Vikan


Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 43

Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 43
TITO Framhald af bls. 10. Miinchen, þaðan til Ruhr, það- an til Wiener Neustadt. Josip Broz lærði þýzku og fór 1912 að vinna hjá Austro-Dailler við að tilkeyra bíla. Þegar hér var komið, vildi hann gjarnan fara að njóta lífsins eitthvað smávegis. Hann keypti sér falleg föt, lærði að skilmast og sótti dansskóla til að læra helztu samkvæmis- dansa þeirrar tíðar: vals, polka, ferdans. Honum geðjaðist vel að konum og þeim að honum. En metnaður hans var ekki eingöngu bundinn við kvenna- far. Vorið 1913, þegar Josip var tuttugu og eins árs, varð hann að fara heim til að gegna her- skyldu. Hann var tekinn í tuttugustu og fimmtu heima- varnarherdeildina. Honum lík- aði vel í herþjónustunni. Hann var greindur, vel á sig kominn líkamlega og þegar búinn að sjá talsvert af heiminum. í byrjun árs fór hann á skíða- skóla, síðan á námskeið fyrir undirforingja. Hann fékk önn- ur verðlaun í skilmingakeppni, og varð undirforingi áður en hann náði tuttugu og tveggja ára aldri, sá yngsti í herdeild- inni. Tuttugasta og áttunda júní 1914 skaut Serbi nokkur aust- urríska ríkiserfingjann til bana í Sarajevo, sem hafði verið inn- limuð í Austurríki 1908. Tutt- ugasta og áttunda júlí sagði Austurríki—Ungverjaland Ser- bíu stríð á hendur. Þrítugasta júlí gerði Rússland, sem var í Bandalagi við Serbíu, her sinn búinn til atlögu. Fyrsta ágúst sagði Þýzkaland Rússlandi stríð á hendur, þar eð það var í bandalagi við Austurríki. Heimsstyrjöldin fyrri var haf- in. Frá september 1914 til tutt- ugasta og annars marz 1915 tók Josip Broz þátt í þessu stríði í Galisíu og Karpatafjöllum. Hann var settur yfir flokk, sem læddist á bakvið víglínur Rússa og gerði þeim skráveifur. Gat Josip sér góðan orðstír í hern- aðinum. En tuttugasta og ann- an marz 1915 fékk stríðsþátt- taka hans bráðan endi. Rússar gerðu óvænt áhlaup og flokk- ur Josips varð fyrir árás ridd- araliðs af þjóð sem heitir Sir- kassar og er úr Kákasus, skyld Georgíumönnum, fólki því er Jósif Stalín er af. Þetta var í fyrsta, en ekki síðasta skiptið, LOFTLEIBIR W ICELANBIC W 4^4 Hratt fIjúga þotur - hratt fflýr stund Nýtið því naumar st'undir. Notið hraðferðir Loftleiða heiman og heim. Njótið hagkvæmra greiðslukjara Loftleiða. Flugfar strax-far greitt síðar. 30 þotuferðiríhverri viku til Evrópu og Ameríku meó DC-8 35. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.