Vikan


Vikan - 27.07.1972, Qupperneq 47

Vikan - 27.07.1972, Qupperneq 47
an úr siífluðum lungnapípun- um og skók hana alla. — Á ég að hjálpa þér? — Nei, þakka þér fyrir. Ég hef hana Ernu. — Ég gæti nú litið eftir þér. Ég er hjúkrunarkona. — Ég veit það. Einu sinni áður hafði hún sagt þetta sama: forðum þegar við hitt- umst í Kappeln, þegar hatrið hennar hafði rofið jólafriðinn og ég hafði talað um foreldra mína af mikilli aðdáun. Nú fannst mér það álíka kaldrana- legt. Sjúklingurinn átti erfitt um andardrátt, þegar ég var að koma blómunum fyrir og taka upp ávextina. Hún sneri and- litinu frá mér. — Ég hef alltaf verið hissa á því, sagði hún þá. — Hverju? — Þessu stöðuvali þínu. Þetta hefur svo mikla sjálfs- fórn í för með sér. — Telurðu mig ekki færa um sjálfsfórn? Þegar hún sneri að mér, mættu hitasóttaraugu hennar mínum augum og héldu þeim föstum. — Það er svo kæfandi heitt hérna inni, mamma. Má ég hleypa svolitlu hreinu lofti inn? Hún kinkaði bara kolli. Ég opnaði gluggann og dró rúm- fötin upp yfir horaðar axlirn- ar á henni. Hörund hennar var brennheitt, og eldur brann úr augunum, sem venjulega voru eins og ís og svolitlir haturs- púkar hoppuðu í útvíkkuðum sjáöldrunum. — Fær urn sjálfsfórn . . . Og svo fékk hún annað hóstakast. Weber hafði líka verið þungt fyrir brjóstinu, en þetta var ekki dauðahryglan, sem ég kannaðist svo vel við. Gamla konan var ekki líkt því komin á leiðarenda enn. -—• Þú ert fær um hvað sem er, Vera, hvað sem er. . . en engu að síður . . Hún þagn- aði, uppgefin. — Þá geturðu aldrei fyrir- gefið mér? — Hvað hef ég að fyrirgefa? —■ Að ég skyldi giftast hon- um Robert. Rétt sem snöggvast brá fyrir illkvittnu brosi á tærðu andlit- inu. — Nú, það . . . ? Hún veif- aði því frá sér . . . það . . . Þá leit hún ástaraugum á myndina af Robert ungum, sem stóð við rúmið hennar. Þarna var hann um það bil tólf ára gamall, dálítið ankannalegur í ódýrum fötum, en umhverfið var fátækleg stofa. Ég gat al- veg ímyndað mér, hvernig hann hefði skroppið í búðir og reiknað út, hvað hann ætti að fá til baka. Á þeim aldri hefði Timothy verið í Eton-einkenn- isbúningnum, með pípuhatt og nellíku í hnappagatinu, og þeg- ar verið sér meðvitandi um vald sitt, gefið skipanir ein- kennisklæddum þjónum, kæru- leysislega vingjarnlega. og rið- ið göfugustu hestum Englands Ég horfði líka eins og berg- numin á myndina af Robert, og við vorum víst báðar niður- sokknar í hugsanir okkar. Ég veit ekki, hvað hún kann að hafa séð, en ég, að minnsta kosti, sá ekki aðeins klunna- legu stígvélin á fótum Roberts, en kannaðist við augnaráð barnsins, sem sagði: .,É'g skal komast langt, ég skal fletta of- an af hugum manna svo að þeir láti uppi leyndarmálin sín og ég geti rifið úr þeim hjörtun. Ég skal safna að mér þekkingu og peningum, sem valdgjafa, því að vald er lykilorðið -—- vald er allt!“ Peninga hafði Robert að minnsta kosti næga, nú orðið. Hann var enn að streitast við að ná í síðustu vitneskju-ögn- ina um minn innsta mann, full- komnum sigri á því af mér, sem mest var í myrkrunum hulið — en það skaltu aldrei finna, Robert! Tengdamóðir mín rétti fram tvo mjóa fingur, í kveðjuskyni. Ég rétt snerti þá, því að þeir voru þvalir og viðbjóðslegir, og enda þótt ég þvæi mér vand- lega í baðherberginu, losnaði ég samt ekki við viðbjóðinn. Áður en ég fór út úr húsinu, leit ég sem snöggvast inn í svefnherbergið. Sjúklingurinn var í fasta svefni og hraut með opinn munninn. Ég lokaði dyr- unum varlega og hristi af mér hatrið og meðalalyktina, og fyllti lungun af ilmandi haust- loftinu. Ég hafði skilið bílinn eftir ólæstan og sá nú, að Erna sat í ökusætinu. — Þetta er fint! sagði hún og strauk stýrið og leðurfóðrið með aðdáun. — Ég vildi bara finna, hvernig það var að sitja í svona bíl. — Viltu fá bíltúr? sagði ég. — Já, mikið eruð þér væn, frú Dellmer, sagði hún og klappaði saman lófunum af kæti. Við ókum af stað Ég ók hratt og braut hérumbil hverja um- ferðarreglu. Ég verð að segja, að Erna tók þessu öllu rólega, þó að hún væri dálítið föl kringum nefið, þegar hún steig út, en hrifin engu að síður. Þetta er ofsaspan! æpti hún, stórhrifin. — Sjáið þér til, frú Dellmer, kærastinn minn á hjól með hjálparvél og það fer nú ekkert sérlega hægt, en í samanburði við þetta, er það eins og lapparbrotin hæna! Þakka yður afskaplega vel fyrir! Komið þér fljótt aftur. í pftursætinu er böggull til lækn- isins — það eru nokkrar bæk- ur og ein peysa. Gamla konan priónaði hana sjálf og gekk frá henni. - Er frú Dellmer alvarlega veik? — Hún?! Hún verður áreið- anlega hundrað ára. Þó ekki væri nema til að vera ágjörn! Hún gjóaði augunum til mín og glotti af ánægju. Svo leit hún á úrið sitt. — Almáttugur minn, við er- um búnar að vera meira en hálftíma! Nú verð ég að fara inn, annars verður allt vitlaust. Erna veifaði til mín — ein- falt og óbrotið náttúrubarn. Ég fór að hugsa um, hvernig tengdamóðir mín myndi bregð- ast við mannasiðunum hennar. Ég var mjög hugsandi á heimleiðinni, og gat ekki gleymt þessum orðum: „Nú, það . . .“. Vegurinn var sleip- ur. Ertandi skýjaflókar spilltu útsýninu, og tóku á sig óhugn- anlegar myndir, sem sveimuðu um huga minn. Hún verður hundrað ára . . . verður hún það? Kannski, ef hún fær ekki lungnabólgu — en ekki af ágirnd, heldur hatri. Hvers vegna hatar hún mig svona? „Af því að ég giftist honum Robert, mamma?“. „Nú, það . . . það . . .“ „Nú, það . . . það . . .“ Nú kom hljóðið ekki lengur innan úr höfðinu á mér, held- ur frá vélinni. Ég skipti um gang. „Nú, það . . . það . . .“ Ég skipti aftúr. Það breytti engu. Magavöðvarnir á mér tognuðu. Það var stór vörubíll á undan mér. Ég reyndi að fara fram úr honum en rann, út yf- ir brúnina og ofan í skurðinn. Ég var næstum fegin, því að nú þagði vélin. Fyrr eða seinna skal ég þagga niður í þessum röddum. dynkjunum í fiskibát- unum, hæðnishlátrunum í púk- unum, og nú loks í vélinni. Já, ég skal þagga niður í þeim öll- um eins og þeir leggja sig. Ég var komin út úr bílnum í einu stökki. Það varð hræðilegur há- vaði að baki mér, og málmflís reif ermina mína. Ég sá dökk- rautt blóðið, sem ég var svo hrædd við í draumnum, leka niður á jörðina. Þá fyrst fann ég sársaukann. Einhver hönd reif mig burt. Við hliðina á mér stóð náfölur vörubílstjór- inn. — Þetta var vel sloppið, ungfrú, sagði hann. Þér hefð- uð hæglega getað brunnið til bana. Hvað var í bílnum hjá yður? — í bílnum? Alls ekki neitt. Bensíngeymirinn sprakk. Hann var alls ekki að hlusta á mig, hann athugaði handlegg- inn á mér og sárið reyndist vera djúp rispa, en svo sneri hann sér að því að slökkva eldinn. Framhald í nœsta blaði. 30. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.