Vikan


Vikan - 27.07.1972, Síða 29

Vikan - 27.07.1972, Síða 29
frásögnina af þeim atburði, þegar farandsalarnir tveir og fréttarit- arinn tóku að gerast syfjaðir — það var komið nálægt miðnætti — og flýttu sér undir þiljur. Seinna fór frændi mannsins, sem týndist, á eftir þeim. . Ungi maðurinn meö skegg- broddana sat kyrr og starði dt I bláinn fjörlegu, greindarlegu augnaráði. Hann virtist vera að hlusta á hávaöann i skrúfu skipsins. Hann bærði várirnar ofurlitið, ef ein báran gjálfraði hærra en önnur viö kinnungana, og hann horfði framan i herra Pinto og brosti vingjarnlega, eins og hann vonaðist eftir, aö hann brosti lika til sin. — Niunda aldan hlær að konum fiskimannanna, sagði hann. —A sumrin er hlátur hennar léttur og glaövær, en á veturna er hlátur hennar eins og frostdynkir. Herra Pinto sagöi, að veðrið væri fagurt, og gekk út á þilfarið. —• 0, dásamlegt veður, sagði ungi maðurinn með skeggbrodd- ana og elti hann. — Sko skýin! Þau eru eins og gráir refir, sem hlaupa út úr tunglinu. — Satt er það, eitt þeirra er mjög likt ref, sagði herra Pinto kurteislega. — Hann er á veiðum i nótt, sagöi ungi maðurinn. — Refir og gráúlfar. Og lítið þér á, þarna er hreindýr á vesturloftinu. Agætt veiðiveður i nótt, og allur himinn- inn veiðisvæöi. Herra Pinto og máivinur hans voru einir á þiljum, og herra Pinto fannst hann vera kynlega einmana I návist þessa undarlega manns. — Þei.þei, sagöi ungi maðurinn og benti út yfir borðstokkinn. — Heyrið þér málæðið t sildartorf- unni þarna úti? Það er óttakliður I loftinu. Ef til vill er hákarl á leiðinni inn fjörðinn. Herra Pinto, sem var orðinn sannfærður um, að maðurinn væri geggjaöur, var að brjóta heilann um einhverja tylliástæðu til að geta farið niður, þegar ungi maðurinn sagöi: — Þér þögðuö meðan flónin voru aö tala um hvarf Pomfret- fjölskyldunnar. Hvers vegna sögðuð þér ekkert? — Vegna þess að mér fannst engin þessara skýringa sennileg, svaraði herra Pinto, og honum létti ofurlitið, — og enn fremur vegna þess, að ég hafði enea skýringu sjálfur á reiðum hönd- um. — En hvaö álitiö þér um þetta? Þér hljótið að ímynda yður eitt- hvað. Herra Pinto deplaöi augunum nokkrum sinnum, en sagöi þvi næst hikandi og af litilli einurð: — Það er fleira milli himins og jarðar en heimspekina dreymir um, eins og þér vitið. Það er barnalega fávislegt að vitna I þessa margþvældu setningu, en — Þaö er ekki fávislegt. Hinir voru flón. Þér virðist hins vegar ekki vera flón enn þá, þó að þér verðiö það, ef þér veröið gamall, en þó ekki nógu gamall. Ef yður langar til, skal ég segja yður, hvað kom fyrir George Pomfret og fjölskyldu hans. Setjizt þarna! Herra Pinto settist, þótt honum væri það fremur óljúft. Ungi maðurinn gekk um gólf, og hárið blakti eins og svartur fáni i gol- unni. Hann horfði upp I tungliö, hló háum, kiiðmjúkum hlátri og sagði slðan skyndilega: — Þau stigu á land á Eynhallow I helgikyrrð hins dásamlega sumarkvölds. Oldurnar hjöluöu við ströndina og sögðu ævintýriö af selunum sjö, sem fóru til Súlu- skerja, en gátu hvorki heyrt né skilið ævintýriö. Stelkur söng: „Gaman,gaman! Horfiöáþau!” um leið og þau gengu á land. Þau gerðu mikinn hávaða, þegar þau gengu upp malarströndina, og kaninurnar, sem földu sig i gras- inu, hlupu spölkorn frá, þó að þær væru ekki hræddar, sneru sér siðan viö og horfðu á þau. Frú Pomfret var ekki i góðu skapi, en þau bjuggu um hana á brekánunum, og þar sofnaði hún. Hin gengu umhverfis eyjuna — hún er ekki stór — og hentu steinum I sjóinn. Sjórinn skrikti og kastaði enn þá fleiri steinum upp á ströndina, en það höfðu þau ekki hugmynd um. Og fuglarnir sveimuðu yfir þóim og hlógu að þeim. Smám saman fór að skyggja af nóttu, — það var ekki raunveruleg nótt, — og þau settust niður til aö boröa. Þau sátu lengi að snæðingi og vöktu frú Pomfret, en hún sagðist al«jrei boröa undir beru lofti, svo aö þau lofuðu henni aö sofa áfram. Hin létu móðan mása. Þauvoruham- ingjusöm að vissu leyti, en sam- ræður þeirra voru hégómlegt þvaður. Jafnvel Joan, sem var ástfangin, þvaðraði eintóma vit- leysu, sem henni er óljúft að rifja upp nú. — Jæja-----Herra Pinto gerði örvæntingarfulla tilraun til að gripa fram i, en ungi maðurinn hélt áfram, eins og ekkert hefði i skorizt. — Disney sagði eitthvað af viti um fuglana, en þau gáfu orðum hans engan gaum. Og innan skamms — timinn er fljótur aö Uða á Jónsmessunótt — var kominn timi til að dansa. Þau höfðu haft meö sér grammófón, og Joan hafði fundið stóra, kringl- ótta dúnmjúka grasflöt, og rétt hjá henni stóð ferkantaöur steinn. Þau settu grammófóninn á steininn og spiluðu foxtrot eða eitthvaö þess háttar. Disney og Norah Disney dönsuðu saman, og Joan' dansaði við Samways. Þau dönsuðu tvo eða þrjá dansa, og gamli Pomfret lét spaugsyrði fjúka og setti nýjar plötur á grammófóninn. Þá sagði Joan allt i einu: — Þessi danslög eiga ekki við á Eynhallow á Jónsmessunótt. Mér er illa viö þau. Og hún stöðvaöi grammófóninn. Hún tök upp hitt plötualbúmiö og fletti þvi. Það var nægilega bjart til þess að hægt var að lesa nöfnin á lög- unum, ef plöturnar voru bornar upp aö augunum. Hún fann fljót- lega það, sem hún leitaði að. Ungi maðurinn horfði efa- blandinn á herra Pinto og spurði: — Eruð þér kunnugur tónlist Griegs? — Ofurlitiö, sagði herra Pinto. — Hann samdi fáein norsk dans- lög. Eitt þeirra er svona: Hann blistraði nokkra tóna. Ungi maöurinn smellti meö finrunum af kæti og steig fáein dansspor, fimum fótum, á vagg- andi þilfarinu. — Þetta er lagið, hrópaði hann og söng það, en textinn var á framandi tungu og hljómur orð- anna annarlegur. — En Grieg samdi það ekki. Hann heyröi það einu sinni, þegar hann var af til- viljun staddur milli greniskógar og sjávar, og hann skrifaði það niður af mikilli nákvæmni. En það var samiö fyrir mörgum öldum, þegar allt, sem á jörðinni var, dansaði, að undanteknum trjánum, og þau fléttuöu rætur sinar utan um steina, syo að þau gætu ekki látið undan danslöngun sinni. Þvi að þeim hafði veriö bannað að dansa, af“þvi að þau áttu aö vera beinvaxin og stór, svo að hægt væri aö smiöa úr þeim skip. Ungi maöurinn þagnaði skyndi- lega, en hélt svo áfram: — En ég var annars aö segja yður frá Pomfretfjölskyldunni. Joan fann danslögin, sem hun var svo hrifin af, og lék fyrst eitt og siöan annað. Hún skipaöi öllum aö dansa eftir lögunum, enda þótt enginn vissi, hvaða dans ætti aö stiga viö þau. En hljómarnir hrifu þau, og þau hoppuðu og stukku, fettu sig og brettu og hlógu án afláts. Pomfret gamli var i miðjum hringnum, hoppaði, sparkaði út i loftið og snerist eins og skoppara- kringla. Og hann hló. Já, mikiö gat sá maður hlegið. — Mamma má ekki missa af þessari skemmtun, sagði hann. — Við verðum að vekja hana, svo að hún geti dansað lika. Og svo vöktu þau frú Pomfret, og þá voru þau orðin sex, og þá var byrjað að dansa fyrir alvöru. Þegar frú Pomfret var loksins komin af stað, reyndist hún svifléttari öllum nema Joan, sem var eins og dúnfjööur á grasi og tunglskins- bjarmi á skýjarönd. Allt i einu urðu þau þess vör, aö komið varskipulag á dansinn, þvi að þau höföu fengið dansfélaga, sem höfðu eins og sprottiö upp ur jöröinni og stýrðu þeim i dans- inum, fyrst til hægri, svo til vinstri, og þau uröu aö beygja sig og sveigja, hoppa og snarsnúast. Og jafnvel frú Pomfret var dillaö, þegar hún sá Pomfret gamla hringsnúast á öðrum fæti. Og grammófónninn þagnaði aldrei, þvi aö litill, þeldökkur maöur sat hjá honum og dró hann upp, þegar þess var þörf, og söng fullum hálsi. Og þau héldu áfram að dansa, og þaö fór aö birta af degi, og grámi himinsins breyttist i silfur- gljáandi lit, og þvi næst sáust litil, róslit ský á sveimi um þennan silfurgljáandi flöt, og þvi næst kom sólin sjálf upp, eins og gul narissa á litinn, og i ljóma hennar hurfu allir aðrir litir. Og allir fögnuðu sólaruppkom- unni með dynjandi hrópum, og 30. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.