Vikan - 22.06.1972, Page 44
FRÁ RAFHA
BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 meS stiglausri stillingu og
2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yflr og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill).
Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322
ER ÁSTIN DflUÐ
Framhald af bls. 9.
eftir að allar draumsýnir eru
liðnar undir lok. Sú ákvörðun,
að tveir einstaklingar bindast
þeim böndum, sem standast
munu alla verstu stormana og
skapa það, sem næstum má
kalla kraftaverk, félagsskap,
sem ekki bregzt.
Er það ekki þessi ást, sem
verið hefur von mannkynsins
svo lengi. „ ... í meðlæti og
mótlæti og hverjum þeim kjör-
um, sem algóður guð lætur ykk-
ur að höndum bera ...“
Er þetta ekki sannur mæli-
kvarði á ástina — það próf sem
við ýmist stöndumst eða föllum
á. Sá eini mælikvarði, sem hægt
er að lgegja á ástina og prófa,
hvort hún lifir eða deyr, jafn-
vel nú á dögum. ■&
NATASJA
Framhald af bls. 22.
orðum . . . ég hélt að hann yrði
þægilegur viðureignar, en mér
skjátlaðist. Hann varð aðgangs-
frekari með hverjum degi . . .
Rödd hennar varð áð hvísli.
— Veit hann þetta?
— Ég held hann hafi veitt
það upp úr lækninum, þótt
hann hafi lofað mér að þegja
yfir því. Ó, ef ég gæti aðeins
rifið þetta barn úr líkama mín-
um. Hugsunin ein um þetta
barn gerir mig veika!
— Getið þér ekki látið Dmitri
halda að hann eigi barnið?
— Þér skiljið ekki neitt. Hún
stóð upp og fór aftur að æða
um gólfið. — Dmitri er ekki
ástheitur maður og hann er oft
í burtu . . . Hann myndi skilja
. . . og hann hefur skaplyndi
Kuraginanna . . . hann myndi
ganga að mér dauðri. Það hef-
ur oft hvarflað að mér í sum-
ar að stytta mér sjálf aldur.
Einn daginn reið ég upp að
grjótnámunni á Suleiman og
þá sá ég hve auðvelt var að
fleygja sér fram af berginu, en
ég hafði ekki kjark til þess.
Andrei talaði eitthvað um
kjark, þegar hann vildi að ég
færi með honum. en hvað veit
hann um fátækt og neyð. Hann
veit ekki um það hvernig líf
mitt var áður en ég hitti
Dmitri. Andrei krafðist of mik-
ils og hann skildi það aldrei.
Ef hann hefði elskað mig
eins og hann elskaði hana, þá
hefði ég fylgt honum á heims-
enda, hugsaði ég. en það er svo
auðvelt að dæma aðra. Natasja
var ekkert lík mér, hún var
rekin áfram af tilfinningum,
sem ég þekkti ekki.
— Ég er hrædd við hann,
sagði hún snögglega.
— Hvern? spurði ég. —
Dmitri?
— Nei, Jean. Ég veit ekki
hvað hann hefur í huga. Þegar
hann snertir mig, er eins og
djöfullinn sjálfur hlaupi í mig.
Það var hrollur í henni, en
hún rétti úr sér og gekk að
dyrunum. Skyndileg meðaumk-
un greip mig og ég flýtti mér
eftir henni.
— Eg vildi að ég gæti hjálp-
að yður. Farið varlega, fyrir
alla muni. Bíðið . . .
— Bíða . . . ? hafði hún upp
eftir mér — Haldið þér að
þetta bíði?
Og hún var farin. áður en
ég gat sagt nokkuð meira. Og
hvað hefði ég svo sem getað
sagt? Hún sat föst í því neti
sem hún hafði sjálf hnýtt . . .
Framhald í næsta blaði.
NYTlZKU BARNA-
UPPELDI
Framhald af bls. 11.
greinagóð og skiljanleg svör,
þegar þau grennslast eftir hin-
um mörgu leyndarmálum lífs-
ins. Ég held líka að mjög fljótt
eigi að láta börnin hafa sitt að
segja, þegar taka þarf mikil-
vægar ákvarðanir á heimilinu,
sérstaklega í því sem varðar
þau sjálf.
Stein Lage Strand: Ég mun
alltaf reyna að gefa góð og rétt
svör, þegar börnin spyrja mig.
En hvað er rétt? Það er erfið-
asta spurningin. Lítil börn vilja
fá einhliða svör, þau hafa ekki
mikinn áhuga á rökstuðningi.
Ég held það sé ekki svo hættu-
legt að segja það sem manni
dettur í hug, ef maður er reiðu-
búinn til að gefa skýringar og
túlkunarmöguleika eftir því
sem börnin fá þroska til að sjá
fleiri hliðar á málunum. Það
ákjósanlegasta er að engin
manneskja sé þrælbundin hug-
myndum, sem eiga að endast
allt lífið, heldur hafi möguleika
til að aðlagast aðstæðum og
þroskast eðlilega.
Björg Svendsen: Við höfum tal-
að um rökræður og hreinskilni
á heimilum. En þá langar mig
til að skjóta inn í, að þær.rök-
ræður, sem við verðum að var-
ast, eru þær sem hætta er á að
verði deiluefni milli foreldr-
anna um atriði sem varða barn-
ið, að því áheyrandi. Það getur
ruglað barnið eða komið því til
að taka afstöðu til annars for-
eldris. Þetta á sérstaklega við
44 VIKAN 25. TBL.