Vikan - 29.03.1972, Síða 41
við áttum greiðan aðgang að
steininum.
Við þutum áfram, án þess að
hægja á okkur og þorðum ekki
einu sinni að trúa þessari
lieppni okkar. Andartaki seinna
vorum við búnir að klifra upp
á toppinn á steininum. og lág
um þar, móðir og uppgefnir.
rúm tíu fet ofan seilingar frá
ýlfrandi og vælandi hópnum
l'yrir neðan okkur.
En þá gerðist .undarlegasti
viðburður þessarar viðburða-
ríku nætur. í stað þess að taka
þátt í tilraunum hinna til að
klifra upp klettinn, réðst staki
grái úlfurinn með offorsi á hóp-
inn. Hárin risu og tennurnai
komu í ljós, er hann kreppti
afturfæturnar, rétti síðan úr
þessum glæsilega skrokki, gaf
frá sér grimmdarlegt urr og
þaut síðan eins og þrumufleyg-
ur úr lifandi sinum og beinum.
beint í miðjan hópinn.
Ég hélt niðri í mér andarium.
og bjóst við að sjá þetta hug-
rakka dýr rifið í tætlur fyrir
augum mínum. Þarna var einn
að ráðast gegn tólf — nægur
liðsmunur til að draga kjark-
inn úr hvérri lifandi veru.
hversu hugrakkri sem væri. En
einmitt ofsinn í árásinni virt-
ist ljósta skelfingu hina, sem á
var ráðist. Nokkur augnablik
fannst. mér ég hafa fyrir aug-
unum eina hringiðu af skrokk-
um, sem engdust og skoltum.
sem hvæstu, en allt í einu
beyrðist það sem mér fannsl
eins og neyðarvæl í einum kór,
þegar allur hópurinn sneri við
og þaut í ofboði í skjól undir
trjánum með hugrökku hetj-
una, sem hafði rekið hann á
flótta, á hælum sér.
Við rákum upp einskonár
hálfkæft fagnaðaróp þegar hóp-
urinn hvarf inn í kjarrið.
— Jæja, Bróðir Úlfur hefur
að minnsta kosti gert okkur al-
mennilegan greiða í þetta skipt-
ið, sagði Alan og rak upp hlát-
ur, sem þó var dálítið skjálf-
andi. — Ég býst við, að þetta
hafi verið raunverulegur úlfur?
bætti hann við og leit á mig,
efablandinn á svipinn.
— Hvað ætti það annað að
vera? svaraði ég og yppti öxl-
um.
— Hann sýndist of skynsam-
lir — of siðaður, ef þú skilur,
livað ég á við. Hann virtist
alveg skilja hættuna, sem við
vorum staddir í, strax þegar
hann leit á okkur og tók svo
bezta hugsanlega ráðið til að
bjarga okkur. Hefði þett’í nú
verið hundur hefði ég getað
skilið svona vit og vinsemd,
Tökum heim næstu daga mikið úrval af hinum þekkta
sundfatnaði frá Silhouette.
Sundbolir og bikini við allra hæfi.
Umboðsmenn:
Ágúst Ármann h/f
^ Sími 22100
Sllhouette
en . . Guð minn góður! Hver
ei nú þetta?
Ég leit í sömu áttina og hann
og sá þá sjón, sem gerði rnig
steinhissa. Einmitt á.sama blett-
inum þaðan sem úlfahópurinn
hafði horfið inn í skóginn, fyrir
nokkrum mínútum, kom há ,og
grannvaxin stúlka út úr skóg-
inum.
Ég hefði nú haldið, að allar
tilfinningar mínar væru þegar
íarnar í þá viðburði, sem þeg-
ar voru komnir, en nú fann ég
einhvern hryllingarfiðring í
höfuðleðrinu þegar ég gerði mér
ijóst, hve naumlega þessi fagri
vöxtur og lögulegu limir hefðu
sloppið við að verða rifnir og
skaddaðir.
— Ef hópurinn hefði þefað
hana uppi. . . ætlaði ég að fara
að segja.
— Hún veit ekki sjálf um
hættuna, tók Alan fram í um
leið og hann tók að brölta nið-
ur á jörðina. — Við verðum að
vara hana við. Komdu... þú
Framhald d bls. 44.
Til fermingargjafa
IX
f
AUSTURSTRÆTI
13. TBL. VIKAN 41