Vikan


Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 42

Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 42
Pér lærió nýtt tungumál á 60 tímucn! Llnguaphone lykillinn að nýjum heimi ENSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPANSKA, PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA, SÆNSKA, NORSKA, FINNSKA, RÚSSNESKA. GRlSKA, JAPANSKA o. fl. Verð aóeins hr. 4.500- AFBORGUNAKSKILM’ALAR Tungumálanómsheið á hljámplötum eða segulböndum: Hljóðfœrahús Reyhjauihur Laugauegi 96 simi: I 36 56 eKki nægilega aö sér. Ungverj- inn var hins vegar varkár, vissi vel um styrkleik mótherjans, en beið færis. Og er minnst varði hratt hann Sigurjóni leiftursnöggt frá sér. Valt Sigurjón þá ein- hvern veginn á bakið,i spratt um leiö sem elding á fætur. En dómarinn taldi hann hafa snert dýnuna með herðunum, og var glímunni lokið. Þótt Sigurjón væri þar með úr leik og kæmist þvi ekki i loka- glimuna, var frammistaða hans öll með ágætum, enda vakti karlmennska hans og áræði mikla aðdáun, einkum var rómað þrek hans i glimunni við Wiklund. Úrslit i þessum flokki urðu annars allóvenjuleg, þvi að enginn fékk fyrstu verðlaun. Sviinn Anders Ahlgren og Finninn Ivar Böhling glimdu i niu klukkustundir án þess að á milli yrði dæmt, og var þá ákveðið, að báðir skyldu hljóta silfur- verðlaun. Þriðji varð Bela Varga. Keppt um bikar I Islenzkri glimu. Óhætt er að fullyrða, að aldrei hefur þjóðariþrótt vor verið betur eða rækilegar kynnt erlendis en á Ólympiuleikunum I Stokkhólmi 1912. Þegar eftir komu •glimumannanna til borgarinnar áttu blaðamenn viðtal við þá og birtu ljósmyndir og lýsingar á Islenzkri glimu. Dáðust þeir að vexti og atgervi glimumannanna og fóru mjög lofsamlegum orðum um iþrótt þeirra. 7. júli var svo glimusýning á Ólympiu- leikvanginum, er vakti mikla hrifningu áhorfenda, enda var þá glimt, mest af fegurð og Næstu daga á eftir birtu blöðin enn Itarlegar greinar um glimuna, og Svenska Dagbladet átti viðtal við Sigurjón Pétursson, er gerði-grein fyrir þvi, hvers vegna Islendingarnir géngu ekki inn á leikvanginn, er Ólympiu- leikarnir voru settir. Sigurjón hitti og Pierre de Coubertin að máli, sem tók honum með roestu virktum, ogtókstað vekja áhuga hjá honum á Islenzkri glimu. Glimdu Islendingarnir sér- staklega fyrir hann og fáeina aðra meðlimi Alþjóða-ólympiu- nefndarinnar. Þótti þeim gliman mjög athyglisverð og dæmdu hana mikla Iþrótt og fagra. Vildi Coubertin fá unga Islendinga til Parisar til að kenna Frökkum islenzka glimu. Ýmsir fleiri kunnir iþróttafrömuðir urðu hrifnir af glimunni. Það var Islendingum mikið kappsmál að fá Islenzka glimu viðurkennda sem eina af keppnis- iþróttum Ólympiuleikanna. 1 þessu skyni gáfu Islendingar i Danmörku fyrir forgöngu Sveinbjarnar G. Sveinbjarnai- sonar yfirkennara i Arósum og Þórarins Tuliniusar stórkaupmanns 1 i Kaup- mannahöfn stóran og vandaðan silfurbikar, sem þeir ætluðust til, að keppt, yrði um á hverjum Ólympiuleikum, og skyldi sigurvegarinn i Islenzkri glimu hljóta gripinn. Gliman um bikar þennan fór fram á Ólympiu- leikvanginum siðasta dag leikanna, 15. júli, en þá voru mikil hátiðahöld á leikvanginum og hvert sæti skipað frá morgni til kvölds. Þegar glimumennirnir gengu inn á völlinn, var þeim vel fagnað ,af áhorfendum, er fylgdust siðan með glimunni af miklum áhuga ’og fullir eftir- væntingar, þvi að þeim þótti Iþróttin allnýstárleg. Glimt var af fimi og snerpu, og urðu úrslit þau, að Hallgrimur Benediktsson bar sigur af hólmi og hlaut þvi bikarinn. Næstur honum varð Sigurjón Pétursson og þriðji Axel Kristjánsson. Er úrslitin voru tilkynnt, kvað við lófaklapp úr öllum áttum, og þegar glimu- kapparnir hurfu af leikvanginum, ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Eftir Stokkhólmsleikana hefur aldrei verið keppt um glimu- Electrolux Frystikista 410 Itr. W Electrolux Frystlklsta TC 14S 410 litra, kr. 32.205. Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastill- ir (Termostat). Öryggisljós me'ð aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Plata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. 42 VIKAN 35.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.