Vikan - 22.06.1972, Page 10
NÝTÍZKU
BARNAUPPELDI
VIÐ OG
BÖRNIN OKKAR
„Það er þetta nýtízkulega barnauppeldi sem
á sökina"!
„Við fengum strangt uppeldi og höfðum ekki
illt af“!
„Það er ekki lengur hægt að tala um fyrir
börnunum, þá fá þau allskonar flækjur"!
Þessar þrjár setningar eru mikið notaðar og
mikið ræddar meðal hinna fullorðnu. Hvað
merkja þær? Viljum við hefja líkamlegar refs-
ingar aftur? Erum við að reyna að skella skuld-
inni á einhverjar uppeldisreglur, vegna þess
að við ráðum ekki við börnin okkar? Gefum
við okkur nógu góðan tíma til að kynnast
heimi barnanna og viðbrögðum þeirra á
ýmsum aldursstigum?
Stein Lage Strand: „Nýtízku-
legt barnauppeldi“ var mjög
ofarlega á baugi fyrir nokkrum
áratugum. Þá voru sálfræðing-
ar mjög á þeirri línu að barnið
ætti að fá að þroska sín per-
sónulegu einkenni, án þess að
foreldrarnir væru að blanda sér
í það að nokkru ráði.
Sissel Biong: Mér finnst „ný-
tízkulegt barnauppeldi" nokkuð
misnotuð setning, misnotað
hugtak. Misnotað vegna þess
að þar er ekki greint á milli al-
gerlega stjórnlausra athafna og
eðlilegra, sem stafa af forvitni
og athafnaþrá. Því, sem er eðli-
legt heilbrigðu barni og sem
margir hinna fullorðnu fjötra
til þess að barnið passi betur
inn í okkar „vel skipulagða
heim“.
Björg Svendsen: Ég er sammála
í því að við notum of mikið
setninguna „nýtízku barnaupp-
eldi“, þegar við viljum segja að
börn hafi fengið of mikið frelsi
og án hafta.
Sverre Sœtre: Við erum sjálf-
sagt öll sammála um að ekki er
hægt að ásaka neitt sérstakt
kerfi um það að böm hafi yfir-
tökin á svo mörgum sviðum,
ekki neina sérstaka uppeldis-
kenningu. Foreldrahlutverkið
stendur og fellur með hverjum
einstökum. En ef við eigum að
tala um „nýtízkulegar“ og
„gamaldags uppeldisaðferðir,
þá verð ég að viðurkenna að ég
held að þær „gamaldags" hafi
við meiri rök að styðjast. Ég
trúi ekki á líkamsrefsingar, en
á ákveðnar línur og að foreldr-
arnir standi við stýrisvöl, það
finnst mér nauðsynlegt. Börnin
vilja sjálf hafa fastar venjur.
Erfiðleikarnir byrja þegar barn-
ið fer að sækja skóla og bera
sig saman við skólasystkin og
félaga. Það getur þröngvað for-
eldrum til að slaka á kröfum
sínum og orðið til þess að börn-
in fái yfirtökin.
VALD UPPALENDA
Stein Lage Strand: Við verðum
að gera okkur ljóst að uppal-
andi hefir ótrúlega mikið vald.
Ég held að við getum mótað
manneskju næstum því eftir
okkar eigin höfði. Það er nokk-
uð ógnvekjandi. Það bendir til
þess að við verðum að ganga
varlega til verks gagnvart
barninu og sérkennum þess.
Eðli barnsins er að leika sér, —
vera í sinni eigin veröld, og við
megum ekki gera börnin „full-
orðin“ með þvingunum. Eigin-
lega ætti eitthvað af barninu
að vera til í okkur alla ævi. Að
móta barn svo það falli inn í
þá mynd sem við hugsum okk-
ur samfélag, er í sjálfu sér mjög
vafasamt.
Sissel Biong: Ég held að mörg-
um foreldrum verði það á að
veita börnum sínum lítil sem
engin réttindi. Við lítum á
börnin okkar sem eign og það
undirstrikum við með því sem
Sætre kallaði áðan „góðan gam-
aldags myndugleik". Mér skilst
að hann sé mótfallinn líkams-
refsingu, en alltof margir segja:
„Ég var flengdur í æsku en
hefi samt orðið maður ...“ Er
það það sem eigið við?
Sten Lage Strand: Ég spyr oft
að því sama. Ég trúi ekki á
líkamsrefsingar, vegna þess að
það er aðeins skyndilausn og
að foreldrar grípi til þess vegna
þess að það sé þægileg skyndi-
lausn til að brjóta niður mót-
þróa, án þess að taka afstöðu til
hans. Foreldr.ar eða annað full-
orðið fólk, sem grípur til bar-
smíða, gerir það vegna þess að
það hugsar ekki skýrt. Manni
verður á að líta í kringum sig,
hugsa til valdbeitinga milli
þjóða og einstaklinga. Er ekki
valdbeiting svo ofarlega á baugi
nú, til að marka sinn „rétt“?
Valdagræðgi getur verið afleið-
ing af uppeldi, þótt það sé raun-
ar ekki sannað. Og svo: ef pabbi
slær stóra bróður þá slær stóri
bróðir litla bróður. Þá kennir
10 VIKAN 25. TBL.