Vikan


Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 48

Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 48
NÝTT FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6624. 4 hellur, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 Ktra, yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, Ijós ( ofni. Fæst með eða án glóðar- steikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ébyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322 — Halló, get ég fengið að tala við yogakennarann? dóttur sína fyrir konu. Þá komu vöflur á Josip Broz. Sá var sem sé siður Kírgisastúlkna að þegar þær höfðu borið mönnum að borða, settust þær í fang þeim, hnepptu frá þeim skinnjökkunum og leituðu þeim lúsa. Lýsnar bitu þær sundur og þegar varir þeirra voru orðnar rakar og rauðar af lúsablóði, brostu þær tæl- andi til karlmannanna. Hefur Tito sagt svo frá síðar að sjald- an hafi hann þótt komast í meiri raun. Og af mágsemdum við Jesaja varð ekki. Jafnskjótt og Rauði herinn hafði tekið Omsk aftur, hrað- aði Broz sér aftur til borgar- innar. Hann fór strax til húss Pelageu litlu. En það stóð tómt. Nokkrum dögum síðar, þegar Broz var á gangi um stríðs- eydda borgina, mætti hann stúlkunni milli sundurskotinna húsa. Þar varð fagnaðarfund- ur. í janúar 1920 gengu þau í hjónaband í rússnesk-orþódoxu kirkjunni í Bogoljubojskó hjá Omsk. Sumarið 1920 gat stríðsfang- inn Josip Broz lagt af stað heimleiðis með brúði sína. Hann varð að fara yfir landa- mærin frá Rússlandi til Eist- lands, til Narva. Þau hjónin voru sett í sóttkví í borgar- kastalanum þar. Ekki var það mjög þægilegt fyrir þau, þar eð Pelagea var barnshafandi. Þar í kastalanum kynntust þau merkilegum manni: tékkneska rithöfundinum Jaroslav Hasek, höfundi góða dútans Svæk. En hann var þögull og dapur og- talaði við engan. Það var ekki fyrr en 1 ágúst, að þau hjón fengu að halda ferðinni áfram. Þau fóru með gufuskipi til Stettin í Þýzka- landi, síðan með járnbrautar- lest lengra suður á bóginn. En nú tilheyrði heimabyggð Jos- ipjs Broz ekki lengur Austur- ríki-Ungverjalandi, heldur kon- ungsríki Serba, Króata og Sló- vena, sem skömmu síðar var skírt Júgóslavía. Það var komið fram í sept- ember, þegar þau komu til Kumrovec. I hvíta húsinu. sem Josip hafði fæðzt í og alizt upp, bjó nú af allri þessari stóru fjölskyldu aðeins einn bróðir. Hann ætlaði undireins að byrja á því að segja Josip, hvað gerzt hefði í sex ára fjarveru hans. En í þeirri svipan tók Pelagea iéttasóttina, og fáeinum klukku- stundum eftir endurkomuna til foreldrahúsanna hafði Josip Broz fæðzt fyrsti sonurinn. ú — Það þýðir ekkert að öskra, þetta er einkabaðströnd! — Bíddu aðeins, nú er það fyrst að verða spennandi! 48 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.