Vikan


Vikan - 27.07.1972, Page 45

Vikan - 27.07.1972, Page 45
NÝTT FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6624. A hellur, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar- steikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ OÐINSTORG - SlMI 10322 þann stuðning, sem hún fékk frá George Murphy sem nú er öldungadeildarþingmaður. Þessir tveir menn höfðu leikið í Shirley Temple kvikmyndum. Hversvegna er hún republik- ani? Hún sagði nýlega frá því í sjónvarpsviðtali. Atvik, sem varð til þess, skeði fyrir mörg- um árum, sagði hún kímin. Það var á fjórða tug aldarinnar. Þá voru forsetahjónin vön að bjóða frægu fólki heim á bú- garð sinn Hyde Park, einstaka sinnum. Shirley var líka einu sinni boðin þangað og fór í fylgd með móður sinni. Eleanor Roosvelt steikti sjálf hamborgara á útigrilli og hún þurfti oft að beygja sig yfir eldinn. Shirley litla var með teygjubyssu í töskunni sinni og freistingin náði tökum á henni. Hún skaut smávölu í virðuleg- an bakhluta forsetafrúarinnar. Þetta var voðalegt hneyksli. en var þó þaggað niður. Móðir Shirley var hræðilega reið og Shirley fékk nokkur vel útilátin högg í sinn eigin bakhluta. Þá ákvað Shirley að verða republikani. Pólitískt séð er hún, mildast sagt, hægri sinnuð. En þegar talað er um umhverfisvernd, þá er hún nokkuð róttæk og hikar ekki við að stíga á tærn- ar á iðnaðarfyrirtækjum. Shirley er líka ein í þeirra hópi, sem berjast fyrir því að minnka spennuna milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Hún hefir líka barist fyrir því að þessi stórveldi vinni sam- eiginlega að geimrannsóknum, sérstaklega til að spara fé, sem þá mætti nota til umhverfis- verndar. Nixon forseti varð fyrir mik- illi gagnrýni, þegar hann skip- aði hana einn af fulltrúum Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. en nú hefir húin hlotið lof fyrir störf sín og op- inbera viðurkenningu hjá U Thant. Blaðamannafundir hennar eru oft skemmtilegir, sérstak- lega þegar hún leggur niður blíða brosið og lætur stjórnast af skapinu, sem er eldheitt undir fáguðu yfirborðinu. Sum- ir spá henni miklum frama í stjórnmálum. I HOMI NÆTURINNAR Framhald af bls. 35. una, lyfti upp höfðinu á mér og starði lengi á mig, stein- þegjandi. — Þú ert ekki að koma með skröksögu? -—• Nei, svona gekk það til. — Og þú ert sallaróleg. Hann greip um slagæðina. Sýndu mér þetta tré. — Gæti ég fundið það inn- an um hundrað önnur? — Það verða nú varla mörg hundruð nýdottin. Við gengum gegnum haust- legan garðinn, þar sem síðustu vesældarlegu rósahnapparnir hneigðu sig fyrir vindinum, tvær mannverur, hlið við hlið, en samt aðskildar af heilum heimum sorgar og hryllings, bæði í djúpum eigin þönkum, hvort um sig einmana og yfir- gefið. Við gengum yfir veginn og akurinn. Landslagið var svo víðlent, en hjörtu okkar, þessir myrku klefar, sem geymdu dauðadóminn innilokaðan og einan, svo þröngar. Carlsskóg- urinn var í allri sinni dýrð fyr- ir framan okkur, vindskekinn - fáu barrtrén há og gömul, og beykitrén smám saman að skipta lit. En milli þeirra æptu björtu litirnir á deyjandi eik- arblöðunum, hávær af lífi, en þegar komin í líkklæðin, rétt eins og svo margar manneskj- ur, án þess að vita af því. — Falskt! sagði ég. — Líttu bara á það, rétt eins og gömul kelling með of mikla málningu framan í sér. Bending mín um- lukti fjöllitann skóginn — eða jafnvel alla þessa svikulu reiki- stjörnu, þar sem við göngum þessa skömmu lífsbraut okkar. Robert sparkaði í gorkúlu. Mosinn var rakur og undir trjánum var rotnunarþefur. — Og hvar er svo þetta tré, Vera? Ég hrökk við. Þegar ég er í djúpum þönkum, koma spurn- ingarnar hans alltaf svo snögg- lega. Við fundum tréð loksins. — Þarna er það. — Ertu viss? — Handviss. — Það er búið að saga það í sundur, meira en til hálfs. Eng- inn skógarhöggsmaður skilur þannig við tré. Það þarf ekki nema rétt að snerta það, til þess að það detti. — Þá hlýtur mér að skjátl- ast. — Þú sagðist vera viss. — Já . . . það er að segja, ég hélt að ég væri það. En í mín- um augum eru nú öll tré eins, er það ekki. — Hvar eru hin? spurði Ro- bert. Mér líkaði ekki augnatil- litið, sem hann sendi mér frá hlið. Ég leit í kring. Það voru við- arstaflar fram með stígnum og svo trjábolir, sumir þegar sag- aðir sundur, til allra hliða. Að- eins tveir þeirra höfðu ekki verið aflimaðir. Blöðin voru visin. — Þetta er sjálfsagt skakkur staður, Robert. Við leituðum um allan skóg- inn, en sú leit varð árangurs- laus. ■—- Það er um þrennt að ræða, sagði Robert, hugsi. — Og hvað er það? — Annaðhvort var það ekki þetta tré. eða þá það var morð- tilraun, jafngreinileg og skorna ístaðsólin. — Og það þriðja? — Ég verð að prófa það fyrst. — Var líka um þrennt að ræða með ístaðsólina? — Nei, aðeins tvennt. — En dularfullt, Robert! Viltu ekki segja mér það? — Seinna, sagði hann og hristi höfuðið. En hann sagði mér það bara aldrei. Allt til þessa dags hef ég aldrei vitað, við hvað hann átti, að minnsta kosti ekki fyrir víst. Stundum hélt ég, að Robert væri búinn að ráða gátuna, en þá gaf fram- koma hans mér strax til kynna, að þetta væri misskilningur hjá mér. Hálfum mánuði seinna, þeg- ar ég var á heimleið í rign- ingu frá Kappeln, reyndi dauð- inn enn að bregða fæti fyrir mig. Ég hafði farið með blóm og ávexti til tengdamóður minnar, sem var veik. Maður verður að látast, hversu erfitt sem það kann stundum að verða. Gamla konan, sem var kafrjóð, hafði legið á koddan- um og borað mig í gegn með reiðilegum, hitagljáandi augum. Grönnu, órólegu fingurnir fitl- uðu við silkiborðana á nátt- kjólnum hennar. Hvers vegna minntu þeir mig alltaf á högg- orma? — Hvernig líður þér, mamma? — Það er bara kvef. Hún tók vasaklút og þrýsti honum að gremjulega munninum. Hóstin í henni kom neðst neð- 30. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.