Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 46
MIDAPRENTUN
Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta
alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, til-
kynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höf-
um fyrirliggjandi og útvegum með stuttum
fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox
LEITIÐ UPPLÝSINGA
HILNIR Hf
Skipholti 33 — Sími 35320
sem Tito mætti viðsjárverSu
íólki úr Kákasus.
Einn Sirkassinn rak lenslu
sína, tveggja metra langa og
með járntökkum, í bak Josip
Broz, undir vinstra herðablaði.
Hann missti meðvitund. Mátti
hann teljast heppinn að sleppa
úr þeim hildarleik með lífi, því
að annars var það lítill siður
Sirkassa að gefa grið særðum
mönnum. Þannig varð Josip
Broz, keisaralegur og konung-
legur austurrísk-ungverskur
undirforingi, stríðsfagni Rússa.
í þrettán mánuði lá hann á
hersjúkrahúsi, sem komið
hafði verið upp í gömlu
klaustri austur við Volgu. Sár-
ið hafðist lengi illa við. Josip
fékk lungnabólgu og háan hita,
því næst blóðeitrun og var ekki
hugað líf. En hann hjarði. Hann
drap tímann á sjúkrahúsinu
með því að læra rússnesku og
lesa rússneska ritsnillinga eins
og Gógol, Tolstoj og Túrgenéf.
Menntaskólastúlkur úr ná-
grenninu útveguðu honum
bækurnar.
Jafnskjótt og Josip Broz gat
farið að hafa fótaferð, vildi
hann fara að vinna. Hann var
sendur til þorps nálægt Kúí-
býséf og gerði við kornmyll-
una þar fyrir bændurna. Hann
varð þeim slíkur gagnsmaður
að einn þeirra vildi gifta hon-
um dóttur sína og láta hann
setjast þar að, en áður en svo
langt væri komið, var Josip
ásamt öðrum stríðsföngum
sendur til Kúngúr í Úralfjöll-
um, þar sem þeir áttu að leggja
járnbraut.
Dag einn stóð Josip verk-
stjórann að því að stinga und-
an pökkum, sem bandaríski
Rauðikrossinn sendi stríðsföng-
unum. Verkstjórinn lét þá fara
með hann niður í kjallara, þar
sem Kósakkar kaghýddu hann
með svipum. En á eftir kom
annar Rússi svo lítið bar á og
færði Josip te og hlýja ábreiðu.
í Kúngúr kynntist Broz
pólskum verkfræðingi, sem
var sannfærður kommúnisti og
upplýsti hann um marxisma.
Og meðan þeir voru þarna, var
rússneska byltingin gerð.
Stríðsfangarnir austur í Úr-
al höfðu óljósar fregnir af því,
sem var að ske. Sarinn sagði
af sér. Þjóðverjar fluttu Lenín
til Petrógrad í innsigluðum
vagni. í borgunum voru stofn-
uð ráð, sovét. Svo var slakað á
gæzlunni á föngunum.
Josip Broz notaði hina al-
mennu ringulreið til að strjúka
úr haldi og ákvað að fara til
Petrógrad til að sjá af eigin
raun, hvað gengi á í höfuð-
borg Rússlands. Hann keypti
sér gömul föt og faldi sig í
vöruflutningalest , sem skilaði
honum um síðir til höfuðborg-
arinnar, sem fyrir stríðið hafði
heitið Pétursborg en er nú Len-
íngrad. Þar var hann júlídag
þann, er sjóhðar í uppreisn
hertóku Pétursvirki og Páls.
En svo var allt í einu borgara-
leg stjórn komin til valda. Jos-
ip Broz lenti í götubardögum,
faldi sig undir brúnum á Nevu,
reyndi að komast undan til
Finnlands, var handtekinn, lok-
aður inn í fúlli rottuholu und-
ir Pétursvirki og Páls og að
lokum sendur með lest til Sí-
beríu. Á einni stöðinni á leið-
inni tókst honum að flýja. Átt-
unda nóvember, þegar bolsé-
víkar tóku völdin í Petrógrad,
var hann í Omsk. Þar stöðvaði
herflokkur hann úti á götu.
Þegar hann kynnti sig sem
stríðsfanga, hrópuðu hermenn-
irnir: „Félagi, þú ert frjáls!“
En það kom til lítils í bráð-
ina, því að Josip Broz átti
langt heim, og ómögulegt að
komast þangað eins og á stóð.
Svo að hann gekk í Alþjóð-
lega rauða varðliðið, sem svo
var kallað, og veturinn 1917—
18 hafði hann á hendi varð-
gæzlu við eignir síbersku járn-
brautarinnar í Omsk.
Sjöunda júní 1918 tóku hvít-
liðar Omsk og Rauði herinn
náði ekki borginni aftur fyrr
en fjóxtánda nóvember 1919.
Þessa seytján mánuði lét Jos-
ip Broz fara lítið fyrir sér.
Fyrst leyndist hann með hjálp
sextán ára stúlku er Pelagea
Bolúsova hét. Foreldrar henn-
ar bjuggu í timburhúsi rétt
fyrir utan borgina. En ekki leið
á löngu áður en Josip taldi
sér ekki öruggt að dvelja þar,
svo að hann fór út á steppuna.
Þar hitti hann fyrir Kírgisa,
hirðingja sem reikuðu um með
miklar hjarðir hesta. Þeir tóku
hann að sér, hann lærði mál
þeirra og varð þeim nýtur liðs-
maður. Hann var góður hesta-
maður og annaðist auk þess
kornmyllu hirðingjanna á jaðri
steppunnar. Um síðir fannst
Kírgisunum svo mikið til um
hann að höfðingi þeirra, sem
Jesaja hét, vildi gefa honum
46 VIKAN 35. TBL.