Vikan


Vikan - 27.07.1972, Blaðsíða 21

Vikan - 27.07.1972, Blaðsíða 21
Engan féll Emilie betur við en Óskar, þennan listamannlega krónprins með fallegu, brúnu augun og drembi- lega yfirskeggið. hennar. Á þeirri tíð var óhuga- andi að kvænast leikkonum. Menn höfðu þær fyrir ástkon- ur. Og allar leikkonur höfðu „verndara". Ungi lávarðurinn útvegaði Emilie dásamlega íbúð á horninu milli Stads- smedjagatan og Salvii grand. Og ekki nóg með það. Hann vildi brjóta reglurnar og kvæn- ast henni. Þá tók faðir hans, sem nú fyrst gekk af göflunum af reiði, í taumana. Rómantíski lávarðurinn ungi var sendur til Rússlands. Ekki fara sögur af því að Emilie hafi grátið hann lengi. Hún hélt eftir tvennu til minja um þennan elskhuga sinn, dóttur þeirra er Thekla hét og fæddist 1933, og ríflegri fjárfúlgu. Þar að auki var krón- prinsinn ástfanginn af henni. Enginn maður hentaði Emilie Högqvist betur. Hún hafði sigr- að hjarta verðandi konungs. Rós og lilju lík í hvítum skrúða tiplaði Emilie Högqvist undir trjánum í Djurgárden, en þar átti hún sumarhús. Emilie hafði gaman af að ganga út á bryggjuna sína litlu, hoppa nið- ur í blámálaða róðrarbátinn og láta einhvern kavalérann róa sér yfir lognsléttan sjóinn. Eng- inn skyldi ætla að Emilie Hög- qvist hafi verið nein venjuleg léttúðardrós. Hún var mikil leikkona og helztu menningar- vitar samtíðarinnar löðuðust að henni. Emilie Högqvist hafði stórt og hlýtt hjarta. En henni datt aldrei í hug að gefa það einum manni. Það hefði verið illa farið með gott hjarta, að hennar dómi. Hún minnti á drottningu úr ævintýrum er hún þeysti á fáki sínum gegn- um Djurgárden, kastaði höfðinu ELSKHUGI HENNAR konu og — léttúðardrós. Eng- in var mittisgrennri en hún og engin nettari á fótinn. Hverju skipti það hana þá þótt borg- arfrúrnar vildu ekki hafa hana í sínum hópi vegna orðsins, sem af henni fór? Henni var sama um kerlingarnar. Hitt skipti meira máli að eiginmenn þeirra stóðu í biðröðum fyrir utan dyr hennar. Og karlmennirnir voru að hennar dómi ólíkt skemmti- legri en konurnar þeirra. Rithöfundur nokkur segir svo frá: — Einn gráan dag á hausti kom Emilie Högqkvist gang- andi eftir Axsenalsgatan milli Operunnar og húsaraðarinnar á móti. Gatan var mjög blaut og óhrein. Þurrast var á henni miðri, þar sem svokallaðir bqrgarstjórasteinar voru stórir, sléttir steinar, sem voru í tveimur röðum þétt samhliða. Emile hélt sig á steinunum og tiplaði varlega áfram á litlu skónum sínum. Þá kom skyndi- lega varðflokkur marsérandi. Emilie leit upp. En áður en hún hafði ráðið við sig hvort hún ætti að víkja út í forina eður ei, hafði lautinantinn, sem stjórnaði flokknum, fyrirskip- að mönnum sínum að skipta sér í tvær raðir. Og svo héldu þeir áfram báðum megin við Emilie og heilsuðu henni með hermannakveðju eins og drottningu. Og hún endurgalt þeim með einu af sínum frægu smábrosum. Því gleymdu þeir aldrei. Óskar krónprins gleymdi því ekki heldur, eftir að hafa séð það í fyrsta skipti. En Emilie var sjálfbjarga án hans, hún hafði nóg fyrir sig. Hún var al- drei ein. Bloomfield lávarður, sonur enska sendiherrans, til- bað hana og borgaði reikninga aftur og hló. Og alltaf fylgdi henni hópur dáleiddra tilbiðj- enda. Haustið 1836 flutti hún inn í fræga íbúð við Gústafs Adólfs-torg -—• sem ástkona krónprinsins. Foreldrar hennar höfðu ver- ið fátækt þjónustufólk hjá greifa nokkrum. Þegar Emilie var lítil stúlka hafði hún því séð munað — en aðeins gegn- um dyragættir. Nú tilheyrði munaðurinn henni. Og prins- inn líka. Og það var ekki ein- H 30. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.