði heyrnartólið á og
hristi höfuðið.
— Við megum samt ekki gef-
ast upp, sagði Alain.
Gérard synti í einhverju
dökku og lygnu vatni. Einstök
ijósbrot náðu samt hugskoti
hans. Hugarfóstur og minning-
ar. Einhver svali frá baðmull-
arhnoðranum, sem hafði verið
vættur í spíritus og nuddað yf-
ir nálstunguna.
— Nei, stamaði Gérard.
Hann fann til í handleggnum.
Hann opnaði augun og varð
undrandi yfir því að geta greint
hlutina í herberginu. Hann
bretti upp ermina á náttjakk-
anum. Bölvaðar skepnurnar,
hugsaði hann, þau hafa ekki
látið sitt eftir liggja. Hann var
bólginn eftir margar stungur í
olnbogabótinni. Þetta getur
ekki verið satt, hugsaði Gérard.
Þetta getur ekki skeð nema í
reyfurum. Það getur varla
verið að þau hafi svæft mig.
Þetta hljóta að vera einhver
önnur lyf en svefnlyf. Svefn-
meðferð! Það hljómaði vel!
Gérard fór að hugsa um bók-
menntir og þá líka um Daniéle.
Hann varð að finna hana. Strax.
Hann steig fram úr rúminu en
datt á gólfið og sofnaði aftur.
Hann vaknaði. Hve löngu síðar?
í þetta sinn, hugsaði hann,
skal ég ekki sofna. Ef ég geri
það, þá vakna ég aldrei aftur.
Hann fór að ganga fram og
aftur um gólfið. í hvert sinn
sem hann leit á rúmið, langaði
hann til að skríða upp í það.
Aðeins svolitla stund. En hann
lét það ekki eftir sér.
Hann gekk í heilan klukku-
tíma. Við og við varð hann að
ganga að þvottaskálinni og
kasta upp.
Honum varð litið á klæða-
skápinn. Hann var opinn. Hann
náði í fötin sín og klæddi sig í
skyndi.
Hann gekk að dyrunum. Þær
voru auðvítað læstar. Svo sneri
hann sér við og gekk að glugg-
anum. Hann gat heldur ekki
opnað hann. Þá gekk hann að
rúminu, tók svæfilinn og -vafði
honum um krepptan hnefann,
sem hann svo rak í rúðuna, sem
brotnaði. Hann skreið út um
onið og sneri fótinn, þegar hann
kom niður á mölina. Ljós var
kveikt í einu herberginu og eft-
ir andartak kvað við bjöllu-
hljómur. Gérard stökk í áttina
að múrnum og var næstum
kominn inn í verkfæraskúr
garðyrkíumannsins. sem stóð
urm við múrinn. Gérard reyndi
af alefli að opna dyrnar á skúrn-
um og hennnaðist það að lok-
um. Hann náði í hjólbörur, steig
unn á þær og komst upp á
skúrbakið og þaðan upp á múr-
inn. Hann sá að ljós var kveikt
í herbergi hans og einhver kom
út að glugganum.
— Herra Leguen! hrópaði
hræðsluleg rödd.
Gérard stökk niður af múrn-
um, en svo hrökk hann við.
Hann var hræddur um að hann
væri ennþá innan múra hælis-
ins. En svo sá hann engi fram-
undan og andaði að sér fersku
sveitarloftinu. Hann hafði
gleymt að til væru vegir og
hljóp beint af augum og það
skrjáfaði í hrímuðu grasinu
undan fótum hans ...
Daniéle opnaði dyrnar. Gér-
ard horfði hlæjandi á hana eitt
andartak, en svo féll hann í
faðm hennar. Hún réði ekki við
þunga hans. Hún gat samt dreg-
ið hann inn fyrir og lokaði
dyrunum með fætinum.
— Ástin mín, ástin mín,
stundi hún. — Hvað hafa þeir
gert við þig?
Hræðslan kom henni til að
hvísla. Gérard skellihló.
— Ég er þrældópaður, sagði
hann.
Hann studdi sig við vegginn
og reyndi að stíga eitt skref
fram.
Daniéle gat komið í veg fyrir
að hann dytti. Hún leiddi hann
að legubekknum. Gérard var
hættur að hlæja. Hann féll nið-
ur á legubekkinn. Nú hló hann
á annan hátt, hamingjuhlátri.
Daniéle ... hann hafði þá fund-
ið hana aftur. Allt það þrek,
sem hann hafði sett í það að
komast til hennar, rann nú af
honum. Hann gat ekki einu
sinni haldið höfði. Daniéle skaut
kodda undir höfuð hans.
— Ég hef verið að leita að
þér. Hvar varstu? Daniéle gat
ekki haldið aftur af tárunum.
— Á Sainte-Agathe, svaraði
Gérard. Rödd hans var nú eðli-
leg. — Svefnmeðferð, sprautur
og þar fram eftir götunum ...
En þú? Segðu mér frá fang-
elsinu...
Daniéle var með tárin í aug-
unum og hún fann einhverja
hamingjuöldu hvolfast yfir sig.
— Við tölum um það á morg-
un, sagði hún. — Því er nú
lokið.
— Hræðilegt, sagði Gérard.
— Var það ekki hræðilegt?
— Jú, sagði Daniéle, án þess
liún gerði sér ljóst hvað hann
var að tala um, hvort það var
svefnmeðferðin eða fangelsið.
— Á morgun skal ég segja þér
þetta allt...
Hún strauk blíðlega andlit
hans, eins og hún væri að full-
vissa sig um að þetta væri hann
og að hann væri raunveruleg-
ur. Hún leitaði í huga sér eftir
einhverjum orðum, en það var
alltof margt, sem þau þurftu að
tala um.
— Viltu ekki eitthvað að
borða eða drekka. Kjötseyði?
Te? Ég veit ekki...
Hún hló, hamingjusöm yfir
því að heyra einhver venjuleg
orð, geta sagt eitthvað reglulega
kjánalegt... Gérard hristi höf-
uðið. Hann hló líka.
— Ég hefi það á tilfinning-
unni að mér verði flökurt allt
mitt líf.
Daniéle fór samt og náði í
glas með vatni handa honum.
Hann settist upp.
— Hvar eru drengirnir?
— í Alpafjöllunum.
Gérard studdi sig á olnbog-
ann og leit inn í barnaherbergið
og kom auga á jólatré með glitr-
andi skrauti og hálfbrunnum
kertum.
— Ja, svei mér þá, sagði hann
glaðlega. — Það eru jól núna.
Hann dró Daniéle að sér. —
Það eru jól! Hvað höfum við
gert Guði? bætti hann svo við.
— Það snýst allt í hring í hausn-
um á mér...
— Vertu kyrr, sagði Daniéle.
— Hreyfðu þig ekki, ástin mín.
Hún neyddi hann til að halla
sér út af. Gérard barðist við að
halda augunum opnum, svo
hann gæti horft á Daniéle.
— Líður þér betur núna?
spurði hún.
— Mér líður dásamlega.
Hann dró hana til sín, en svo
voru kraftar hans þrotnir.
— Komdu nær mér, umlaði
hann.
Hún hnipraði sig saman við
hlið hans, mjög varlega, til þess
að trufla hann ekki. Hún strauk
varlega yfir hár hans. — Ástin
mín, hvíslaði hún blíðlega.
— Ég má ekki vera hér, sagði
Gérard skyndilega.
Það var komið fram á var-
irnar á Daniéle að hann væri
-ekki fær um að fara, hvorki
eitt né annað. En svo heyrði
hún sjálfa sig segja: — Viltu að
við förum strax af stað? Hvert
eigum við að fara?
— Til braggans, sagði Gér-
ard og lokaði augunum. — Já,
flýttu þér að klæða þig ...
Daniéle stóð upp og fór inn
í svefnherbergið. Hún skaut frá
sér öllum skynsamlegum hugs--
unum. Hún ætlaði að leggja á
flótta með manninum sem hún
elskaði, ætlaði að fara hvert
sem var, aðeins að finna ein-
hvern stað, þar sem þau gætu
verið í friði. Hún ætlaði að
gera sig fallega.
Hún gekk aftur inn i dag-
stofuna og sá þá að Gérard var
sofnaður. Hún féll á kné við
hlið hans ...
Framhald í nœsta blaSi.
34 VIKAN 13. TBL.