Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 8
BONDASONURINN FRÁ KRÖATÍU,
SEM BAUÐ STALÍN BYRGINN
FYRSTI HLUTI
Josip Broz, þekktari undir nafninu Tito,
bóndastrákur frá Króatíu, járnsmiður,
atvinnubyltingarmaður, mæltur á mörg
tungumál, hefur undanfarna áratugi unnið að
því að skapa Júgóslavíu lífvænlega aðstöðu
á mörkum heima kommúnismans og
kapítalismans. Hann bauð Stalín byrginn og
hefur síðan verið talinn einhver athygiis-
verðasti leiðtogi Þriðja heimsins svokallaða.
Hann varð áttræður í maí síðastliðnum.
Tito er þríkvæntur, en meS engri sinna þriggja kvenna hefur hann veriS
svo hamingjusamur sem meS þeirri þriðju. Hún heitir Jovanka og var
í skæruher hans á stríSsárunum.
Tuttugasta og fimmta maí
1972 hélt Tito áttug-
asta afmælisdag sinn há-
tíðlegan. Þessi mikli öld-
ungur er tuttugu og sex
árum eldri en ríkið
Júgóslavía og fimmtíu og þrem-
ur árum eldri en hið sóaíalíska
lýðveldi, sem hann breytti því
í. Líf Titos hefur verið auðugt
af vinum, óvinum, kvenfólki
og vegabréfum með ýmsum
nöfnum. Og ofan á það á hann
tvo afmælisdaga á ári, sjöunda
og tuttugasta og fimmta maí.
Sá síðarnefndi er sá opinberi.
Eins og menn vita er Tito
leyninafn; hið rétta nafn júgó-
slavneska þjóðarleiðtogans er
Josip Broz. Þegar fyrir áratug-
um varð hann þjóðsagnaper-
sóna, eins konar lifandi granít-
stytta, sem ekkert gat unnið á.
Það er langt síðan hann gat
farið að skemmta sér við að
virða eigin hetjumynd fyrir sér
í sagnfræðiritum. Það má líka
kalla það kraftaverk að hann
skuli ekki vera löngu dauður
— oft hefur legið nærri að svo
færi. Því hefðu margir fagnað.
Dauðar hetjur eru þægilegar
hetjur, það má alltaf breyta
mynd þeirra eftir því sem
manni líkar.
En Tito hefur aldrei verið
þægileg hetja. Enn lifir hann
og stjórnar, markar stefnu og
sögu, lætur engan hnika sér
til og lítur ekki með sjálfs-
ánægju á verk sitt, heldur með
kvíða. Hann er ekki viss um
að það reynist nógu vel undir-
púkkað til að lifa hann. Og
verk hans er þetta: hann sam-
einaði þjóðir Júgóslavíu í bar-
áttunni gegn hernámsliði Þjóð-
verja og ítala og sérstakri teg-
und sósíalisma. Hann er það
bindandi afl, sem heldur sam-
an þessum þjóðum og þjóð-
flokkum, sem tala mismunandi
tungumál og hafa ólíka menn-
ingu. Hann er gott og sterkt
bindiefni, en þó teygjanlegt.
Blanda af harðsnúinni þver-
móðsku og teygjanleik er hald-
bezti eiginleiki þessa furðulega
manns. Hann er kreddufastur,
en þó aldrei svo að hann hag-
ræði ekki kreddunum í sam-
ræmi við möguleika og raun-
veruleikann. Það er þetta, sem
gerði Tito að þeim undra-
manni heimsstjórnmálanna,
sem hann er.
Hann er í þennan heim bor-
inn sjöunda maí 1892 í þorpinu
Kumrovec í Króatíu, fimmtíu
og fimm kílómetra fyrir norð-
an Zagreb. Faðir hans var
bóndi að nafni Franjo Broz,
og sjálfur varð hann við fæð-
inguna þegn hins keisaralega
og konunglega austurrísk-ung-
verska einveldis.
Gegnum móður sína var
hann þegn keisaradæmisins
Austurríkis, en í föðurætt
heyrði hann undir konungsrík-
ið Ungverjaland. Króatía, ætt-
land föður hans, heyrði sem sé
undir Ungverja, en móðir hans
var Slóveni, og byggðir þess
fólks tilheyrðu þá Austurríki.
Þetta var þó ekki eins flókið
og það gat litið út fyrir að
vera, þar eð einn og sami mað-
urinn var keisari yfir Austur-
ríkismönnum og kóngur yfir
Ungverjum. Frans Jósef hét sá,
af Habsborgarslekti og sat í
Vín. En stjórn keisaradæmis-
ins og konungsríkisins var þó
stranglega aðskilin, þar eð
Ungverjar voru ákaflega við-
kvæmir fyrir hvers konar af-
skiptasemi af hálfu Austurrík-
ismanna og vildu endilega fá
að ráðskast eftir geðþótta á sín-
um parti. Beittu þeir undir-
þjóðir sínar, svo sem Króata,
miklu ofríki og reyndu eftir
beztu getu að þröngva upp á
þá ungverskri tungu og menn-
ingu.
Franjo Broz bjó á lítilli jörð
í Sutla-dal, átti svín, hænsni
og ávaxtatré, hestvagn og fjóra
hektara lands. Hann var mynd-
arlegur maður ásýndum og
greindur og víkingur til vinnu,
þegar hann nennti. Því miður
var hann allmjög háður flösk-
unni.
Ættin Broz hafði búið á jörð
þessari frá því árið 1684. Húsið
var traustlega byggt, veggir
hvítmálaðir og þakið úr tígul-
steinum. Franjo Broz eignaðist
fimmtán börn, en átta þeirra
dóu í bernsku. Fyrrum hafði
jörðin verið miklu stærri, en
vegna ómegðar og fátæktar
hafði fjölskyldan neyðzt til að
veðsetja af henni og selja
hverja spilduna eftir aðra, unz
ekki var eftir meira en svo, að
naumlega nægði fjölskyldunni
sjálfri til framfærslu.
Drengurinn Josip Broz átt-
aði sig á tveimur aðalvanda-
málum heimabyggðar sinnar,
löngu áður en hann var í að-
stöðu til að gera eitthvað við
þeim: þjóðfélagsmálunum og
aðstöðu króatísks þjóðernis.
Hann komst að raun um, að
fólk hafði mismikla möguleika
8 VIKAN 35. TBL.