Vikan


Vikan - 22.06.1972, Page 32

Vikan - 22.06.1972, Page 32
RÍÓ TAKA UPP TVÆR LP í OSLO Því miður er ekki til á stassjón nýleg mynd af Ríó-tríóinu, en þessi, sem tekin var á margfrægum hljómleikum þeirra í Háskólabíói 1970, hlýtur að duga. Nú hugsa þeir til svipaðra hljómleika í haust. Jónas Friðrik, skáld, ræðir við Ágúst Atlason (t. h.) og Ólaf Þórðarson. Myndin er tekin í hófi er haldið var þegar tilkynnt var um „Hljóm- plötu ársins 1970". í byrjun þessa mánaðar héldu félagarnir í Ríó-tríóinu til Osló- ar og tóku þar upp tvær LP- plötur. Með þeim í förinni var Gunnar Þórðarson, sem stjórn- aði upptökunni og aðstoðaði við hljóðfæraleik þar sem þurfti. í Osló hittu þeir fjórmenningar svo fyrir Jón Þór Hannesson, hljóðtæknimann Sjónvarpsins, sem nú er við nám og kynningu við norska sjónvarpið. Þegar þessar línur voru ritaðar hafði ekki endanlega verið gengið frá öllum málum þeirra félaga, en til stóð, að þeir kæmu fram í sjónvarpi ytra og létu fyrir nokkra klúbba og hópa, ss. ís- lendingafélög í Skandinavíu. Efnið á plötunum, sem koma út með nokkurra mánaða milli- bili er að mestu leyti erlent, en þó eiga þeir hver sitt lagið og einnig eitt eða tvö í sameiningu. Sérlega hefur mér þótt forvitni- legt lag Ágústar Atlasonar og er það tvímælalaust það bezta sem hann hefur gert síðan ,,Vetrarnótt“. Textarnir eru allir eftir Jón- as Friðrik, skáld og stórmenni, sem verður vafalaust jarðaður á Þingvöllum, er þar að kemur. Rétt áður en blaðið fór í prentun fengu þeir staðfest að þeir myndu koma fram í sjón- varpi, í klúbbum og á mikilli hátíð vísnasöngvara þar ytra. 32 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.