Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI
OF FÍN TIL AÐ LIGGJA í SANDINUM
í FULLRIALVÖRU
FIMMTfU MfLUR FYRSTA SEPTEMBER
Kæri draumráðandi!
Mér fannst ég vera á baðströnd með annarri stelpu. Henni
fannst vatnið of kalt en ég óð út í og fann þá, að það var
aðeins ylvolgt. Samt fannst mér það ágætt. Þegar ég ætlaði
að vaða í land, gekk mér illa að komast upp á sandinn,
hraktist alltaf aftur á bak. Að síðustu komst ég þó upp,
þjökuð og þreytt. Þá sá ég, að stelpan lá á teppi í sandinum,
hún var í sólbaði. og hjá henni var strákur. Ég varð svo-
lítið afbrýðisöm en lagðist á sandinn beran og sagði um
leið, að stelpan væri of fín til að liggja á sandinum og því
þyrfti hún teppi.
Gunna.
Afbrýðisemi, hvort sem hún er í draumi eða alvöru, er
alltaf hvimleið en samt sem áður er þessi draumur þér hag-
stæður. Það er fyrir hamingju og hagnaði að dreyma, að
maður sé að baða sig í sjó. Þessi draumur mundi því áreið-
anlega vera þér hagstæður og líklega er hann fyrir óvenju
skemmtilegu sumarleyfi — sem gæti dregið dilk á eftir sér,
ef þú ferð ekki varlega . . .
SVAR TIL ÞÓRU:
Draumurinn er fyrir erfiðleikum og þykir mér líklegt, að
það séu brúðhjónin, sem eiga í þeim frekar en þú. Prestur-
inn í drauminum er heldur góðs viti.
SILFURHRINGUR
Kæri draumráðandi!
Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum. Hann
er svona:
Við vorum öll saman komin, ég og krakkarnir, sem
fermdust með mér í vor. Við sátum í hring á stóru túni,
og það var verið að ferma okkur. Allt í einu erum við öll
komin inn á tún hjá vinkonu minni. Við vorum að taka
upp fermingargjafirnar og fleygðum bréfunum í allar átt-
ir. Smátt og smátt fækkaði krökkunum, þar til allir voru
farnir nema ég og systir vinkonu minnar. Við spjölluðum
lengi saman, en loks fór hún, og þá var ég ein eftir.' (Hér
þarf ég að skjóta því inn í, að umrædd vinkona mín fékk
gullhring í fermingargjöf, og var hann með rauðum steini).
Þegar ég var orðin ein, finn ég hring úr silfri og með hvít-
um steini. Að öðru leyti var hringurinn nákvæmlega eins
og hringur vinkonu minnar.
Ég ætlaði strax að taka hann, en hætti við það. Að lok-
um fór þó svo, að ég stóðst ekki freistinguna og tók hringinn.
Ég lét hann á mig og hét því að athuga næsta dag, hvort
nokkur ætti þennan fallega hring.
Og í því vakna ég. — Með fyrirfram þökk.
Guðrún.
Vera kann, áð löngun þín til að eignast hring eins og vin-
kona þín, sé að einhverju leyti undirrót þessa draums. Að
því slepptu er draumurinn fyrir góðu. Silfurhringur tákn-
ar einlæga vináttu og skulum við því ráða drauminn á
þann hátt, að sambandið milli þín og vinkonu þinnar verði
farsælt og ykkur báðum ómetaniegt í framtíðinni.
Á morgun rennur upp dagur, sem markar þátta-
skil í sögu okkar; dagur, sem verið hefur á hvers
manns vörum allt jjetla ár. Fimmtiu sjómílna land-
lielgi við ísland er þá orðin staðreynd, hver sem
viðbrögð alheimsins við ákvörðun okkar verða.
Að sjálfsögðu er dagurinn gleðidagur i liugum allra
fslendinga. Aldrei þessu vant eru þeir allir sem einn
sammála uni mikilvægi þessarar ákvörðunar, enda
byggist öll framtið okkar á, að framkvæmd hennar
takist giftusamlega.
Kvíðinn, sem er gleðinni samfara, er í ætt við
glímuskjálfta. Ósjálfrátt leitar liugurinn fjórtán ár
aftur í tímann. Þorskastríðið 1958 vakti athygli um
allan lieim. Yfir því hvíldi skoplegur hlær, þótt
vissulega væri þar rammasta alvara á ferðinni. Enn
er i minnum liöfð skopmynd, sem Gísli J. Ástþórs-
son teiknaði og birtist víða i erlendum blöðum.
Hún sýndi virðulegan hrezkan sjóliðsforingja, sem
var borðalagður i bak og fyrir. Fyrir framan hann
slóð litill, montinn stelpukrakki með hendur fyrir
aftan bak. Sjóliðsforinginn kveinkaði sér undan
kiakkanum og sagði tárfellandi: „Hún var að
hrekltja mig!“ Og fleira spaugilegt gerðist þessa
eftirminnilegu haustdaga. Eiríkur Kristófersson
skipherra varð þjóðhetja, er hann háði orrustu við
Anderson — með hibliutilvitnanir að vopni.
Nú eru Bretar fyrir löngu búnir að taka upp tólf
mílna landhelgi lijá sér, og hefur hún stórbætt af-
komu sjómanna og' útvegsmanna, sem stunda veið-
ar á lieimamiðum þar, þótt ekki sé haft liátt um
það. Ef við hefðum ekki sýnt djörfung og fram-
takssemi fyrir fjórtán árum, stæðu fiskveiðimál
Norðaustur-Atlantshafsins vafalaust enn verr en
þau gera nú.
Við höfum ástæðu til að ætla, að ákvörðun okkar
um fimmtíu mílurnar öðlist viðurkenningu smátt
og smátt, og liún verði í framtíðinni dæmd af skyn-
semi og réttum skilningi á afstöðu okkar. Ungur
íslenzkur lögfræðistúdent skrifaði nýlega grein frá
Haag í eitt dagblaðanna og vitnaði þar i orð afri-
kansks nemanda við Þjóðréttarakademiúna. Þau
hljóðuðu meðal annars á þessa leið:
„Málstaður íslendinga i þessari deilu er málstað-
ur framtíðarinnar. Málstaður Breta og' Vestur-Þjóð-
verja er draugur aftan úr grárri forneskju. Mín spá
er sú, að afstaða Islendinga nú muni liafa verulega
jákvæð áhrif á þróun þjóðréttarins á komandi ár-
um.“
Vonandi rætisl þessi spá sem fyrst. í trausti þess
færum við landhelgina út í fimmtíu milur og erum
reiðubúnir til að berjast af fremsta megni fyrir rétti
okkar.
G. Gr.