Vikan - 22.06.1972, Page 36
ÚTI&INNI
A nýja íbúð: 2 umferöir
HðRPUSILKI UNDIRMÁLNING
1 umferö HðRPUSILKI
og þér fáiö ekki ódýrari
málningu!
Hörpusilki Heröir á ganga
og barnaherbergi
HðRPU FESTIR úti
HHRPfl HF.
slnum, gat hann prófaö þær og
komið auga á hugsanlegar veilur.
.. Já, sonur sæll, þessar klessur á
sklfunni segja alla söguna. Þær
útskýra ýmislegt smávegis, sem
ég hef verið að br jóta heilann um.
- Fyrst hélt ég, að moröinginn
hefði verið annaðhvort fullur eða
vitlaus. Gat ekki skiliö, að hann
skyldi ekki hafa séö auglýsinguna
úti I ganginum, þar sem stendur
„Nýmálað”. Þarna var vel bjart
og auglýsingin nógu stór til að
falla I augun. Ug samt rekur
hann lúkuna beint I hurðina.
- Kannski hefur hann viljaö
vita, hvort nokkuö væri að marka
auglýsinguna. Mér hefur orðið
þetta sama á.
- Já, það efast ég ekki um. Það
væri þér llkt. En sú var ekki
ástæðan. Nú er þarna seölahrúga
á boröinu - fimmtiu pund. Morð-
inginn kom til þess að stela, og
peningarnir liggja þarna fyrir
augunum I honum, og samt tekur
hann þá ekki. Hann tók þaö sem
var I skápnum, en ekki þaö, sem
lá á boröinu. Til hvers var hann
að foragta fimmtiu pundin?
- Ertu viss um, að hann hafi
gert það, Dan? Kannski hefur
hann bara verið rangeygður.
- Ha? Hooper varð sem snögg-
vast steinhissa. - Nei, þaö er nú
hæpið, sonur sæll. Ég veit hvers-
vegna hann tók ekki fimmtlu
pundin. Það sé ég af klessunum á
sklfunni. Og svo þetta bréf.
Hann gekk að skrifborðinu og
tók upp hálfkláraða bréfið. Það
leit út eins og það hefði verið
skrifaö i reiðikasti. Hann hafði
þegar lesiö það einu sinni, en nú
las hann þaö aftur:
„Herra minn! Eins og ég sagði
yður fullgreinilega I símanum,
nær þessi beiðni yðar ekki
nokkurri átt. Ég get ekki hugsaö
mér þær kringumstæður, aö ég
færi að lána yður tvö hundruð
pund. En þar sem þér segiö, aö
þetta sé svo áríðandi, ætla ég að
breyta gegn betri vitund og senda
yður . . .
- Gagnorðara en hvaö það er
vinsamlegt, sagði Hooper. - Og
lengra komst hann ekki. Þegar
hér var komiö fór morðinginn að
freta á hann.
- Það er alveg greinilegt, aö
Hargrave ætlaöi að senda honum
þessi fimmtlu pund. Hann var
búinn að taka seðlana út úr
skápnum. Þeir lágu þarna viö
olnbogann á honum meðan hann
var að skrifa.
- Annaöhvort hefur hann
gleymt að læsa skápnum, eða
ætlaö að fara I hann aftur, eftir
einhverju öðru. Moröinginn hefur
að minnsta kosti átt hægt um vik.
- Já, jánkaöi Bjálfi, - en hann
heföi nú lika verið óheppinn ef
skápurinn hefði veriö læstur.
- O, ég veit ekki. Hann hefði
getað neytt Hargrave til að opna
hann. En aöalatriðiö er, að sá
sem drap hann getur hafa veriö
sá, sem hann ætlaöi aö senda pen-
ingana. Kannski hefur honum
legið svo á, að hann hefur ekki
getaö beöið eftir, að Hargrave
sendi þá.
- Hvað sem þvl öllu llöur, þá
kemur morðinginn inn meðan
Hargrave er að skrifa bréfið.
Hann sér opinn skápinn, heldur
að þar sé geymt mikið af
peningum, svo að hann dregur
upp hólkinn og hleypir úr honum
á Hargrave.
- Hólkinn? sagði b'jálfi.
Heldurðu, að hann hafi veriö með
byssu?
- Jú, ætli ekki það? Þú heldur
kannski, að hann hafi skotiö
þessum kúlum úr teygjubyssu?
En ég sé, hvað þú ert aö brjóta
heilann um. Hvernig stóö á þvl,
að náunginn var með byssu á sér?
Nú, kannski hefur honum dottiö i
hug, þegar hann lagöi af staö, aö
betra væri aö hafa byssu til þess
að plna aurana út úr Hargrave.
- Að minnsta kosti héfur hann
hafiö þarna meiri háttar skothríð.
Ogslðantæmtskápinn. Þar voru
að minnsta kosti tvö þúsund pund,
hefur ritarinn hans Hargraves
sagt okkur - og kannski ennþá
meira. En það sem ég er mest
hissa á, er þetta bréf.
-Já,Dan? Bjálfi var á svipinn
rétt eins og hann væri aö hlusta á
véfrétt. - Já, sagði Hooper. Svo
virðist sem morðinginn hafi séö
bréfið. Og hann hlýtur að vita, að
það gat verið hættuleg bending,
enda þótt ekkert nafn væri nefnt I
þvl. Tilgangurinn stendur I þvi
skýrum stöfum. Hversvegna
kveikti moröinginn sér ekki i
slgarettu með þvl?
- Kannski reykir hann ekki,
lagði Bjálfi til málanna. - Sumir
menn reykja ekki, eins og þú
veizt.
Hooper leit á hann með
svartasta svipnum, sem hann átti
til. Bjálfi hafði stundum ein-
kennileg áhrif á hann. An þess aö
vita hversvegna, fór hann að leita
að einhverju viti i þessu barna-
hjali Bjálfa. Og hann gat ekki
gleymt þvi, að stundum hafði
Bjálfi, fyrir einhverja óskiljan-
lega tilviljun, rekizt á þaö rétta.
En Hooper leitaði nú aldrei
vandlega að þessum duldu mein-
ingum. Honum nægði alveg að
lita á bjánalega mánaandlitið á
Bjálfa.
- Já, ég veit það sonur sæl).
Sumir reykja ekki, sumir hugsa
ekki og sumir hafa engan heila til
að hugsa með. íjann beið eftir
þvl, að þessi glósa byggi um sig.
- og svo þessar kúlur. Ég var
llka I hálfgeröum vandræðum
með þær. Fötin á Hargrave eru
sviöin og það bendir til þess, aö
skotiö hafi verið á stuttu færi.
Honum hefði getað dugaö ein
kúla, en samt notaöi hann sex.
Hversvegna?
- Kannski fannst honum sex
kúlugöt lita betur úr en eitt?
- Bull! snörlaði I Hooper, en
hann leit íast á Bjálfa. - Ég veit
svariö við þessu. Klessurnar á
klukkunni segja þar alla söguna.
- Þær skýra það, hvernig morð-
inginn fékk málningu á fingurna.
Það var vegna þess, að hann sá
ekki auglýsinguna. Og þær segja
mér lika, hversvegna hann skildi
allsstaöar eftir sig klessur. Það
var afþvi aö hann sá ekki, hvert
hann var að fara.
- Og þær skýra llka, hversvegna
hann tók ekki fimmtlu pundin,
sem þó lágu beint fyrir framan
nefiö á honum. Hann sá ekkert -
þessvegna var það!
- Sama er aö segja um hálf-
kláraöa bréfið. Hann sá það ekki
heldur, Og, sein meira er, hann
sá heldur ekki Hargrave. Hann
skaut öllum skotunum, afþví aö
36 VIKAN 25. TBL.