Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 40
held áfram að flækja svona, losna
ég aldrei, svo ég held að ég hætti
hér).
1 áðurnefndu lagi, ,,Do You
Believe In Magic?”, segir hinn
stórgóði John B. Sebastian á
einum og öðrum stað, að tónlistin
geti frelsað sálir okkar, tónlistin
sé töfrar og töfrar séu i tónlist-
inni. Loks segir hann orðrétt og
held ég persónulega að þessi orð
deyi aldrei: ,,Do you believe in
the magic of a young girl’s soul?
Believe in the magic of rock and
roll? Believe in the magic that
can set you free...?”
Hlustum á Sebastian syngja
þetta og vöknum svo morguninn
eftir til að segja já. ,,Já” við því
sem hann talar um og ,,já” við
heiminum.
ó. vald.
RÁÐGÁTAN Á
MORÐI ULLU
Framhald af bls. 31.
fimm um morguninn, 4. mai, var
Irwing svo kominn heim til sin.
Ulla Höglund hafði verið horfin
i þrjá daga, þegar rannsóknar-
dómarinn spurði Irwing Höglund
hvort hann hefði átt vingott við
aðrar konur. Kvöldið áður haföi
einn af lögregluforingjunum yfir-
heyrt eiginkonu forstjórans i
fyrirtækinu, þar sem Irwing
vann. Hún sagðist hafa tekið eftir
þvi að hann fékk oft bréf á skrif-
stofuna, bréf, sem litu út fyrir að
vera einkabréf og að utaná-
skriftin hefði verið handskrifuð.
Henni fannst þetta svolitið grun-
samlegt.
Við yfirheyrsluna fór Irwing
ekkert dult með að hann væri vel
kunnugur einni skrifstofustúlk-
unni hjá Schwing & Co. Rann-
sóknardómarinn lét bóka:
...„Höglund segir að ungfrú
Reder hafi orðað það við sig,
hvort ekki væri möguleiki á að
þau gætu gengiö I hjónaband.
Höglund hafði svarað þvi til að
hann yrði þá fyrst að tala við kon-
una sina. Hann viðurkennir að
hafa sýnt ungfrú Reder atlot,
kysst hana og faðmað á stefnu-
mótum þeirra og hann viður-
kennir jafnvel að það hafi
hvarflað að honum að skilja við
Ullu, konuna sina, og fara aö búa
með ungfrú Reder...”
A sunnudegi var hringt frá
sænsku rannsóknarlögreglunni til
rannsóknarlögreglunnar i Wanne
Eickel og óskað eftir þvi að
Mariane Reder yrði yfirheyrð
vegna sambands hennar við
Irwing Höglund! A mánudag
kom svarið til Södertelje: Ungfrú
Reder viðurkenndi að hún hefði
átt stefnumót við Irwing Höglund
og að vináttusamband heföi tekizt
meðþeim. Höglund hefði minnst
á'hjónaskilnað en hún hefði ráðið
frá þvi. Hann hefði hringt til
hennar I siðasta sinn 20. mai og
þau hefðu aöeins talað um al-
menn tiðindi. Hún heldur þvi
fram að milli þeirra hefði aðeins
verið vinátta.
Við vitum hvern við
eigum að góma.
Lars Kollander, lögreglufor-
ingi, hringdi til Sven Olof Lidholm
og spurði hann hvers hann hefði
orðið visari um hvarf Ullu Hög-
lund.
— Ég vil gjarnan segja þér
nánar frá þessu, sagði Kollander
og sagði honum allt sem hann
vissi um hvarfið. Svo bætti hann
við: Ef við komumst að þvi að
hún hafi verið myrt, þá vitum við
hvern skal góma, það er ákveðin
persóna.
— Það er ágætt, sagði Lidholm
læknir.
Lidholm læknir hitti svo
héraðsákærandann Otto Meijer
við rannsókn á öðru mannshvarfi
I Nynashamn. Þeir minntust
ekkert á hvarf Ullu Höglund, fyrr
en Sten Stur. Sandberg, yfir-
maður morðdeildar rikislögregl-
unnar, kom frá Södertelje og
sagði að ekkert hefði ennþá
spurzt til Ullu Höglund. — En ef
við finnum hana, þá vitum við
hvert við eigum að snúa okkur.
Maöurinn hennar hefir hagað sér
nokkuð undarlega.
Klukkan hálftólf, aðfaranótt 4.
júni, hringdi Arne Törnkvist, lög-
regluforingi, heim til Lidholms
réttarlæknis og sagöi aö þeir
hefðu fundiö konulik undir greni-
tré. Þeir héldu að það væri Ulla
Höglund. Rétt fyrir klukkan átta
um morguninn 5. júni, hófust
rannsóknirnar á hæðinni við Hall-
inge.
Hin látna lá á grúfu. Hún var i
pilsi, sokkabuxum, kápu, peysu
ogskóm. Fötin voru i óreiðu. Um
hálsinn var brjósthaldarinn
hennar, sem áður hafði verið rif-
inn. Þegar likinu var snúið við
sást að augun voru opin.
Klukkan hálftiu um kvöldið var
likskoðun lokið. Dánarorsökin
var henging. Morðinginn haföi
staðið fyrir aftan frú Höglund og
hengt hana i brjósthaldaranum.
Þetta morð getur ekki
staðizt.
— Ég get ekki séð hvernig, i
herrans nafni, hvernig nokkrum
eiginmanni gæti dottið I hug að
haga sér þannig, það getur hrein-
lega ekki staðizt, sagði Lidholm
læknir, eftir likskoðunina. Litlu
siðar hringdi Törnkvist lögreglu-
foringi og Lidholm læknir skildi
eftir plöggin frá likskoðuninni og
gat þess um leið að þetta væri I
hæsta máta undarlegt.
Aður en réttarlæknirinn fór
heim til sln, hringdi hann til
Arvidsons lögfræðings, sem hafði
heimsótt skjólstæðing sinn i
fangaklefann, hann sagði þannig
frá:
—■ Höglund lá i kuðung á
bekknum, með samanbrotinn
jakkann sinn undir höfðinu. Hann
var órakaður og augu hans voru
grátbólgin. Hann reis upp og við
heilsuðumst. Ég sagði honum að
ég væri skipaöur verjandi hans.
Það birti aðeins yfir ásjónu hans,
en áhugaleysi hans var greini-
legt.
— Ef þú hefir myrt konuna
þina, geturðu aldrei lifað lifinu,
með það á samvizkunni, sagöi ég.
— Þaö er betra fyrir þig aö játa
strax.
Hann hristi höfuðið.
— Ég gerði það ekki, sagði
hann.
Rannsóknin hélt áfram.
Læknirinn hélt þvi fram aö Hög-
lund væri saklaus, sagðist leggja
embættisheiöursinnaðveði. Otto
Meijer var lika hikandi.
En það sem var þyngst á meta-
skálunum voru bréfin til Þýzka-
lands og framar öðru, bréfiö, sem
Höglund haföi skrifað til Mariane
Reder þann 21. mai:
Astin min!
Þakka þér innilega fyrir bréfið
og lika að þú skyldir vera heima,
þegar ég hringdi til þin. Það litur
út fyrir að eitthvað alvarlegt hafi
komiö fyrir konuna mina. Hún
ætlaöi að sækja mig að þýzkutim-
anum loknum, klukkan hálftiu I
gærkvöldi. En hún kom ekki og
hefir ekki haft samband við
neinn, sem ég þekki. Hún var
mjög ánægð, þegar hún skildi við
mig, það var auðséð. Lögreglan
hringdi til min klukkan 7,30 i
kvöld og tilkynnti mér að þeir
hefðu fundið bilinn i miðbænum
(Södertelje). Ég vona innilega að
ekkert hafi komið fyrir hana. Ef
þú skrifar, þá ættir þú að senda
bréfið til Byvagen 11. Hringdu
ekki, ég get ekki talað I símann.
Mér liöur mjög illa, en láttu baö
ekki á þig fá. Þú verður að trúa
mér, ég elska þig innilega, en ég
verð aö ná t»li af konunni minni,
áöur en ég geri nokkuð i málinu.
Ég get ekki hringt til þin, eins og
ég haföi lofað. Mér þykir þaö
leiðinlegt, en ég mun svara
bréfum þinum. Þinn Irwing.
...ég elska þig og þarnast þin.
Um þetta bréf sagöi Irwing
Höglund: — Ég skrifaði Mariönu
Reder og sagði henni að Ulla væri
horfin. Égbaðumsvar. Astæöan
fyrir þvl var sú aö ég ætlaði aö
segja Ullu frá sambandi okkar
Mariönu.
Ég skrifaöi henni aftur um
kvöldið 4. júni, kvöldið sem ég var
tekinn fastur. Bréfiö var svo-
hljóðandi: —Við verðum að biða
eftir fréttum af Ullu. Ég vona að
þú skiljir þaö....
Otto Meijer heldur þvi fram að
Irwing Höglund hafi ráðið konu
sina af dögum að yfirlögðu ráði,
en Irwing Höglund segir:
— Þótt þaö verði þaö siöasta,
sem ég segi í þessu lifi, þá held ég
þvi fram að ég er saklaus.
ÞEGAR ÍSLEND-
INGAR NEITUÐU ...
Framhald af bls. 30.
Næst glimdi Sigurjón
morguninn 10. júli við Finnann
Oscar Wiklund, er taiinn var
beztur Finnanna, enda rumur
mikill og kraftalega vaxinn.
Glöggt var, að Wiklund var
staðráðinn i að mæta ekki sömu
örlögum og landar hans tveir.
Greip hann hvað eftir annað
hægri handlegg Sigurjóns og lá á
honum af öllum kröftum, svo að
Sigurjón næði ekki höfuðtakinu
góða, sem skaut,öllum glimu-
mönnunum skelk i bringu.
Jafnframt beitti hann
óleyfilegum og stórhættulegum
brögðum, svo að dómarinn varð
tvivegis að skerast i leikinn. Liðu
svo tvær fyrstu glimuloturnar
(ein klukkustund), að hvorugur
lá, og mátti ekki á milli sjá, hvor
leiknari var. Voru þeir þá orðnir
alldasaðir af átökunum. 1 byrjun
þriðju lotu tókst Wiklund að þræla
Sigurjóni á hnénná taki ummitti
honum. Þannig lá hann ofan á
Sigurjóni mestalla lotuna. En þar
kom, að Sigurjóni leiddist þófið og
varpaði Wiklund fram af sér, en
fyrir bragðið nam vinstri öxl hans
framanverð við dýnuna, og var
það nóg til þess. að Finnanum var
dæmdur sigur. ,
Nú var tekið að fækka i flokki
Sigurjóns, og varð hann þvi að
glíma að nýju síðdegis sama dag,
þótt lerkaður væri eftir svipt-
ingarnar um morguninn, en
Wiklund hafði tekiðívo nærri sér,
að hann var óvigur og varð að
hætta frekari keppni. Mót-
stöðumaður Sigurjóns var enn
sem fyrr Finni, August Rajala að
nafni. Stóð viðureign þeirra
skamma hrið, þvi að Sigurjón
lagði Finnann næstum á svip-
stundu.
Eftir fjórðu umferð voru niu
glimumenn eftir að Sigurjóni
meðtöldum, sem ekki höfðu hlotið
nema eina byltu eða enga, og
skyldu þeir nú glima, unz þrir
stæðu uppi. Keppinautur
Sigurjóns að þessu sinni var Ung-
verjinn Bela Varga, gætinn en
brögðóttur gllmumaður. Hann
hafði beðið einn ósigur eins og
Sigurjón og fyrir sama manni,
Wiklund, en eftir miklu skemmri
tima. Voru Islendingar þvi
vongóðir um, að Sigurjón mundi
vinna hann. Enaðlikindum hefur
Sigurjón verið full öruggur um
sigur. Hann tefldi á tæpasta
vaðið, sótti brögðin langt og uggði
40 VIKAN 35. TBL. /