Vikan - 22.06.1972, Blaðsíða 18
Flestir íslenzkir stjórmnálamenn
vinna lengi til forustuhlutverka i
eins konar þrældómi líkt og þegar
^Jakob stritaði fyrir Rakel á búi
Labans í Miðjarðarbafsbotnum forð-
um daga. Þó gefst sumum skjót og
óvænt upphefð eins og forlögin séu
að gera að gapini sínu. Ein slík
undantekning er frami Bjarna
Guðnasonar. Hann gekk í Samtök
frjálslyndra og vinstiá manna við
stofnun flokksins án minnsta að-
draganda og var kjörinn varafor-
maður hans. Virtist þar lielzt um
að ræða þegnskylduvinnu lil að sjá
Hannibal Valdimarsson og Birni
Jónssyni borgið, þar eð hinn nýi
flokkur átti bersýnilega að vera
þeim sverð og skjöldur í stjórnmála-
baráttunni, en Bjarni ætlaði sér
meiri hlut og fékk brátt fram vilja
sinn. Bar hann því úr býtum á svip-
stundu hnoss, sem aðrir vinna fyrir
langa hríð. Hugðu margir árangur
hans tilviljun eina, en Bjarni Guðna-
son vissi mætavel, hvað fyrir hon-
um vakti. Hann er maður keppnis-
vanur og tekur þátt í sérhverjum
leik með sigur i huga. Varð honum
og fljótlega að þeirri ósk að sjá
ávöxt iðju sinnar á akri þjóðmál-
anna. Kann svo að fara, að Sam-
tök frjálslyndra og vinstri manna
verði honum eigi síður stökkpallur
en Hannibal og Birni, enda Bjarni
svo vaskur, að hvarvetna inunar um
liann. Mig grunar, að hann sé einn
af framtíðarmönnunum á vettvangi
islenzkra stjórnmála.
Bjarni fæddist í Reykjavík 3.
september 1928 og er sonur Guðna
Jónssonar prófessors og fvrri konu
hans, Jónínu Margrétar Pálsdóttur.
Missti hann móður sína ungur en
ólst upp með föður sínum og stjúpu
í stórum systkinahópi. Bjarni varð
stúdent í Reykjavík 1948 og las síð-
an ensku við háskóla í Lundúnum
einn vetur, en hóf því næst nám í
íslenzkum fræðum við Háskóla Is-
lands og lauk meistaraprófi 1956.
Kenndi hann íslenzka tungu og bók-
menntir við Uppsalaliáskóla 1956
—1962, en hvarf þá heim og gerð-
ist kennari við Menntaskólann í
Reykjavík. Þarm starfa liafði liann
þó aðeins á hendi skamma hríð.
Varð Bjarni doktor frá Háskóla Is-
lands fyrir rit um Skjöldungasögu,
er leið að vori 1963, og réðst að
háskólanum prófessor i bókmennta-
sögu fyrri alda með haustdögum
sama ár og liefur gegnt því emhætti
síðan. Þótti sá tVami skjótur og
óvæntur, en Bjarni stefndi fast að
settu marki eins og mjög er siður
frænda lians, sem eru margir skap-
ríkir og þróttmiklir og láta ekki
hlut sinn fyrir neinum.
Stjórnmálaáhugi kenndist naum-
ast í fari Bjarna Guðnasonar fram-
an af ævi, en liann leitaði í glaðan
félagsskap og stundaði knattspvrnu
í tómstundum sínuni æskuárin og
gerðist næsta liðtækur í þeirri
íþrótt vegna kapjis og dugnaðar, þó
að ómjúkur þætti viðkomu og stirð-
husalegur á velli. Samt inun hann
jafnan hafa fvlgzt með niönnum og
niálefnum stjórnmálabaráttunnar
og ger/.t róttækur í skoðunum í
Svíþjóð austur. Heimkominn virt-
ist liann una kyrrlátu og virðulegu
embætti sínu, en smámunaleg
fræðimennska lientar naumast svo
framgjörnum manni og týhraustum.
Bjarni gekk og stórum skrefum til
liðs við Samtök frjálslvndra og
vinstri manna, er þau voru stofnuð
1968 eftir að Hannibal Valdimars-
son og Björn Jónsson liöfðu kvatt
Alþýðubandalagið snöggt og kalt o^
liugðu á nýja pólitíska staðfestu.
Var Bjarni Guðnason kosinn vara-
formaður flokksins eins og fyrr get-
ur, en virtist fremur ætlað að þjóna
en ráða, enda Hannibal og Birni
sýnu gjarnara að skipa fyrir og
drottna en sinna öðrum eða lilýða.
Bjarni fór sér og liægt í fyrstu, en
sótti senn í sig veðrið. Hann skip-
aði annað sætið á framboðslista
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna við borgarstjórnarkosning-
arnar í Reykjavík 1970 og kúrði þar
einkennilega hæglátur bak við Stein-
unni Finnbogadóttur. Þær kosning-
ar urðu hinum nýja flokki drjúgur
ávinningur. Var Steinunn kjörin
horgarfulltrúi í höfuðstaðnum, en
Bjarni varafulltrúi liennar. Fór hóg-
værðin þá hrátt af Bjarna Guðna-
syni. Samtök frjálslyndra og vinstri
manna lentu í framboðserfiðleikum
í höfuðborginni fyrir alþingiskosn-
ignarnar 1971. Var fæðingarhríðin
þóf nokkurt, en lauk svo, að Hanni-
18 VKAN 25. TBL.