Vikan


Vikan - 22.06.1972, Qupperneq 48

Vikan - 22.06.1972, Qupperneq 48
MTPftPRENTUN Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, til- kynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höf- um fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILNIR hf Skipholti 33 - Sími 35320 allt, sem hann vissi. Að minnsta kosti fannst Hans það, og svo var nú þetta vitleysislega upp- þot undir lokin. Það kom ekki heim og saman við vandlega undirbúið morð. — En hvernig ályktuðu þeir, að það væri morð? — Ja, það hafði nú enginn ágreiningur verið í nokkra daga svo að það gat lítill vafi verið — að minnsta kosti frá sak- sóknarans sjónarmiði, að þetta hefði verið óundirbúið verk. Og þú hafðir svo bersýnilega verið orðin viðskila við hin. En svo var það fyrst og fremst grunsamlegt, að þessi brottför þín hafði verið ákveðin daginn eftir. — Þetta er nú ekki vel rök- rétt, sagði ég. — Mamma hefði aldrei bakað mér svona geðs- hræringu! Algjörlega óhugs- andi! Og mömmu hefði aldrei orðið á svona bersýnileg mis- tök — eða nein mistök yfir- leitt! Til þess var hún alltof ... greind. — Ætlaðirðu að fara að segja, alltof köld og róleg? spurði Ro- bert. Hann gat lesið huga minn, ég varð að fara mér varlega. — Jæja, í stuttu máli sagt, þannig leit saksóknarinn á málið. Móðir þín hafði reiknað með þér sem vitni fyrir vörn- ina, og þér mundi trúað, með allt barnslega sakleysið. En það átti ekki að yfirheyra þig lengi, ef þú skyldir falla saman, og þessvegna átti að koma þér burt á réttri stundu. Annars er furðulegt að þér skyldi vera sleppt burt. — Já, mjög svo furðulegt, en áður en mér var sleppt varð ég að ganga gegnum hræðilega eldraun. Og vitanlega voru þeir ekki nema skammt komnir dag- inn eftir atburðinn, annars hefðu þeir áreiðanlega tekið mig fyrir aftur. — Án efa, Vera og þessvegna er ég sannfærður um, að mamma þín hefur svipt sig lífi þín vegna, til þess að spara þér frekari vandræði. Hún var enginn heigull, hún mamma þín. ■— Nei, það var mamma al- drei. — Og það er þessvegna, sem þú mátt ekki láta endurminn- ingar þínar eyðileggja þig. Það væri að breyta mót vilja henn- ar, og fórn hennar væri þá til einskis færð. Skilurðu nú, að þér verður að batna? — Það er bara ekki auðvelt, Robert. — Já, það er erfitt, en ég get hjálpað þér. Veslings Robert! Hann var svo vongóður þennan dag. Ég vorkenndi honum innilega. Ég hefði fegin viljað segja honum meira, eins og til dæmis, hvað Weber hlyti að hafa vitað. Én það var miklu erfiðara en ég hélt — ómögulegt! Aldrei hafði ég fundið ást mína á Robert eins og nú, en ég hafði heldur aldrei gert mér ljóst hve sorg- legt ætlunarverk hans var — og dæmt til að mistakast. Ég var rétt að því komin að trúa honum fyrir öllu saman og ég veit ekki, hvernig farið hefði fyrir okkur báðum, hefði ég gert það. Að minnsta kosti var þetta hættuleg stund, sem al- drei kæmi aftur, því að það var þá, að ég mundi upphaf viðræðna okkar. Þá vaknaði ég af leiðslunni og spurði: — Gerðirðu það af ásettu ráði og með köldu blóði að gift- ast inn í fjölskylduna, aðeins til þess að, uppgötva þennan leyndardóm? Er hugsanlegt, að nokkur maður gæti tekið upp á öðru eins? Robert greip báðar hendur mínar og neyddi mig til að líta á sig. —■ Hlustaðu nú vandlega á það, sem ég ætla að segja, Vera. Þetta mál hreif mig, bæði frá glæpafræðilegu og sálfræði- legu sjónarmiði. Hér var um að ræða leyndardóm. sem ég fórnaði öllu fyrir. Ég las máls- skjölin, dag og nótt. Eg kynnti mér alla ættarsöguna, staðfesti öll smáatriði, og raðaði svo brotunum saman, vandlega. Það, sem ég komst að, var óskaplegt, og kom yfir mig eins og reiðarslag. Ég „setti upp“ aftur innræti föður þíns. myndin af móður þinni reis frammi fyrir mér og svo rann- sakaði ég nákvæmlega þessa ljómandi halastjörnu, sem hét Timothy. Ég var farinn að þekkja hann, rétt eins og hann væri minn eigin bróðir. — Bærilegur bróðir það! tautaði ég. Framhald í nœsta blaði. — Mundu eftir eyrnatöppunum, ef ske kynni að ég tali upp úr svefni! 48 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.