Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 01.02.1973, Qupperneq 6

Vikan - 01.02.1973, Qupperneq 6
MIG DREYMDI BLOKKIN BRENNUR Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Mér fannst húsið, sem ég á heima í, vera að brenna (það er blokk). Ég hljóp sífellt út og inn eins og ég væri að reyna að bjarga hlutum. Sumu fleygði ég út um glugga, þar á meðal strigapoka, sem í voru þrjú lömb nýfædd. Mér fannst pokinn lenda hjá læk, sem rann bak við húsið. Ég fór hann að leita að pokanum og fann hann, en þá voru ekki lengur lömb í honum, heldur þrír kettlingar. Þeir voru allir kafnaðir. Ég reyndi að bjarga þeim með því að blása upp í þá. Gekk mjög auðveldlega að koma lífi í fyrstu tvo kettlingana, en erfiðlega með þann þriðja. Ég var farin að örvænta, þegar það loksins tókst. Þá kemur frændi minn til mín og fer að dást að þeim (hann er við nám í Kaup- mannahöfn, og hef ég því lítið samneyti við hann, og auk þess er hann tíu árum eldri en ég). Ég sagði við hann, að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem þetta kæmi fyrir, en þá hafi þeir allir dáið, enda hefðu þeir verið miklu minni og eldri. Við það vaknaði ég. v Mig hefur áður dreymt að húsið sé að brenna, og ég sé að reyna að bjarga öllu. Þá kom líka köttur til sögunnar. Vinkonu mína er alltaf að dreyma mig innan um skran og rusl í gömlu húsi. Henni finnst ég vera alveg ósjálf- bjarga og að hún sé að reyna að bjarga mér, en takist það aldrei. Hvað táknar að hlæja í svefni? En að stela peningum? (í draumnum voru það 2300 kr., sem ég og vinkona mín tókum úr gömlu húsi niður við sjó, og skiptum jafnt á milli okkar). Vonast eftir ráðningu sem fyrst. B. Þessi draumur táknar að öllum líkindum reiði eða öllu frekar hættu, sem þér tekst naumlega að afstýra. Einhver maður, sem þú hefur ekki áður haft mikið samneyti við, kemur þar við sögu. Það er talið vera fyrir gremju og skap- raun að heyra eða sjá hlátur í draumi. Aftur á móti er það fyrir góðu að dreyma að maður sé að stela — einkum ef upp kemst. HVITT OG SVART Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum. Hann er svona: Mér fannst bróðir vinkonu minnar vera að aka bíl. Á leiðinni mætir hann tveimur manneskjum eða verum. Önnur var í hvítum klæðum, ung stúlka, en hin var í svörtum klæðum, sem líktust nunnuklæðum. Svarta veran var móðir hvítu verunnar. Það var mjög dimmt úti, svo að hann ók yfir svörtu veruna, þar sem hann sá ekki nema hvítu veruna. Sú hvíta reiddist að sjálfsögðu geysilega. En seinna fannst mér hún giftast honum. Þau urðu mjög ham- ingjusöm. Seinna fannst mér líka systur mínar tvær, sem eru eldri en ég, vera á leið til vinnu sinnar. Þær voru báðar svart- klæddar. Ég bað þá yngri að fara í hvita frakkann minn og lét þá eldri hafa endurskinsmerki, svo að þær yrðu ekki fyrir bíl á leiðinni. Það var mikið myrkur úti, en samt var þetta að morgni dags. Lengri varð draumurinn ekki. Með fyrirfram þökk. Bróður vinkonu þinnar mun verða hált á vegi gleðinn- ar og léttlyndisins. Hann mun eiga vingott við tvær konur samtímis og lenda í þeirri erfiðu aðstöðu að þurfa aff velja affra en hafna hinni. Þetta tekst þolanlega, en hefur þó óþægindi og sársauka í för meff sér. Þú munt óttast, aff systur þínar lendi í svipaffri aðstöðu, vegna glaffværffar þeirra og ásóknar í skemmtanir. Þú gerir þitt bezta til aff reyna að forffa þeim frá óþægindum í ástamálunum. ÞRIÐJA AUGAÐ Kæra Vika! Mig dreymdi, að ég væri að snyrta mig til. Þá tek ég allt í einu eftir því, að á milli augnanna er rauðleitur blettur. Eftir dálitla stund stækkar hann og verður að eins konar þykkildi. Loks opnast það, og ég sé móta fyrir auga. Fyrr en varir er komið þarna stórt auga. Við það hangir Ijós taug, óg það lafir niður á móts við nefið. Ég fæ mér baðmull og reyni að halda undir nýja augað. Mér fannst þetta svo mikil ógæfa, sem hafði dunið yfir mig, að það setti að mér óstöðvandi grát. Óska eftir svari sem fyrst. Með fyrirfram þakklæti. Ástrós. Þetta er sannarlega sérstæður draumur og einkennileg- ur. Það er nokkuff algengt, aff fólk dreymi, aff þaff missi annaff augað effa bæffi, og er þaff slæmur fyrirboffi. Þess vegna álitum viff, aff draumur þinn sé fyrir góðu. Líklega opnast augu þín fyrir einhverju, sem áffur var þér hulið. Og þessi uppgötvun verffur þér til mikillar gleffi, því aff grátur boffar fögnuff. KONAN I GARÐINUM Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum. Hann er svona: Mér fannst ég fara með mömmu til einhverrar konu, sem hún þekkti. Hún sat úti í garði, og við mamma fórum þangað til hennar. Þá segir konan: — Þú ert alltaf að stækka. En ég er ekki stór eftir aldri. f sama bili vaknaði ég. Með fyrirfram þökk. Guðrún. Garður táknar bjarta framtíff. Og hvort sem þú átt eftir að verða hávaxin eða lávaxin, þá er eitt víst: Þér mun tak- ast að vinna afrek, sem gera það aff verkum, aff stærff þín skiptir engu máli. SVAR TIL NN: Þaff er engin ástæffa til aff óttast þennan draum. Hann er aff vísu ógnvekjandi í fljótu bragffi, en viff nánari íhug- un er hann alls ekki sem verstur. Þú munt þurfa aff ganga í gegnum nokkra erfiffleika, en þeir opna augu þín fyrir nýjum andlegum verffmætum, svo að erfiðleikarnir mega teljast áfangastaður á leið þinni til hamingjusamara lífs. Ein úr Eyjum.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.